Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 6
6 13. september 2010 MÁNUDAGUR Fjárfestingarstefna Framtakssjóðs Íslands Hvernig eiga lífeyrissjóðirnir að koma að uppbyggingu atvinnulífsins? SVÞ boðar til opins morgunverðarfundar fi mmtudaginn 16. september kl. 8:30 í Gullteig B, Grand Hóteli Reykjavík. Frummælendur verða: • Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands • Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express • Hallbjörn Karlsson, fjárfestir Að loknum framsögum verður opið fyrir fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri: Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Þátttökugjald kr. 2.000, morgunverður innifalinn. Skráning: svth@svth.is eða í síma 511 3000. Komdu í heimsókn og gerðu góð kaup. Skoðaðu tilboðin á heimasíðu okkar, í september Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, telur að niðurstaða meirihluta þingmannanefndarinn- ar um ákærur á hendur fyrrver- andi ráðherrum sé röng. Þetta segir hann í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í gær. Hann lýsir vonbrigðum með niðurstöðuna og að það sé áfall fyrir sig að nafn hans sé nefnt í sömu andrá og Landsdómur. Það hefði hann aldrei getað ímyndað sér að myndi gerast. Verði hann ákærður verði það þungbær reynsla en hann óttist það þó ekki enda telur hann sig vera með hrein- an skjöld. Geir segist standa við þá sannfæringu sína að embætt- isfærsla hans sem for- sætisráðherra hafi ekki valdið banka- hruninu og það hafi hvorki verið á færi hans né annarra ráð - herra að koma í veg fyrir það á árinu 2008. „Held- ur ekki þeirra tveggja áhrifamiklu ráðherra, sem sátu í minni ríkis- stjórn, og sitja í æðstu valdastól- um í núverandi ríkisstjórn, en hafa af einhverjum ástæðum verið und- anþegnir umfjöllun þingmanna- nefndarinnar,“ segir Geir. Þar vísar hann til Jóhönnu Sigurðar- dóttur og Össurar Skarphéðins- sonar. Geir segir að það verði mikill áfellisdómur yfir störfum þing- mannanefndarinnar ef sakborn- ingar verði dregnir fyrir dóm og síðan sýknaðir. „Ábyrgð þing- manna er mikil þegar kemur að því að beita ákæruvaldi í fyrsta sinn í sögunni, eins og nú hefur verið lagt til. Hann segist ekki munu tjá sig meira fyrr en í dómsal ef til þess kemur. - sh Áfall að sjá nafn sitt nefnt í sömu andrá og Landsdómur, segir Geir H. Haarde: Geir segir niðurstöðuna ranga Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi utanríkisráðherra, segist í svari sínu til þingmannanefnd- arinnar hafa haldið viðskiptaráð- herra upplýstum um það sem máli skipti í aðdraganda hrunsins. Sjálf hafi hún hins vegar verið leynd upplýsingum. Ingibjörg segist ekki gera nein- ar athugasemdir við niðurstöð- ur skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem gefi rétta og raun- sanna mynd af aðdraganda hruns- ins. Hún gleðst yfir því að nefndin telji hana ekki hafa gerst seka um vanrækslu. Þó hafi hún aðra sýn en nefndarmenn á tiltekin atriði. Hún fullyrðir að þau Geir Haarde hafi lagt áherslu á að starfa í samræmi við þau valdmörk og verkskipt- ingu sem kveðið er á um í lögum. Það hafi verið á ábyrgð for- sætisráðherra að við- skiptaráðherra skyldi ekki vera boðaður á til- tekna fundi, en hún hafi þó haldið honum upplýst- um eins og hún gat. Þá hafi henni orðið það ljóst við lestur rannsókn- arskýrslunn- ar að ýmsum mikilvægum upplýsingum um stöðu fjár- málakerfisins hafi verið hald- ið frá henni. Komið hafi í ljós að fjármálakerfið var ekki aðeins ósjálfbært heldur hafi eigendur og stjórn- endur bankanna brotið alvarlega af sér og það hafi farið fram hjá öllum. „Þegar mál eru skoðuð í því ljósi verður heldur ankanna- legt að telja að ég hafi haft einhverja þá vitneskju eða afl sem þurfti til að forða fjármála- kerfi nu frá falli.