Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 2
2 15. september 2010 MIÐVIKUDAGUR FÉLAGSMÁL Vistheimilanefnd hefur skilað Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra skýrslu um starfsemi vistheimilisins Silungapolls, vistheimilisins Reykjahlíðar og heimavistarskól- ans á Jaðri. Nið- urstöður skýrsl- unnar verða kynntar í dag. Róbert R. Spanó, formað- ur nefndarinn- ar, segir að í framhaldinu verði unnin úttekt á Unglingaheimili ríkisins og Upp- tökuheimili ríkisins. Stefnt er að því að skila niðurstöðu á vormán- uðum, sem og samantekt um öll störf nefndarinnar. Róbert segir ekki útilokað að ákveðið verði að kanna fleiri heimili, en nefndin muni ákveða það á næstu vikum. - bj Vistheimilanefnd skilar skýrslu: Niðurstaða um Silungapoll RÓBERT R. SPANÓ SVEITARFÉLÖG „Skíðaíþróttin er ein besta fjölskylduíþrótt sem völ er á,“ segir stjórn Skíðasvæða höfuð- borgarsvæðisins sem vill að aðild- arsveitarfélögin verji samtals 768 milljónum í snjóframleiðslutæki í Bláfjöll og Skálafelli. Í erindi stjórnar Skíðavæðanna frá því í júní til sveitarfélaganna tólf sem aðild eiga að skíðasvæðun- um kemur fram að unnin hafi verið kostnaðaráætl- un sem miðist við að hægt sé að koma snjófram- leiðslutækjun- um upp í fjórum áföngum. Fyrsti áfangi myndi kosta 263 millj- ónir króna og fela í sér tæki í Kóngsgili og í byrjendabrekku í Bláfjöllum. Annar áfangi yrði í Skálafelli og kostaði 273 milljón- ir. Þriðji áfanginn fæli í sér tæki á suðursvæði Bláfjalla þar sem kostnaður yrði 150 milljónir króna. Lokaáfanginn, á 82 milljónir, yrði í Eldborg í Bláfjöllum. Diljá Ámundadóttir frá Besta flokknum er fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Skíðasvæðanna og nýr for- maður stjórnarinnar. Þegar leit- að var eftir upplýsingum frá Diljá í gær sagðist hún „að sjálfsögðu“ hafa skoðun á málinu en að hún vildi „síður vilja ræða“ það fyrr en að loknum sínum fyrsta stjórn- arfundi eftir helgi. Stjórn Skíðasvæðanna legg- ur í erindi sínu áherslu á sveiflur í rekstrinum á síðustu tíu árum. „Suma vetur hefur verið opið í 120 til 130 daga samtals en aðra aðeins fimm daga,“ segir í bréfi stjórnarinn- ar sem bendir á að frá því að snjóframleiðsla hófst á skíðasvæði Akureyrar fyrir sex árum hafi gest- um fjölgað jafnt og þétt. Auk þess sem opnun- artími skíðasvæðanna myndi aukast til muna er bent á að nýting fastafjár- muna yrði betri og rekst- urinn stöðugri með snjó- framleiðslunni. „Raunsætt er að opna svæðið á tímabilinu 1. til 15. desember ár hvert. Möguleiki er að hafa opið um jólahátíðarnar en á þeim tíma koma margir í fjöllin. Þau hláku- tímabil sem koma alltaf á hverju ári munu hafa minni áhrif á opnun og að lokum er tryggt að eiga alltaf nægan snjó um páska,“ segir stjórn- in í bréfinu. Því er beint til sveit- arfélaganna að fram- kvæmdir hefjist sem fyrst. „Eitt vinsælasta fjölskyldusport landsins er í húfi,“ segir stjórn- in. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert sveitarfélaganna tólf afgreitt erindi Skíða- svæðanna. Málið hefur til dæmis verið tekið fyrir í bæjarráði Kópa- vogs sem ítrekaði fyrri afstöðu um að meiri upplýsingar vanti um uppbygginguna áður en unnt sé að taka afstöðu til málsins. gar@frettabladid.is Áætla 768 milljónir í snjóframleiðslutæki Stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins vill fá 768 milljónir króna í snjófram- leiðslutæki í Bláfjöll og Skálafell. Sveitarfélögin hika en skíðamenn segja að tryggja þurfi nægan snjó. Ein vinsælasta fjölskylduíþrótt landsmanna sé í húfi. DILJÁ ÁMUNDADÓTTIR BLÁFJÖLL Vegna snjóleysis hefur suma vetur aðeins verið opið í fimm daga á skíða- svæðum höfuðborgarsvæðisins. Mikið fjör var í fyrstu opnun ársins 2010 í Bláfjöll- um. Það var 1. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Suma vetur hefur verið opið í 120 til 130 daga samtals en aðra aðeins fimm daga. ÚR BRÉFI STJÓRNAR SKÍÐASVÆÐANNA Ívar, voru þetta hinar títt- nefndu öldur ljósvakans? „Ja, við eigum nú að vera bestir í tónlist þannig að ætli þetta hafi ekki verið tónaflóð.