Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 6
6 15. september 2010 MIÐVIKUDAGUR létt&laggott Ert þú sátt(ur) við niðurstöðu þingmannanefndarinnar um rannsóknarskýrslu Alþingis? JÁ 46,3% NEI 53,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú orðið vitni að kyn- þáttafordómum hér á landi? Segðu þína skoðun á visir.is VIÐSKIPTI Verslanir 10-11 hafa verið teknar út úr Haga-samstæðunni og verða þær settar í opið söluferli á næstu mánuðum. Þetta jafngild- ir því að Hagar verði í kringum þrjátíu prósentum minni en áður. Matvöruverslanir Haga verða eftir þetta 38 í stað 61. Með sölu 10-11 er ætlunin að dreifa eignarhaldi á matvöru- markaði og gefa fleirum kost á því að láta að sér kveða á markaðnum, að því er segir í tilkynningu frá Arion banka. Rekstri Haga var skipt upp í vor og nokkrar einingar færðar inn í aðskilin dótturfélög. Verslanir 10- 11 fóru inn í eitt félag. Höskuldur H. Ólafsson, banka- stjóri Arion banka, segir ekki stefnt að því að selja fleiri versl- anir úr Haga-samstæðunni aðrar en verslanir 10-11 og þær tísku- verslanir sem samið var um að Jóhannes Jónsson, stofnandi Bón- uss, fái að kaupa. Enga klásúlu er að finna í bókum Arion banka sem bann- ar Jóhannesi að kaupa verslanir 10-11. Í samkomulagi hans við Arion banka á dögunum felst hins vegar að Jóhannesi og fjölskyldu hans er meinuð samkeppni við Haga á matvörumarkaði á næstu átján mánuðum. Höskuldur telur mjög líklegt að matvörukeðjan verði seld áður en fresturinn renn- ur út. - jab Ólíklegt að Jóhannes í Bónus og fjölskylda hans kaupi matvörukeðjuna 10-11: Hagar minnka um þriðjung með sölu 10-11 Verslanir 10-11 hafa verið starf- ræktar frá árinu 1991 og verið hluti af Hagasamstæðunni frá 1999. Þær eru nú 23 talsins víða á höfuðborgarsvæðinu, í Reykja- nesbæ og á Akureyri. Starfsmenn verslunarinnar eru 230 talsins. Verslanir 10-11 STJÓRNMÁL „Þetta var argasti dóna- skapur,“ segir Sigríður Magnús- dóttir, formaður Arkitektafélags Íslands, um framkomu Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylk- ingarinnar, á fundi umhverfis- nefndar Alþingis fyrir hálfum mánuði. Fulltrúar Arkitektafélagsins voru kallaðir á fund umhverfis- nefndarinnar 30. ágúst. Félagið hafði áður veitt umbeðna umsögn um frumvarp til mannvirkjalaga og til skipu- lagslaga sem ræða átti á fund- inum. Sigríður og tveir félagar hennar komu á fund nefndarinn- ar. „Mörður mætti okkur með miklum fordómum gagnvart því starfi sem arkitektar eru að vinna og fór með miklar rangfærsl- ur eins og jafnan er þegar menn þekkja ekki vel til. Hann taldi að allt sem illa hefði farið í mann- gerðu umhverfi á Íslandi væri vegna aðkomu arkitekta,“ lýsir Sigríður. Sigríður segist hafa sent for- manni nefndarinnar, Ólínu Þor- varðardóttur, sem er flokks- systir Marðar, tölvuskeyti eftir fundinn. „Ég sagði að þetta hefði komið okkur verulega á óvart og við værum hugsi yfir framkomu þingmannsins,“ segir Sigríður. Mörður Árnason segist ekki hafa heyrt af bréfi formanns Arkitektafélagsins. Það komi honum mjög á óvart að arki- tektarnir skuli hafi móðgast og kveinkað sér undan orðum hans sem sögð hafi verið í samræðum í léttum dúr. Arkitektarnir hafi á fundinum sagst hafa áhyggjur af stöðu byggingarlistar á Íslandi. „Ég sagði að arkitektar bæru sinn hlut ábyrgðarinnar á því að byggingarlist á Íslandi sé með því móti sem raun ber vitni. Arkitekt- ar eru ákaflega misjafnir eins og aðrar starfsstéttir. Sumir þeirra eru frábærir listamenn. Aðra arkitekta hefur því miður hent að láta faglegan heiður víkja fyrir peningasjónarmiðum,“ útskýrir Mörður. Ólína Þorvarðardóttir seg- ist engar athugasemdir hafa við framgöngu Marðar. „Mín skoðun er sú að hann hafi verið að tala í hálfkæringi og verið frekar grínaktugur um ljótar bygging- ar sem væru teiknaðar af arki- tektum. Ég held að ummælum Marðar hafi alls ekki verið ætlað að gera lítið út arkitektum,“ segir formað- ur umhverfisnefndar. „Við höfðum ekki húmor fyrir þessu en kannski er þetta ný teg- und af íslenskri fyndni,“ segir formaður Arkitektafélagsins. gar@frettabladid.is Arkitektar móðgast á fundi þingnefndar Formaður Arkitektafélagsins kvartaði undan framgöngu Marðar Árnasonar á fundi hjá umhverfisnefnd Alþingis. Mörður segir suma arkitekta hafa látið fag- legan heiður víkja fyrir peningasjónarmiðum. Það hafi