Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 12
12 13. september 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þingmanna- nefndin Helga Vala Helgadóttir laganemi HALLDÓR SPORTSMAN BIG BOSS® 800 EFI NÝ SENDING KOMIN VINNUÞJARKUR Komdu við hjá okkur að Kletthálsi 15 og kynntu þér sexhjólin frá POLARIS Þingmannanefnd Alþingis kolféll á próf-inu. Nefndin er þríklofin. Klofningurinn fer algjörlega í einu og öllu eftir flokkspólit- ískum línum. Vinstri græn, Framsókn og Hreyfing vilja draga fjóra fyrrum ráðherra fyrir Landsdóminn. Báðir þingmenn Sam- fylkingar vilja undanskilja fyrrum banka- málaráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson og þriðji klofningurinn, sem inniheldur báða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, komst sameiginlega að þeirri niðurstöðu að engan fyrrum ráðherra skuli sækja til saka. Það er einstaklega ótrúverðugt hvern- ig nefndarliðar skiptast í lið eftir því hvort þeirra flokkur sat í ríkisstjórn við fall bankanna. Nefndin talar einum rómi þegar kemur að gagnrýni á stjórnsýsluna og eftir- litsstofnanir. Þegar nefndin þarf hins vegar að taka á þeim málum sem snerta flokk- ana sjálfa splundrast samstaðan og flokks- pólitíkin ræður öllu. Hefði skoðun fram- sóknarþingmanna í nefndinni verið önnur ef hægt væri að ákæra þá ráðherra Framsókn- arflokksins sem báru ábyrgð á einkavæð- ingu bankanna? Hefði skoðun sjálfstæð- isþingkvenna verið önnur ef um væri að ræða ákærur á ráðherra núverandi ríkis- stjórnar? Fram hefur komið að ekki náðist samstaða í nefndinni um hvort rannsaka þyrfti einkavæðingu bankanna sérstaklega og þar voru það einmitt þingmenn þess- ara tveggja einkavæðingarflokka sem voru því andsnúnir. Með þessum flokkspólitíska klofningi þingmannanefndarinnar kemur manni fyrir sjónir Alþingi sem hefur ekkert breyst. Hagsmunir flokkanna og sérhags- munir ráða þar enn ríkjum rétt eins og var fyrir hrun. Þingmannanefnd Alþingis tók undir þann áfellisdóm yfir stjórnsýslunni og eftirlits- stofnunum sem lesa má í rannsóknarskýrslu Alþingis. Var nefndin sammála um að ýmis- legt hefði farið úrskeiðis í aðdraganda bankahrunsins. En Alþingi er ein þessara eftirlitsstofnana sem hafa brugðist stórkost- lega og bregst enn. Þingmenn virðast ekki hafa ráðið við þetta verkefni. Með flokks- gleraugun á nefinu verður niðurstaðan eins og hún hefur nú birst okkur og traust almennings á störfum Alþingis minnkar í samræmi við getuleysi þingmannanna. Það æpir á mann að sú aðferð, að þing- menn taki ákvarðanir um ákærur á hendur ráðherrum, er kolröng. Margir gagnrýndu þetta fyrirfram en svona eru lögin. Þeim þarf augljóslega að breyta, en gert er gert, niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Nú þarf Alþingi að ákveða framhaldið. Hvort það verða þingmenn flokkanna eða þing- menn þjóðarinnar sem greiða atkvæði um þingsályktunartillögurnar á eftir að koma í ljós. Þingmannanefndin féll á prófinu Hjón í Landsdómi? Nú kann svo að fara að Alþingi kalli saman Landsdóm til að rétta yfir fyrrverandi ráðherrum. Grípa þarf til sérstakra ráðstafana eigi ekki svo að fara að hjón verði meðal dómendanna fimmtán því það mundi stangast á við hæfisreglur laga um Landsdóminn sem banna að þar sitji hjón og náin skyldmenni. Einn fimm hæstaréttardómara í Landsdómi er nú Markús Sigurbjörnsson. Prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands á einnig að sitja í dóminum. Þar koma til greina þau Björg Thoraren- sen, eiginkona Markúsar Sigurbjörnssonar, og Eiríkur Tómasson. Ekki virðist ljóst hvort þeirra eigi sætið. Kynjahlutfallið? Beri Björgu sætið yrðu sjö konur en átta karlar í Landsdómi. Víki Björg fyrir Eiríki yrði kynjahlutfallið sex á móti níu. Víki hins vegar Markús tæki sæti hans Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann er næstur inn samkvæmt starfsaldurs- röð hæstaréttardómara. Á eftir honum kemur Jón Steinar Gunnlaugsson. Að þeim frátöldum eru utan Lands- dóms úr hópi hæstarétt- ardómara Páll Hreinsson, sem