“ Vatn flæddi inn í húsnæði útvarpsstöðva 365 í úrhellinu í fyrradag. Ívar Guð- mundsson er dagskrárstjóri Bylgjunnar. LÖGREGLUMÁL Karlmaður hefur gefið sig fram við lögregluna á höf- uðborgarsvæðinu eftir að fjölmiðlar fjölluðu um mann sem átti að hafa sýnt börnum ósæmilega kynferð- islega hegðun í Laugarneshverfi í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Lýsingin sem gefin var gat átt við þann sem gaf sig fram en hann sór af sér atburðarás sem átti að hafa gerst og lögregla sá ekki ástæðu til frekari afskipta af honum. Maðurinn gaf sig fram á sunnu- dag. Hann hafði verið á svæðinu þar sem áreitið var sagt hafa átt sér stað á föstudag. Tveir dreng- ir báru að orðaskipti hefðu átt sér stað milli þeirra og mannsins, sem hefði gert þeim tilboð á kynferðis- legum nótum. Hann kannaðist ekki við slíkt þegar hann gaf sig fram hjá lögreglu. Lögregla telur hugs- anlegt að einhver misskilningur hafi verið á ferðinni, en orð stendur gegn orði, drengjanna annars vegar og mannsins hins vegar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Málið er því enn til rannsóknar. Lögregla gerði mikla leit að meintum barnaníðingi á föstudag- inn, eftir að tilkynningin hafði bor- ist. - jss Karlmaður gaf sig fram eftir leit lögreglu á barnaníðingi í Laugarneshverfi: Sver af sér kynferðislega áreitni LÖGREGLUSTÖÐIN Maðurinn gaf sig fram á sunnudaginn. TÆKNI Þeir sem spila tölvuleiki sem reyna á hröð viðbrögð eru fljótari að taka réttar ákvarðanir, en þeir sem ekki spila slíka leiki, samkvæmt niðurstöðum vísinda- manna við Rochester-háskóla í Bandaríkjunum. Þeir sem spiluðu tölvuleiki, til dæmis svokallaða skotleiki, reyndust fljótari að taka afstöðu í prófum vísindamannanna en samanburðarhópurinn. Þrátt fyrir það tóku þeir ekki oftar ranga ákvörðun en hinir. Vísindamennirnir benda á að tölvuleikir gætu verið góð þjálf- un fyrir sérfræðinga sem þurfa að geta tekið ákvarðanir hratt, til dæmis lækna sem starfi á átaka- svæðum. - bj Hraðir tölvuleikir bæta færni: Fljótari að taka ákvarðanir FÆRNI Fólk tekur ákvarðanir byggðar á stanslausum útreikningi á líkum. Þeir sem spila hraða tölvuleiki bæta þá færni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPURNING DAGSINS – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is Ég man ekki up pskrifti na en ég m an í hv erju ég var þegar é g eldað i FRAKKLAND Um tvö þúsund manns þurftu að yfirgefa Eiffelturninn í París og næsta nágrenni í gærkvöldi eftir að nafnlaus sprengjuhótun barst fyrirtækinu sem á turninn. Rýmingin gekk vel og virtist fólkið rólegt þegar því var skip- að að yfirgefa svæðið. Fram kemur á vef BBC að lögregla hafi strengt lögreglu- borða í kringum turninn. Leitað var með hundum í turninum og í Champ de Mars-garðinum sem turninn stendur í. Frönsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað sinn við ýmsa ferðamannastaði, meðal annars vegna hættu á hryðjuverkum. - bj Lögregla rýmir Eiffelturninn: Nafnlaus hótun barst eigendum EGYPTALAND, AP Önnur umferð viðræðna Ísraela og Palestínumanna fór fram í borginni Sharm El- Sheikh í Egyptalandi í gær og stóð í tæpar tvær klukkustundir. Ekki var að sjá að nein niðurstaða fengist um framkvæmdir á vegum eða í þágu ísraelskra land- tökumanna, en Palestínumenn hafa hótað því að hætta viðræðum ef þær framkvæmdir hefjast á ný. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínu- manna, sagði að í væntanlegum viðræðum væri mikilvægast að byrja á að ræða legu væntanlegra landamæra ríkjanna tveggja, Ísraels og Palestínu. „Ef þú vilt velja réttu leiðina, þá ættu landamær- in að koma fyrst. Ef þú vilt ekki ná samkomulagi, þá skaltu velja einhverja aðra leið,“ sagði hann. Mark Regev, talsmaður Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði hins vegar nauð- synlegt að Palestínumenn sýndu sveigjanleika. „Ef væntingarnar eru þær að einungis Ísraelar eigi að sýna sveigjanleika þá er það ekki uppskrift að árangri.“ - gb Palestínumenn vilja að landamærin verði fyrsta efni viðræðna við Ísraela: Engin sátt um landtökurnar MEÐ BROS Á VÖR Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, á milli þeirra Benjamins Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmouds Abbas, forseta Palestínustjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ákærður fyrir háskaakstur Rúmlega þrítugur maður hefur verið ákærður fyrir háskaakstur á höfuð- borgarsvæðinu. Maðurinn sinnti ítrek- að ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Auk þessa er maðurinn ákærður fyrir ítrekaðan fíkniefnaakstur og umferð- arlagabrot. Valdur að heilaskaða Ríkissaksóknari hefur ákært karl á fimmtugsaldri fyrir stórfellda líkams- árás í mars 2009. Manninum er gefið að sök að hafa slegið annan mann með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlegan heilaskaða. Krafist er 41 milljónar í miskabætur. DÓMSMÁL ÍTALÍA Lögreglan á Ítalíu hefur lagt hald á eignir að andvirði 227 milljarða króna hjá ítölskum viðskiptajöfri sem grunaður er um tengsl við mafíuna. Þetta er hæsta upphæðin sem tekin hefur verið vegna máls tengdu mafí- unni, að því er segir á vef BBC. Viðskiptajöfurinn Vito Nicastri hafði fjárfest háar upphæðir í verkefnum tengdum endurnýjan- legri orku. Samkvæmt frétt BBC líta skipulögð glæpasamtök á þann iðnað sem heppilega leið til að þvætta peninga. - bj Lögðu hald á fé mafíósa: Festi fé í endur- nýjanlegri orku

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.