Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 47
MÁNUDAGUR 13. september 2010 23 Rokksveitin XIII sendir frá sér tvöföldu plöt- una Black Box í dag. Þar verða öll bestu lög sveitarinnar ásamt sjö nýjum lögum sem voru tekin upp í sumar. „Við erum búnir að spila mikið undanfarið ár og höfum fundið fyrir miklum áhuga,“ segir forsprakkinn Hallur Ingólfsson. „Fólk var alltaf að spyrja hvort það væru ekki til plötur með okkur og við sögðumst vera búnir að gera fullt af plötum sem væru ekki til leng- ur. Þannig að við ákváðum að kýla á þetta og gera nýtt efni líka,“ segir hann. „Það sem er athyglisvert er að þegar við erum að spila koma margir ungir krakkar sem þekkja öll lögin. Okkur hálf brá til að byrja með.“ Eigendum Black Box gefst kostur á að hlaða niður öllum fyrri plötum XIII á stafrænu formi, endurgjaldslaust. Um er að ræða plöt- urnar Salt, Serpentyne og Magnifico Nova sem allar hafa verið endurhljóðblandaðar í tilefni af útgáfu Black Box. Einnig fylgir með veglegur 32 síðna bæklingur þar sem farið er yfir langa og viðburðaríka sögu sveitarinnar í máli og myndum. XIII, sem var stofnuð 1993, hefur verið iðin við tónleikahald síðan hún tók aftur til starfa haustið 2009 eftir langt frí. Hallur, sem syng- ur og leikur á gítar, leiðir XIII sem fyrr en með honum leika Eiríkur Sigurðsson á gítar, Jón Ingi Þorvaldsson á bassa og Birgir Jóns- son á trommur. Útgáfutónleikar verða á Sódómu Reykja- vík á föstudaginn. Nánari upplýsingar um sveitina má finna á síðunni XIII.is, sem og á Myspace- og Facebook-svæðum hennar. - fb XIII Rokksveitin sendir frá sér tvöföldu plötuna Black Box í dag. Kolsvartur pakki frá XIII Noel Gallagher, gáfaða bróðurn- um úr Oasis, liggur ekkert á að taka upp nýtt efni fyrir sólóplötu sína. Hann ætlar að einbeita sér að komandi erfingja. Noel yfir- gaf Oasis í ágúst á síðasta ári eftir að hafa lent í slag við yngri bróður sinn, Liam. Þeir bræður hafa reyndar ekki átt skap saman og þetta var síður en svo í fyrsta skipti sem þeim tveimur lenti saman. Noel tilkynnti skömmu síðar að hann hygðist hefja sóló- feril en einhver bið verður á því að nýtt efni heyrist frá honum. „Við erum að flytja, konan mín er komin níu mánuði á leið og ég ætla bara að vera í bleyjuskiptum eitthvað fram á næsta ár,“ sagði Gallagher sem er kvæntur Söru MacDonald. Noel frestar plötuútgáfu EINBEITIR SÉR AÐ BARNI Noel Gallagher hyggst einbeita sér að komandi erfingja og því verður bið á útgáfu með sólóefni frá honum. Willow Smith, níu ára gömul dóttir leikarahjónanna Wills Smith og Jada Pinkett Smith, er að hasla sér völl innan tónlistar- geirans. Fyrsta smáskífa stúlk- unnar hefur lekið á Netið og fær afbragðs dóma, meðal annars frá gagnrýnanda LA Times. Lag- inu „Whip my hair“ er sagt geta verið frá stórstjörnum á borð við Rihönnu og Keri Hilson og þykir Willow Smith hafa alla burði til að ná langt á sviði tónlistar. Svo virðist sem Smith-börnin vilji feta í fótspor foreldra sinna og leggja leið sína í skemmtana- bransann en sonur þeirra, Jaden Smith, er búinn að ná töluverð- um vinsældum eftir hlutverk sitt í Karate Kid-myndinni sem var frumsýnd í sumar. Smith-barnið í tónlistina NÆSTA SMITH-STJARNA Willow Smith er spáð frægð og frama en hún er aðeins níu ára gömul. NORDICPHOTOS/GETTY Hjónin David og Victoria Beck- ham leika saman í sjónvarpsaug- lýsingu fyrir nýtt ilmvatn sem ber nafnið Intimately Beckham. Auglýsingin er nýfarin í loftið og þykir af svæsnari gerðinni. Sögu- þráðurinn er einfaldur en hjónin eru saman í lyftu að láta vel hvort að öðru og er meðal annars látið líta út fyrir að frú Beckham sé nakin. Þegar lyftan er komin á áfangastað sést fótboltastjarnan þurrka varalit af vörum sínum og brosandi Victoria stígur út. Ilm- vatnið er það fimmta sem hjónin búa til saman en þau hafa verið gift í ellefu ár og eiga saman þrjá syni. Victoria nakin í lyftu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.