“ - sh Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist sjálf hafa verið leynd upplýsingum: Hélt Björgvini upplýstum Björgvin G. Sigurðsson, fyrr- verandi viðskiptaráðherra, hafnar því alfarið að hafa gerst sekur um vanrækslu í starfi sínu. Hann seg- ist þó taka slík- ar ásakanir mjög alvarlega og eigi erfitt með að lifa með þeim. Þetta kemur fram í svörum Björg- vins við fyr- irspurn- um þing- manna- nefndar- innar. Hann hyggst ekki tjá sig frekar um málið fyrr en Alþingi hefur lokið afgreiðslu málsins. „Mér voru áreiðanlega mis- lagðar hendur í ýmsu,“ segir Björgvin í svari sínu. „Enginn er full- kominn og það gildir ekki síður um mig en aðra. En í erf- iðri stöðu lagði ég fram eins og ég gat best.“ Hins vegar segir hann að svo virðist sem honum hafi beinlínis verið haldið utan við formlega ráð- herrafundi þar sem fjallað var um efnahagsmálefni. Það stafi hugs- anlega af vinnuhefð í samsteypu- stjórnum. „Hitt er deginum ljós- ara að þetta vinnulag, sem hvergi er skráð formlega í stjórnskipan landsins, hefur sett á herðar mér ábyrgð vegna atburðarásar sem ég var þó samhliða sviptur rétti til að taka þátt í,“ segir Björgvin. „Það hlýtur að vera óumdeilt að enginn getur tekið afstöðu til upp- lýsinga sem hann hefur ekki undir höndum. Og enginn getur sýnt af sér vanrækslu með athafnaleysi með því að bregðast ekki við upp- lýsingum sem fram koma á fund- um sem hann veit ekki af.“ - sh Björgvin G. Sigurðsson hafnar vanrækslu en segist þó ekki fullkominn: Haldið utan við atburðarásina „Það er ekki alveg einfalt að henda reið- ur á því í hverju ásakanir um vanrækslu eru fólgnar öðru en því að stjórnvöldum mistókst ætlunarverk sitt,“ segir Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráð- herra, í svari sínu til þingmannanefnd- arinnar. Árni gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis fyrir að hafa dregið ályktan- ir um þátt stjórnvalda í hruninu út frá upplýsingum sem nefndin aflaði sér eftir hrun, en hefðu aldrei verið á vitorði þeirra sem sakaðir eru um vanrækslu þegar mikilvægar ákvarðanir voru teknar á sínum tíma. Vegna þessa sé grundvöllur sumra ályktana nefndarinnar brostinn. Árni fer jafnframt yfir vald- svið fjármálaráðherra og telur að flest það sem hann er gagnrýndur fyrir að hafa ekki gert hafi verið utan þess valdsviðs. Þeir gallar á skýrslunni „leiði til þess að ásakanir um vanrækslu séu á svo veikum grunni byggðar að þær fái ekki staðist“. - sh Árni M. Mathiesen segir stjórnvöldum bara hafa mistekist ætlunarverk sitt: Ásakanir um vanrækslu fá ekki staðist Mér voru áreiðanlega mislagðar hendur í ýmsu. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON FYRRVERANDI VIÐSKIPTARÁÐHERRA Ábyrgð þingmanna er mikil þegar kemur að því að beita ákæruvaldi í fyrsta sinn í sögunni. GEIR H. HAARDE FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA „Framkvæmdin á að vera nokkuð augljós af löggjöfinni, fari svo að þingið ákveði að kalla saman Landsdóm,“ segir Ásmundur Helga- son héraðsdómari, sem áður starfaði sem lög- fræðingur á Alþingi. „Þingið þarf að kjósa sérstakan sakóknara, sem mun reka málið áfram. Þingið kýs líka nefnd þingmanna sem verður saksóknara til stuðnings. Þegar Landsdómur kemur síðan saman verður málið rekið með svipuðum hætti og hvert annað dómsmál.“ Samkvæmt lögum um Lands- dóm kemur það í hlut saksókn- arans að útbúa ákæruskjal, sem byggt verður á ályktun þingsins. „Ákærður verður aðeins dæmd- ur fyrir þær sakir, sem tilgreindar eru í ályktun Alþingis,“ segir í lögunum. „Hins vegar er dómurinn ekki bundinn við refsikröfur saksóknara.“ Nokkur umræða hefur orðið um það að hin ákærðu hafi ekki notið réttarstöðu sak- bornings áður en ákæra er lögð fram. Ásmund- ur segir lögin um Landsdóm hins vegar ekki gera neina kröfu um það. „Það fer af stað sjálfstæð rann- sókn fyrir Landsdómi þar sem leiða á í ljós hvort þau sem eru ákærð eru sek. Það hefði vel verið hægt að ímynda sér þessa atburðarás þannig að einhver þingmaður hafi lagt fram þings- ályktunartillögu um að fara af stað með ákæru án þess að nokk- ur rannsókn hafi farið fram.“ - gb Héraðsdómari segir framhaldið liggja ljóst fyrir: Dómurinn ekki bundinn við refsikröfur saksóknara ÁSMUNDUR HELGASON SKÝRSLA ÞINGMANNANEFNDAR: Niðurstöður um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.