Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 42
 8. september 2010 MIÐVIKUDAGUR22 sport@frettabladid.is UNDANKEPPNI EM EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Kaupmannahöfn eirikur@frettabladid.is Parken, áhorf.: 18.908 Danmörk Ísland TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–7 (7–3) Varin skot Lindegaard 3 – Gunnleifur 5 Horn 3–2 Aukaspyrnur fengnar 16–7 Rangstöður 1–0 1-0 Thomas Kahlenberg (90+1.) 1-0 Douglas McDonald (6) Einkunnir íslenska landsliðsins gegn Danmörku Gunnleifur Gunnleifsson 8 Þegar reyndi á Gunnleif stóð hann vaktina vel. Hann varði nokkrum sinnum mjög vel og var öruggur í sínum aðgerðum. Markið var klaufalegt en það er ekki við hann að sakast. Átti þó nokkrar slakar markspyrnur. Indriði Sigurðsson 6 Var í afar erfiðu hlutverki gegn hinum stórhættulega Dennis Rommedahl í fyrri hálfleik. Lenti í smá basli en hefði mátt fá meiri hjálp í baráttunni. Kristján Örn Sigurðsson 7 Spilar nánast undantekningarlaust vel með landsliðinu og slíkt var einnig tilfellið í gær. Góður í návígjum og las sóknarleik Dana mjög vel. Gekk illa að skila af sér bolta. Sölvi Geir Ottesen 7 Var fastur fyrir í vörninni og skilaði sínu vel af sér. Barðist mjög vel og var harður í horn að taka. Birkir Már Sævarsson 7 Sinnti varnarhlutverkinu ágætlega og átti nokkra góða spretti upp kantinn í leiknum. Sýndi að hann býr yfir góðum hraða og var nálægt því að skora. Aron Einar Gunnarsson 8 - Maður leiksins Einn af hans allra bestu landsleikjum. Kæfði miðjuspil Dana og stöðvaði ófáar sóknir. Átti nokkrar fínar rispur fram á við í seinn i hálfleik. Eggert Gunnþór Jónsson 8 Var í svipuðu hlutverki og Aron og var afar fastur fyrir í fyrri hálfleik. Afar dug- legur og lét finna vel fyrir sér. Jóhann Berg Guðmundsson 6 Betri en gegn Norðmönnum og það kom meira úr honum í þessum leik. Átti þó í vandræðum í fyrri hálfleik en bætti fyrir það með í þeim síðari. Gylfi Þór Sigurðsson 7 Hljóp mikið og sinnti ef til vill meira varnarhlutverki en maður í hans stöðu á að venjast. Skilaði sínu ágætlega Rúrik Gíslason 8 Sýndi að hann á heima í byrjunarliðinu. Samviskusamur með eindæmum og einna duglegastur að sækja fram og byggja upp sóknir. Heiðar Helguson 5 Duglegur eins og alltaf en fékk úr afar litlu að moða í fyrri hálfleik. Var meira með í spilinu í seinni hálfleik en fór þá nokkrum sinnum illa að ráði sínu. Varamenn: Kolbeinn Sigþórsson fyrir Heiðar Helguson á 77. mín - Birkir Bjarnason fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 90. mín - FÓTBOLTI Ísland er enn stigalaust í undankeppni EM 2012 eftir grát- legt tap fyrir Dönum á Parken í Kaupmannahöfn í gær, 1-0. Sigur- markið var afar slysalegt og var skorað í uppbótartíma í þokkabót. Íslenska liðið spilaði vel í leikn- um. Það hélt danska liðinu niðri í níutíu mínútur og lét það hrein- lega líta illa út lengst af. Það var lítið um það léttleikandi spil sem danska liðið er yfirleitt þekkt fyrir og agaður varnarleikur Íslands sá til þess að þeim gekk illa að byggja upp sóknir sínar. Reyndar skapaðist hætta nokkr- um sinnum í fyrri hálfleik og allt- af frá hægri kantinum. Dennis Rommedahl reyndist erfiður við- ureignar fyrir Indriða Sigurðsson og félaga í íslensku vörninni og var hann langhættulegasti leikmaður Dana í fyrri hálfleik. En íslensku strákunum tókst vel upp að loka á hann í síðari hálfleik og þá höfðu Danir afar fá úrræði. Eins og búist var við voru Danir mun meira með boltann í leiknum. Íslendingum hefur ekki gengið vel á Parken í gegnum tíðina og því var ofurkapp lagt á að verjast skipu- lega og kæfa spil danska liðsins. Það gekk vel upp. Varnartengilið- irnir Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson voru afar fastir fyrir aftarlega á miðjunni og sáu til þess að ungstirnið Christi- an Eriksen, sem Danir binda afar miklar vonir við, náði sér aldrei á strik og var skipt af velli snemma í síðari hálfleik. Danska liðið, eins og það íslenska, er nú að ganga í gegnum kynslóðaskipti og það var augljóst á leik liðanna í gær að ungu strákarnir í íslenska liðinu áttu mun betri dag en þeir ungu í liði heimamanna. Íslenska liðið sótti lítið sem ekk- ert í fyrri hálfleik en strax í upp- hafi þess síðari var kominn meiri kraftur í sóknarleikinn. Á fyrstu tíu mínútunum átti Ísland þó nokk- ur færi sem komu Dönum í opna skjöldu. Eftir það virtust íslensku leikmennirnir stundum missa kjarkinn í