Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 13. september 2010 11 FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000 Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið þeirra er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 4 9 3 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Næstu námskeið 23. september kl. 20 Útibúið í Grafarholti, Vínlandsleið 30. september kl. 20 Útibúið í Keflavík, Hafnargötu 57 7. október kl. 20 Félagsmiðstöðin Hlymsdalir Miðvangi 6, Egilsstöðum Skráning og nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Á næstu fjármálakvöldum verður farið yfir helstu breytingar sem gerðar voru á réttindum og greiðslum lífeyrisþega frá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 2009. Starfsfólk á Réttindasviði TR kynnir breyting arnar og svarar fyrirspurnum ásamt sérfræðingum bankans. Allir velkomnir. Námskeið um réttindi lífeyrisþega landsbankinn.is/fjarhagur Blogg og hljóðpistlar um fjármál. STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn, einn fyrir hvort ráðuneytið sem hann er nú yfir. Halla Gunn- arsdóttir hefur verið ráðin aðstoðar- maður hans í dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytinu. Halla var áður aðstoðarmað- ur hans í heil- brigðisráðu- neytinu. Hún er menntaður kennari og var áður blaðamað- ur á Morgun- blaðinu. Einar Árna- son hefur verið ráðinn til aðstoðar í samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytið. Einar er hag- fræðingur og hefur meðal annars starfað fyrir Þjóðhagsstofnun, Landssamband eldri borgara og BSRB. - sh Tveir aðstoðarmenn ráðnir: Halla og Einar til Ögmundar EINAR ÁRNASON HALLA GUNNARSDÓTTIR DANMÖRK Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Brian Mikk- elsen, atvinnu- og efnahagsráð- herra Danmerkur, segja danska velferðarkerfið í hættu ef ekki tekst að skapa hagvöxt svo um munar næstu misserin. Þetta sögðu þeir eftir fund með hagvaxtarráði Danmerkur, þar sem sérfræðingar í efnahags- málum drógu upp dökka mynd af framtíðarhorfunum. „Við framleiðum einfaldlega of lítil verðmæti, þegar við vinnum. Samt erum við með ein hæstu laun í heimi,“ er haft eftir Lars Nørby Jensen, formanni ráðsins, á vefsíðu danska blaðsins Politik- en. - gb Svartar horfur í Danmörku: Velferðarkerfið sagt í hættu LARS LØKKE RASMUSSEN Danski for- sætisráðherrann telur velferðarkerfið í hættu aukist hagvöxtur ekki í landinu. Eldur í vörubíl Dælubíll frá slökkviliði höfuðborgar- svæðisins var sendur að Norðlinga- skóla í Norðlingaholti í gærdag eftir að tilkynnt var um eld í vörubíl við skólann. Svo virðist sem kveikt hafi verið í rusli og öðru lauslegu sem staflað var fyrir framan bílinn. Að lokum barst eldurinn í vörubílinn en það tók slökkviliðismenn skamma stund að slökkva eldinn. Bíllinn er talsvert skemmdur. LÖGREGLUFRÉTTIR ÍRAK Í föstumánuðinum ramadan var sýnd- ur í írösku sjónvarpi grínþáttur með falinni myndavél, þar sem gamanið varð harla grátt. Frá þessu er skýrt á vefsíðu þýska tímarits- ins Spiegel. Þekktir Írakar voru leiddir í gildru hver af öðrum. Þeim var boðið að koma fram í umræðuþætti, en á leiðinni þurftu þeir eins og gengur að fara í gegnum nokkrar eftirlits- stöðvar. Ein þeirra var hins vegar ekki alvöru. Þar tóku á móti þeim tugir leikara, klæddir að hermannasið, sem þóttust finna sprengju í bifreið frægu mannanna. Upphófust þá mikil öskur plathermann- anna: „Þú ert hryðjuverkamaður,“ hrópuðu þeir, og „Hvers vegna viltu sprengja okkur í loft upp?“ Fórnarlömb spaugaranna urðu æ örvænt- ingarfyllri eftir því sem öskrin urðu hávær- ari, og flestir enduðu í handjárnum liggjandi á götunni. Allt var þetta svo sýnt í sjónvarpinu, lands- mönnum til skemmtunar. „Til Bucca með hann“ heitir þátturinn, en Bucca var alræmt fangelsi sem Bandaríkja- her starfrækti í landinu til ársins 2009. - gb Þekktir Írakar leiddir í gildru hver af öðrum í óvenjulegum sjónvarpsþætti: Þóttust finna sprengju í bíl frægra manna FYLGST MEÐ SJÓNVARPINU Kímnigáfa Íraka á það greinilega til að verða nokkuð grimm. NORDICPHOTOS/AFP STÓRIÐJA Varnarbúnaður brást við með eðlilegum hætti og aftengdi álver Norðuráls frá raforkukerf- inu þegar bilun varð í háspennu- búnaði álversins fimmtudaginn 9. september,“ segir í tilkynningu frá Landsneti vegna bilunar sem olli skammhlaupi um mest allt land. Landsnet hefur að því er fram kemur í tilkynningunni þegar gert ráðstafanir til að reyna að koma í veg fyrir að slíkar trufl- anir valdi almennum notendum vandræðum í framtíðinni. Bilunin í álveri Norðuráls: Skammhlaup í háspennubúnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.