verið sagt í léttum dúr. ÓLÍNA ÞORVARÐ- ARDÓTTIR SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR MÖRÐUR ÁRNASON Þingmaðurinn segist ekki skilja hvers vegna arkitektar kveinki sér undan orðum hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DANMÖRK Danska lögreglan og Evrópulögreglan EUROPOL aug- lýstu í gær eftir upplýsingum um sprengju- manninn, sem særðist lítillega þegar sprengja sprakk á hótel- salerni í Kaup- mannahöfn á föstudaginn var. Myndir voru birtar af mann- inum, hann sagður um þrítugt af suður- eða austur-evrópskum uppruna. Ekki þykir ljóst hvort hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Mögu- legt þykir að hann sé útsendari erlendrar leyniþjónustu. Hann hefur gert sér far um að fela uppruna sinn og meðal annars fengið til lestrar trúar- rit kristinna manna, múslima og gyðinga. Hann talar frönsku mjög vel, en ensku með frönskum hreim og ágæta þýsku. - gb Upplýsinga enn leitað: Lítið vitað um sprengjumann SPRENGJUMAÐ- URINN ÍRAN, AP „Ég er þakklát,“ sagði Sarah Shourd, 32 ára bandarísk kona, sem látin var laus úr fang- elsi í Íran í gær. Áður en hún fór úr landi þakkaði hún bæði írönsk- um stjórnvöldum og öllum öðrum ríkisstjórnum og einstaklingum sem unnu að því að fá hana látna lausa. Hún var handtekin snemma á árinu ásamt tveimur öðrum Bandaríkjamönnum, Shane Bauer, sem er kærasti hennar, og Josh Fattal, sem er vinur þeirra beggja. Þau voru sökuð um njósnir, en fjölskyldur þeirra segja þau hafa verið í fjallgöngu á landamærum Íraks og Írans. Bauer og Fattal eru enn í haldi. - gb Bandarísk kona látin laus: Sagðist þakklát forseta Írans SARAH SHOURD Laus úr fangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Karlmaður á sextugsaldri, Auðunn Þor- grímur Þorgrímsson, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að kveikja í húsnæði við Tryggva- götu í Reykjavík í janúar á síðasta ári. Maðurinn hellti bensíni úr plastbrúsa inn í stiga- gang húsnæðisins og á gólf á jarðhæð þess og kveikti síðan í. Maðurinn játaði sök í málinu. Hann kvaðst hafa komist að því að fyrrverandi eiginkona hans, sem þarna átti heima, hefði verið í tygjum við tvo aðra karlmenn sem hún hefði einnig haft fé af. Þenn- an morgun hefði hún hringt og vakið hann, „hálf geggjuð“, eins og hann orðaði það. Sjálfur hefði hann verið búinn að vera á nokkurra daga fyll- iríi þegar þetta gerðist og eftir símtalið hefði hann haldið áfram að drekka. Hann hafi þá í reiði tekið „þá skyndiákvörðun að loka þessu greni“ með því að kveikja í því. Húsið var að hluta til ónotað, en nokkur íbúðar- herbergi í því voru leigð út. Maðurinn kvaðst hafa fullvissað sig um að fólk væri ekki í húsinu áður en hann kveikti í því. Vitni bar að svo hefði ekki verið. Enda taldi dómurinn að svo háttaði til í húsinu að manninum hefði ekki verið unnt að ganga úr skugga um það á skammri stundu. - jss TRTYGGVAGATA Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins á Tryggvagötunni. Karl á sextugsaldri fundinn sekur um að kveikja í húsi við Tryggvagötu: Tveggja ára fangelsi fyrir íkveikju STJÓRNMÁL Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, segir deilur Íslendinga við Breta og Hollend- inga vegna Icesave-innstæðna veki spurningar um aðildarum- sókn Íslendinga að Evrópusam- bandinu. „Aðgerðir Breta og Hollend- inga, sem voru um langt skeið studdar af Evrópusambandinu, hafa vakið spurningar í hugum margra Íslendinga: Hvers konar félag er þetta eiginlega?” sagði Ólafur Ragnar í viðtali í gær þar sem hann er staddur á World Economic Forum í Tianjin í Kína. - jhh Forseti Íslands um ESB: Hvers konar félag er þetta? MANNRÉTTINDI Jón Gnarr, borgar- stjóri Reykjavíkur, afhenti Liu Qi, fyrrverandi borgarstjóra í Peking, höfuðborg Kína, bréf þar sem handtöku Liu Xiaobo, kínversks mannréttindafrömuð- ar, var mótmælt. Liu Qi, sem er aðalritari Kommúnistaflokksins í Pek- ing, fundaði með Jóni og öðrum borgarfulltrúum Besta flokks- ins í gær. Fundarefnið var jarð- varmi og náttúruvernd. Í dagbók borgarstjóra á Face- book kemur fram að Jón hafi afhent mótmælabréf vegna handtöku Liu Xiaobo á fundin- um. Hann var handtekinn árið 2009 og dæmdur í ellefu ára fangelsisvist fyrir að vinna gegn kínverska ríkinu. - bj Heimsókn frá Kína: Borgarstjóri af- henti mótmæli KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.