sóknaraðgerðunum og eftir því sem á leið fækkaði þeim jafnt og þétt. En um leið var sífellt meira óða- got á leik danska liðsins. Heima- menn náðu þó að koma sér í tvö ágæt færi en þegar venjuleg- ur leiktími var að renna út benti ekki margt til þess að þeir myndu skora. Kolbeinn Sigþórsson hafði komið inn á sem varamaður og var ekki langt frá því að koma bolt- anum í markið eftir aukaspyrnu Jóhanns Bergs. En svo kom skellurinn. Áður- nefndur Rommedahl renndi bolt- anum út í teig þar sem Thomas Kahlenberg stóð einn og óvald- aður. Íslenska vörnin virtist hafa gleymt honum. Skot Kahlenberg var þó ekki gott en breytti um stefnu á Aroni Einari og einfald- lega lak inn í markið. Afar svekkj- andi og einfaldlega alger óþarfi. Það eru því blendnar tilfinning- ar fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins eftir leik. Það er ekki annað hægt en að hrífast af íslenska lið- inu eins og það spilaði í gær. Það var vissulega lítil glansáferð á leik liðsins en agaður og skipu- lagður var hann. Engu að síður er niðurstaðan tap og ekkert stig eftir fyrstu tvo leikina. Ísland átti meira skilið úr leiknum en í knatt- spyrnu er ekki spurt að því. Grimm örlög Íslendinga á Parken Ótrúlegt klaufamark í uppbótartíma reyndist örlagavaldur íslenska landsliðsins í knattspyrnu er það sótti Dani heim á Parken. Agað íslenskt lið hélt Dönum í skefjum í 90 mínútur og átti meira skilið úr leiknum. BARÁTTA Heiðar Helguson og félagar börðust grimmilega í gær en stóðu eftir tóm- hentir. NORDIC PHOTOS/AFP BOLTINN LAK Í NETIÐ Kahlenberg fagnar hér sigurmarki sínu með félaga sínum. Birkir Már Sævarsson er bugaður enda markið einkar grátlegt fyrir íslenska liðið. NORDIC PHOTOS/AFP DANIR hafa skorað 19 mörk í röð gegn Íslandi á Parken. Það er ekki bara að Íslandi gangi illa að vinna á Park- en heldur virðist íslenska landsliðinu fyrirmunað að skora þar. Hermann Gunnarsson gerði það síðast árið 1967 í hinum fræga 14-2 leik. 19 FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson segir að það sé erfitt að vera ánægður eftir fyrstu tvo leiki Íslands í und- ankeppni EM 2012. Liðið tapaði báðum þessum leikjum en í gær tapaði Ísland fyrir Dönum ytra, 1-0. „Við erum stigalausir eftir tvo leiki og þetta gengur út á að fá stig. En ég er samt ánægður með margt sem liðið hefur verið að gera. Í kvöld vorum við mjög fínir í 90 mínútur og ég held að frammi- staða leikmanna hafi verið mjög góð. Ég held að allir hafi gengið sáttir af velli með frammistöð- una,“ sagði landsliðsþjálfarinn eftir leikinn í gær. Hann segir leikskipulag íslenska liðsins hafa gengið vel upp. „Við vorum með fínar upplýsingar um Danina og þó svo að liðið sé með nokkra nýja leikmenn beita þeir yfirleitt svipuðu leikskipulagi. Okkur tókst að lesa það nokkuð vel og við lentum ekki í teljandi vand- ræðum með að loka á þá. Þeir voru meira með boltann en við vorum búnir að ákveða að við myndum ekki stressa okkur á því.“ Eftir því sem leið á leikinn urðu Danir óþolinmóðari og Ólaf- ur sagiðst hafa reiknað með því. „Við vissum að þeir myndu þá taka ákveðna sénsa og yrðu óþolinmóð- ir og svekktir. Þá fóru þeir að gefa langar sendingar fram völlinn og mér fannst það gefa okkur fleiri sóknarfæri. En það vantaði smá brodd í okkur þá – að þora að vera á boltanum. En það kemur með reynslunni. - esá Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var svekktur eftir tapið gegn Dönum í gær: Er ekki ánægður með árangurinn GRIMMUR Eggert Gunnþór Jónsson stóð vel fyrir sínu í leiknum í gær. NORDIC PHOTOS/AFP HARÐUR Aron Einar Gunnarsson var sterkur á miðjunni. Dennis Rommedahl fær hér að finna til tevatnsins. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI „Þetta verður ekki mikið verra,“ sagði Aron Einar Gunn- arsson eftir tapið fyrir Dönum í gær. „Við hlupum og börðumst um allan völlinn og ætluðum að sýna og sanna fyrir íslensku þjóð- inni að við gætum þetta. En það var afar grimmt að fá þetta mark á okkur og ég veit varla hvort ég eigi að hlæja eða gráta.“ Aron er ánægður með framlag leikmanna í leiknum í gær. „Við getum gengið stoltir af velli og ég vona að íslenska þjóð- in sé líka stolt af okkur. Nú þýðir ekkert annað en að rífa sig upp og ná þremur stigum gegn Portú- gal því við eigum það skilið. Það sem gerðist í kvöld var ekki sann- gjarnt.“ - esá Aron Einar Gunnarsson: Þetta var ekki sanngjarnt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.