Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 10
10 15. september 2010 MIÐVIKUDAGUR BÝR SIG UNDIR UPPBOÐ Starfsmað- ur uppboðsfyrirtækisins Christies í London stillti sér upp til myndatöku bak við rómverskan bronshjálm með andlitsgrímu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni Laugardaginn 18. september nk verður haldin opin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni. Keppnin verður haldin á svæði Ökukennarafélags Íslands við Kirkjusand í Reykjavík og hefst kl. 13:00. Skráning og nánari upplýsingar eru á www.brautin.is og í síma 588 9070. FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag í Stöð 2 Vild. Tryggðu þér áskrift í dag! eða frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna tertusneið í bakaríi LÖGREGLUMÁL Þeir sem stóðu að húsbrotinu í Vesturbænum um síð- ustu helgi, hjá kúbverskum feðgum og sambýliskonu föðurins, höfðu hótað fólkinu með smáskilaboðum og símtölum áður en þeir létu til skarar skríða. Mennirnir sem stóðu fyrir hús- brotinu gerðu fyrra áhlaupið á laug- ardeginum. Þá brutu þeir rúður á heimili fólksins og hrópuðu hótanir að því. Síðara áhlaupið gerðu þeir aðfaranótt sunnudagsins þegar þeir brutust inn í húsið og hótuðu fólkinu öllu illu. Á sunnudaginn handtók lögreglan tvo menn, annan innan við tvítugt en hinn á fertugs- aldri. Sá síðarnefndi situr í gæslu- varðhaldi fram á föstudag. Margt þykir benda til þess að kynþáttafordómar hafi ráðið ferð- inni í þessu máli, þar sem upphaf þess má rekja til tilraunar nema í menntaskóla til þess að stía í sund- ur kúbverska piltinum og íslenskri vinkonu hans. Þegar fleiri komu að málinu, allir á aldrinum 16 og 17 ára, fór það úr böndunum og leiddi til atlaganna að heimili kúbversku feðganna sem flúðu fyrirvaralaust land í kjölfarið. Faðirinn hafði verið búsettur hér um árabil. - jss HEIMILIÐ Tvær atlögur voru gerðar að heimili feðganna um síðustu helgi. Rannsókn lögreglu á áhlaupinu á kúbversku feðgana í fullum gangi: Hófst með hótunum í síma SAMFÉLAG Nafnið Alexander var vinsælasta nafngift íslenskra sveinbarna á síðasta ári en Anna var vinsælasta nafnið sem foreldr- ar völdu nýfæddum stúlkubörnum. Anna var einnig algengasta nafn- ið árið áður, en Alexander tók við af Viktori sem algengasta drengja- nafnið. Samkvæmt samantekt Hag- stofu Íslands fengu flestir sem fæddir voru á árinu 2009 fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsæl- asta annað nafn drengja en Freyr og Ingi voru í öðru og þriðja sæt- inu. María og Ósk voru algengustu önnur nöfn nýfæddra stúlkna. Í þriðja sætinu var nafnið Líf, sem tók við af nafninu Rós sem þriðja vinsælasta val foreldra stúlku- barna. Þegar skoðuð er dreifing nafna á Íslendingum á öllum aldri hefur lítil breyting verið á algengustu nöfnunum. Jón er enn algengasta karlmannsnafnið. Sigurður og Guðmundur fylgja þar fast á eftir í vinsældum. Hjá konum er nafnið Guðrún enn algengasta eiginnafn- ið, þá Anna og svo Sigríður. Meirihluti Íslendinga ber fleiri en eitt nafn. Vinsælustu samsetn- ingarnar hjá körlum eru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Algeng- ustu samsetningarnar hjá konum eru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Í samantekt Hagstofunnar er einnig yfirlit yfir afmælisdaga landsmanna. Þeir dreifast ekki jafnt yfir árið, enda algengast að börn fæðist að sumri og á haustin. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuð- um frá nóvember fram í febrúar. Algengasti afmælisdagurinn í byrjun árs 2010 var 16. júlí. Þá áttu 974 einstaklingar afmæli. Fæst- ir eiga afmæli 24. desember, 666 manns samtals. Næstfæstir eiga afmæli á gamlársdag, 705 talsins. Sá dagur sem fæstir eiga sem afmælisdag er þó auðvitað 29. febrúar, en miðað við mannfjölda- tölur frá upphafi árs 2010 má reikna með að 208 einstaklingar bíði spenntir eftir næsta afmæli, sem verður árið 2012. brjann@frettabladid.is Alexander og Anna vinsæl Nafnið Alexander var algengasta nafn nýfæddra drengja á síðasta ári en Anna var algengasta nafn stúlkubarna. Þrátt fyrir breyttar áherslur undanfar- in ár eru nöfnin Jón og Guðrún enn algengust. Algengustu nöfn nýfæddra barna árið 2009 SVEINBÖRN MEYBÖRN Fyrsta nafn Annað nafn Fyrsta nafn Annað nafn 1. Alexander Þór Anna María 2. Daníel Freyr Rakel Ósk 3. Jón Logi Emilía Líf 4. Sigurður Ingi Katrín Rós 5. Viktor Máni Kristín Kristín 6. Arnar Örn Viktoría Lilja 7. Kristján Orri Aníta Eva 8. Gunnar Hrafn Ísabella Björk 9. Kristófer Snær Margrét Karen 10. Stefán Már Eva Sól KÚBA, AP Kúbustjórn ætlar að segja hálfri milljón manns, sem hafa starfað hjá ríkinu, upp störf- um. Þetta samsvarar tíu prósent- um vinnufærra manna í landinu. Þetta verður mikið áfall en kemur þó ekki alveg á óvart því Raúl Castro forseti, sem tók formlega við af Fidel Castro fyrir tveimur árum, hefur lengi sagt óhjákvæmilegt að gera róttæk- ar breytingar í ríkisrekstrinum. Ríkið geti ekki lengur niðurgreitt stóran hluta lífsviðurværis lands- manna. - gb Fjöldauppsagnir á Kúbu: Hálfri milljón sagt upp starfi NEFNDUR Hafi þessi ungi drengur fengið nafn á síðasta ári er líklegast að það hafi verið Alexander eða Daníel. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.