Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 8. september 2010 Meira í leiðinniN1 verslanir: Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn. WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 063 700002709 Tunnudæla Verð áður 2.590 kr. Verð nú 1.942 kr. -25% 063 700004263 Stafrænt skíðmál Verð áður 6.900 kr. Verð nú 4.990 kr. -29% 063 700004856 Vírbursti Verð áður 750 kr. Verð nú 490 kr. -35% 063 700004195 Fjölsviðsmælir Verð áður 2.990 kr. Verð nú 2.290 kr. -25% 063 700001798 Fastir lyklar sett 12 stk. Verð áður 4.022 kr. Verð nú 2.690 kr. -33% 063 700000237 Olíusíutöng Verð áður 1.640 kr. Verð nú 990 kr. -40% 063 700000481 Verkfærakassi Verð áður 6.490 kr. Verð nú 4.867 kr. -25% 063 700000025 Prufuskrúfujárn Verð áður 595 kr. Verð nú 449 kr. -25% 063 700004385 Brúsi 1l m. þrýstidælu Verð áður 3.490 kr. Verð nú 2.590 kr. -25% 063 700000098 Átaksskaft 1/2” 430mm Verð áður 4.381 kr. Verð nú 2.790 kr. -35% 063 700003450 Skrall 1/2” Verð áður 6.910 kr. Verð nú 4.490 kr. -35% 063 700000862 Bitasett Verð áður 1.300 kr. Verð nú 890 kr. -30% VIÐ SKRÚFUM VERÐIÐ NIÐUR 1610 8803AL Skoðunarmyndavél Þráðlaus 9 mm myndavél með barka og 3,5" LCD skjá. Tilboðsverð 39.900 kr. Hljómsveitin Örför hefur gefið út sína fyrstu plötu. Hún hefur að geyma dægurlagarokk með íslenskum textum og er samstarfs- verkefni Hek, eða Hauks Emils Kaaber, og G. Þorsteinssonar. „Við spiluðum mikið síðasta sumar undir nafninu Hek og svo settum við saman í hljómsveit og fórum í upptökur,“ segir Haukur Emil. Upptökurnar gengu brösug- lega enda stóðu þær yfir í heilt ár með mismunandi fólk við stjórn- völinn. „Fyrsta fólkið sem tók þetta upp hvarf og við vitum ekki enn hvar það er. Við höfum ekki fundið upptökurnar,“ segir Hauk- ur. „Það var allt í einu slökkt á sím- anum hjá þeim og svo hættum við bara að reyna.” Sá næsti sem tók við hljóðritun- inni var Bjarki Jóhannsson sem hafði verið í upptökunámi í Hol- landi. „Það gekk vel að vinna með honum,“ segir Haukur. „Ég held að það hafi verið í stjörnunum að við ættum að gera þetta aftur.“ - fb Upptökuliðið hvarf ÖRFÖR Haukur Emil Kaaber og G. Þor- steinsson, liðsmenn hljómsveitarinnar Örför. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tónlist Bréf frá París Klassart ★★★ Systkinasveitin Klassart frá Sand- gerði vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu plötu, samnefnda sveitinni, sem kom út fyrir þremur árum og hafði að geyma kántrý- og blús- skotið rokk í rólegri kantinum. Nú er plata númer tvö, Bréf frá París, komin út og eins og fyrr er meiri- hluti laganna eftir gítarleikarann Smára Guðmundsson og flestir textanna eftir systur hans, söng- konuna Fríðu Dís. Þriðja systkin- ið Pálmar spilar á bassa, en auk þeirra þriggja spila Davíð Þór Jónsson á hljómborð, Guðmund- ur Pétursson á gítar, Helgi Svavar Helgason á trommur og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontra- bassa. Hörkulið semsagt. Tónlistin er eins og áður mjúkt popprokk með blús- og kántrý- áhrifum. Og aftur kemur saman- burðurinn við Noruh Jones upp í hugann. Þó að meirihluti efnisins á Bréf frá París sé eftir meðlimi Klassart þá hafa tökulög meira vægi á henni heldur en á frum- burðinum. Smellurinn Gamli grafreiturinn sem Fríða syng- ur með Sigurði Guðmundssyni er t.d. íslenskuð útgáfa af laginu In a Town This Size eftir þann frábæra lagasmið John Prine, en íslenski textinn er eftir Braga Valdimar Skúlason. Hann á annan texta á plötunni og Vigdís Grímsdóttir á tvo. Á plötunni eru þrjú erlend lög með íslenskum textum, auk lagsins Heyr mína bæn sem Fríða syng- ur bæði á íslensku og ítölsku, en upprunalega útgáfa lagsins var sigurlag Eurovision-keppninnar árið 1964. Bréf frá París rennur ljúft í gegn. Hljóðfæraleikur og hljómur eru fyrsta flokks og Fríða er ennþá að vaxa sem söngkona. Platan bætir ekki miklu við, en þeir sem féllu fyrir fyrri Klassart-plötunni ættu að verða sáttir við þessa. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Meira ljúft kántrýskotið popprokk frá Sandgerðissystkinunum. Fínt framhald KLASSART Hljómsveitin Klassart spilar kántrýskotið popprokk. Tilvonandi hjónin Russell Brand og Katy Perry hafa lýst því yfir að þau langi til að gerast sveitafólk þegar þeirra tími í skemmtanabransanum er liðinn. Söngkonan hefur mikinn áhuga á að stofna fjölskyldu og ala upp börn sín í sveitasælunni í Bret- landi og eiga hænur og kýr. Parið er nýbúið að festa kaup á stórri íbúð í New York en Perry getur ekki hugs- að sér að stofna fjölskyldu þar. Þess má geta að leikarinn Rus- sell Brand hefur sagt í fjölmiðlum að hann vilji helst eignast tíu börn. Það er því von á miklu lífi og fjöri í framtíðinni hjá skötuhjúunum, á sveitabænum með tíu börn. Vilja gerast bændur BÆNDUR FRAMTÍÐARINNAR Katy Perry og Russell Brand vilja kaupa sveitabæ í Bretlandi og setjast þar að í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Söngkonan Lady GaGa kom vin- konu sinni Beyoncé heldur betur á óvart á dögunum þegar hún gaf söngdívunni sérhannaða svipu þakta demöntum ásamt brjósta- haldara og nærbuxum í stíl. Bey- oncé varð 29 ára á dögunum og vildi Lady GaGa gefa vinkonu sinni eitthvað eftirminnilegt og sérstakt í tilefni tímamótanna. Lady GaGa mætti með herlegheitin eftir tón- leika Jay Z, eiginmanns Beyoncé, í Detroit og gaf henni pakkann í viðurvist rappara á borð við Emin- emm, 50 cent og Dr.Dre. Beyoncé tók andköf af ánægju þegar hún sá svipuna og sögur herma að Jay Z sé að sama skapi ánægður með afmælisgjöfina. Gaf Beyoncé svipu GJAFMILD Lady GaGa gaf vinkonu sinni, Beyoncé, demantasvipu í 29 ára afmælisgjöf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.