var formaður rannsókn- arnefndar Alþingis, og kemur varla til greina af þeim sökum og svo Viðar Már Matthíasson, sem var skipaður í réttinn fyrir fáum dögum. Viðar var einmitt formaður svokallaðrar yfirtöku- nefndar, sem var margoft gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í aðdraganda hrunsins. Úr þingflokki í Landsdóm? Spurningar hljóta að vakna um hæfi fleiri dómenda í Landsdómi. Það á til dæmis við um Dögg Pálsdóttur hæstaréttarlögmann, sem var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og sat á Alþingi í forsætisráðherra- tíð Geirs H. Haarde haustið 2007, vorið 2008 og síðast í aðdraganda þingkosninganna 2009. peturg@frettabladid.is S kýrsla þingmannanefndarinnar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er um margt merkilegt plagg. Í upphafi hennar er að finna vitnisburð um að stjórnmála- menn á Íslandi vilji taka höndum saman um að læra af mis- tökunum, sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og drógu svo rækilega fram hina mörgu veikleika íslenzkra stjórnmála og stjórnsýslu. Þannig vilja nefndarmenn að gagnrýni á íslenzka stjórnmála- menningu verði tekin alvarlega og dreginn af henni lærdómur. Þeir telja rannsóknarskýrsluna áfellisdóm yfir stjórnmálamönn- um og stjórnsýslu og vilja að „allir horfi gagnrýnum augum á eigin verk og nýti tækifærið sem skýrslan gefur til að bæta samfélagið“. Það dregur þó óneitanlega úr vægi þessara yfirlýsinga að nefndin féll í gamalkunnuga gryfju flokkshagsmunagæzlu þegar kom að spurningunni um það hvort ákæra ætti einhverja fyrrverandi ráð- herra fyrir Landsdómi. Þar mistókst að ná sameiginlegri, sannfær- andi niðurstöðu. Á sama veg fór er nefndin ræddi hvort efna ætti til frekari rannsóknar á því hvernig staðið var að einkavæðingu ríkis- bankanna. Þar tókst fulltrúum flokkanna, sem stóðu að einkavæð- ingunni, að koma í veg fyrir að nefndin legði slíka rannsókn til. Alþingi þarf á næstunni að taka afstöðu til þess hvort fyrrver- andi ráðherrar verði ákærðir fyrir Landsdómi, eins og meirihluti nefndarinnar leggur til. Það er mikið vafamál að það sé rétta leiðin til að gera upp hrunið. Í fyrsta lagi hefur verið bent á að lögin um Landsdóm séu úrelt og taki ekki mið af þróun réttarfars. Ákveðin þversögn virðist fólgin í því að þingmannanefndin í heild leggur til að lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm verði endurskoðuð, en samt vill meirihluti hennar ákæra samkvæmt þeim. Í öðru lagi benda menn á að það sé í meira lagi hæpið að það komi í hlut stjórnmála- manna að rannsaka mál og ákæra í þeim. Það sé þá nær að ákæra ráðherra fyrir hefðbundnum dómstólum, að lokinni venjulegri saka- málarannsókn, séu þeir grunaðir um refsivert athæfi. Í þriðja lagi hlýtur að vera hæpið að ákæra þrjá eða fjóra ráðherra þegar það liggur fyrir að það var meira og minna allt stjórnkerfið sem var rotið – og búið að vera það lengi. Því miður er hætt við að mest púður fari á Alþingi í rifrildi um Landsdómsmálið og þá falli í skuggann margar góðar og brýnar tillögur, sem þingmannanefndin varð sammála um. Þar á meðal er að taka í gegn bæði pólitíkina og stjórnsýsluna með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar, gera rannsóknir á lífeyrissjóð- um, sparisjóðum, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti og breyta marg- víslegum lögum og reglum. Tilgangurinn er sá að styrkja íslenzk stjórnmál og stjórnsýslu og koma þeim upp á það plan sem tíðkast í löndunum sem við viljum helzt bera okkur saman við. Að þessu leyti horfir þingmannanefndin í skýrslu sinni til fram- tíðar og vill leggja nýjan grundvöll sem tryggi að mistökin sem urðu í aðdraganda hrunsins endurtaki sig ekki. Sú viðleitni má ekki týnast í karpi um fortíðina og þrá eftir að klekkja á þeim sem sátu í valdastólum þegar hrunið dundi yfir. Ísland þarf miklu fremur á framtíðarsýn að halda. Flokkshagsmunagæzla veikir skýrslu þing- mannanefndarinnar. Framtíð eða fortíð? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.