Fréttablaðið - 10.09.2010, Side 13

Fréttablaðið - 10.09.2010, Side 13
FÖSTUDAGUR 10. september 2010 13 OLÍUBORPALLUR BRENNUR Slysið í bor- pallinum 20. apríl kostaði ellefu manns lífið. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Breska olíufélag- ið BP hefur sent frá sér skýrslu um orsakir olíulekans mikla í Mexíkóflóa, sem sagður er eitt stærsta umhverfisslys sögunnar. Fyrirtækið segir sökina liggja bæði hjá því sjálfu og öðrum fyrirtækjum. Röð mistaka hafi átt sér stað og því farið sem fór. Skýrslan er 193 síður og var birt á vefsíðu fyrirtækisins. Nið- urstaðan er þó ekki endanleg, því enn á eftir að rannsaka mikil- væga þætti þess sem gerðist. Ljóst virðist þó að fyrirtækið ætlar að vísa frá sér hluta ábyrgðarinnar. - gb BP rannsakar olíulekann: Vísar frá sér hluta ábyrgðar DÓMSMÁL Morðingja Johns Lennon, Mark David Chapman, hefur enn á ný verið neitað um reynslulausn. Er þetta í sjötta sinn sem Chap- man sækir um lausn úr Attica- fangelsinu í New York-ríki, þar sem hann hefur verið fangi síðan árið 1981. Skilorðsnefnd fangelsisins segir að enn séu uppi áhyggjur um hið siðferðislega sinnuleysi sem Chapman sýndi þegar hann myrti bítilinn John Lennon í New York árið 1980. - sv Morðingi Johns Lennon: Neitað í sjötta sinn um lausn Kári kemur í Kára stað Kári P. Højgaard hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram að nýju til for- manns Sjálfsstjórnarflokks Færeyja, heldur víkja fyrir Kára frá Rógvi. Høj- gaard hefur verið formaður flokksins frá 2002. Þess má geta að Kári frá Rógvi er með doktorspróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. FÆREYJAR VAÐLAHEIÐI VIÐ EYJAFJÖRÐ Jarðgöng leysa af hólmi fjallveg um Víkurskarð. SAMGÖNGUMÁL Ræktunarsam- band Flóa og Skeiða ehf. á Sel- fossi bauð lægst í rannsóknar- boranir vegna Vaðlaheiðarganga en tilboðin voru opnuð hjá Vega- gerðinni á þriðjudag. Alls bárust fjögur tilboð í verkið og hljóðaði tilboð Ræktunarsambandsins upp á tæpar 36,9 milljónir króna, eða 78 prósent af kostnaðaráætlun. Um er að ræða 600 metra kjarna- borun og skal verkinu lokið 15. nóvember. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar var 47,3 milljónir króna og var næstlægsta tilboðið einnig undir kostnaðaráætlun en hin tvö tilboðin voru yfir kostnaðaráætl- un. - shá Rannsóknir vegna jarðganga: Lægsta tilboðið vel undir áætlun EFNAHAGSMÁL Hagkerfi heimsins hefur tekið hægar við sér eftir kreppuna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta er mat Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, í nýrri skýrslu um stöðu efnahags- mála sem birt var í gær. Stofnunin segir nokkra mánuði þurfa að líða áður en hægt verði að segja til um styrk heimshag- kerfisins. Sem stendur hamli atvinnuleysi og lækkandi fast- eignaverð vexti í einkaneyslu. Ríkisstjórnir heims verði að styðja betur við heimshagkerf- ið og halda stýrivöxtum lágum. Reynist erfitt að yfirstíga áhrif kreppunnar verði að grípa til aðgerða. OECD telur þrátt fyrir þetta ólíklegt að önnur kreppa sé hand- an við hornið. Hagvaxtarþróun er mjög mis- munandi eftir svæðum. Áætl- að var að hagvöxtur sjö stærstu iðnríkja heims yrði 1,75 prósent á fyrri hluta árs. Útlit er hins vegar fyrir að vöxturinn verði minni, eða nær 1,5 prósentum. Á sama tíma er reiknað með 2,0 prósenta hag- vexti í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi en aðeins 1,2 pró- senta vexti á þeim fjórða. Til samanburðar er reiknað með 0,4 prósenta hagvexti á evru- svæðinu á þriðja fjórðungi en 0,6 undir lok árs. - jab Hagkerfi heimsins taka hægar við sér eftir kreppuna en áætlanir gerðu ráð fyrir: OECD vill meiri ríkisstuðning SÓTT UM VINNU Mikið atvinnuleysi og lélegur fasteignamarkaður hafa gert löndum heimsins erfiðara um vik að stíga upp úr kreppunni en gert var ráð fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bryndís Ósk Þ. Ingólfsdóttir, Námufélagi og nemi í kvikmyndafræði La us n: kv ik m yn d at ja ld NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000 Aukakrónur fyrir Námufélaga * G ild ir í L au g ar ás b íó i, S m ár ab íó i, H ás kó la b íó i o g B or g ar b íó i m án .- fim . s é g re it t m eð N ám uk or ti E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 3 3 0 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Það er leikur að læra með Námunni. Náman leggur námsmönnum lið með því að bjóða hagstæðari kjör, betri yfirsýn yfir fjármálin, 2 fyrir 1 í bíó*, 150 fríar færslur á ári, Námu A-kort með Aukakrónusöfnun auk fjölda annarra fríðinda. Kíktu á Námuna á Facebook

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.