Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 12
12 15. september 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Þegar ungt fólk safnar saman sinni lífs-reynslu og ætlar ekki að láta segjast af eldri og reyndari mönnum þá er gjarn- an talað um að „það þurfi að hlaupa af sér hornin“ og er þetta hugtak greinilega komið af skepnum sem eru fastar í sínum farvegi og geta ekki lært af öðrum. Í þýskri tungu tala menn um það að borga kennslugjöld- in: „Lehrgeld bezahlen“, og er átt við þegar menn ana út í vitleysu og hlusta ekki á neinn í kringum sig sem hefur kannski áður fyrr lent í svipuðum vandamálum. Íslendingum liggur alltaf á, töfralausnir eiga að bjarga öllu. Þolinmæði er ekki okkar sterkasta hlið. Við stökkvum á allt sem heitir skjótur gróði og því miður stökkva oft allir í einu á eitthvað æðislegt og kannski – en bara kannski – arðvænlegt. Sama hvort það hét loðdýrarækt, fiskeldi eða stóriðja. Á Austurlandi voru menn sem vildu flýta sér hægar og voru ekki á einu máli um ágæti Kárahnjúkaframkvæmda álitnir föðurlands- svikarar. Þeir þorðu ekki að opna munn- inn. Nú er Fjarðabyggð með skuldsettustu bæjarfélögum landsins. Ekki hefur orðið sú fólksfjölgun sem menn bjuggust við og íbúðarhúsnæði sem var klambrað upp í flýti stendur óselt. Lítil fyrirtæki hafa þurft að leggja upp laupana. Atvinnuskapandi hvað? Orkumálin hér á landi eru grátlegt dæmi um að menn kunna sér ekki hóf. Það er ekki bara það að við getum ekki lært af öðrum þjóðum. Uppblásið bankakerfi og gríðar- leg skuldasöfnun, afsprengi af einhverju versta gullgrafaraæði sem hefur ætt yfir þetta sker hefur leikið okkur grátt. Siðlaus- ir og illa menntaðir ráðamenn réðu ríkjum. Þjóðin hefur þurft svo sannarlega að borga kennslugjöldin í þeim málum eftir hrunið. En þótt við getum ekki lært af mistökum annarra þá getum við ekki einu sinni lært af eigin mistökum. Töfralausnagúrúar eru enn vinsælir. Enn eru köllin hávær eftir orkuverum sem munu hrinda okkur í enn meira skuldafen og rústa landinu, enn sjá sumir ekkert atvinnuskapandi nema fleiri álver sem munu fá orku á gjafverði meðan almenningur býr við gríðarlega hækkun á orkuverði. Enn fá menn eins og Árni Sigfús- son, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, blússandi vinsældir út af einhverjum verstu loftköstul- um sem hafa nokkurn tíma verið búnir til. Hvenær mun íslenska þjóðin staldra við, hugsa sinn gang og setja sér einhver lang- tímamarkmið sem ná yfir komandi kyn- slóðir. Flest okkur eiga jú börn. Við erum væntanlega hugsandi manneskjur sem geta lært af mistökum. Ekki erum við rollur sem hlaupa af sér hornin en haga sér samt alveg eins og alltaf hefur verið. Að hlaupa af sér hornin Stjórnmál Úrsúla Jünemann kennari Sjálfstæðisyfirlýsing „Það má segja að þetta sé sjálfstæð- isyfirlýsing Alþingis gagnvart fram- kvæmdarvaldinu,“ sagði Atli Gíslason á Alþingi í fyrradag þegar hann mælti fyrir skýrslunni frægu sem þingmanna- nefnd vann undir hans forystu. Þótti honum mælast vel og hefur verið vel tekið í tillögur nefndarinnar um aðgerðir til að styrkja sjálfstæði þings- ins gagnvart framkvæmdarvaldinu. Degi síðar Í gær brá hins vegar svo við að forseti Alþingis ákvað að fresta þyrfti þingfundi sem búið var að boða klukkan hálfellefu um morguninn af því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru þá ekki komnir í Alþingishúsið til þess að taka þátt í umræðum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, var fljótur að sjá sóknarfæri og biðja um orðið til að rifja upp sjálfstæðisyfirlýsingu Atla fyrir hönd Alþingis. „Ekki byrjar það björgulega,“ sagði Einar. „Þetta er táknrænt, það er liðinn nákvæmlega sólarhringur frá því að sjálfstæðisyfirlýsingin var gefin.“ Alltaf í trjágróðrinum Fjórar af fimm síðustu bloggfærslum Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa fjalla um trjágróður í borginni. Með fylgja myndir af eplatré, hindberjatré og alls konar trjágróðri sem blómstrar sem aldrei fyrr í í höfuðborginni. Trjá- gróður er Gísla Marteini líka hugleik- inn í samtali sem hann átti nýlega við breska tímaritið Monocle. Það fjallaði í síðasta tölublaði stuttlega um Morg- unblaðið og Davíð Oddsson, ritstjóra og fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóra, og ræddi við Gísla Martein: „Það er spurning hvort nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins nær að blómstra í skugga þeirrar miklu eikar sem er Davíð Oddsson,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, alltaf með hugann við trjágróð- urinn. peturg@frettabladid.is Láttu hjartað ráða Fæst í verslunum Hagkaups, Bónus og 10-11 · www.lífrænt.is F réttablaðið sagði frá því í gær að fyrirtækið Metanorka, dótturfélag Íslenzka gámafélagsins, vildi kaupa metan- gas sem unnið er á sorphaugunum í Álfsnesi. Metanorka vill keppa á smásölumarkaði við N1, sem til þessa hefur verið eini seljandi þessa orkugjafa á landinu. Metan hf., sem markaðssetur gasið frá Sorpu, hefur fallizt á beiðnina og mun selja þeim sem vilja gasið þegar heildsöluverð hefur verið reiknað út. Þetta eru væntanlega góðar fréttir fyrir þá, sem hafa áhuga á að lækka rekstrarkostnað bifreiða sinna og stuðla að umhverfis- vernd með því að nota metangas. Talið er að metangas sem fellur til í Álfsnesi gæti dugað til að knýja 3.500-4.000 meðalstóra fólksbíla, en aðeins nokkrir tugir slíkra bíla eru nú til á Íslandi og aðeins um tíundi hluti gassins nýttur. Metangas væri reyndar hægt að vinna víðar á landinu og úr fleiru en sorpi. Ein orsök þess að fólk sér ekki ástæðu til að fá sér metanbíl, þrátt fyrir að hann sé bæði ódýrari í rekstri en benzínbíll og miklu vistvænni, er að enn sem komið er eru aðeins tvær metanstöðvar á landinu, önnur í Reykjavík og hin í Hafnarfirði. Samkeppni í smásölu á eldsneytinu er að sjálfsögðu til þess fallin að fjölga útsölustöðunum og bæta þjónustuna við metanbílaeigendur. Metanbílarnir eru mun ódýrari í rekstri en benzínbílar, en hins vegar dýrari í innkaupum. Ríkið hefur brugðizt við með því að fella niður vörugjöld af metanbílum sem fluttir eru inn, sem ætti að hvetja fólk til að velja sér slíka bíla. Hvatinn fyrir fólk að láta breyta benzínbíl í metanbíl er hins vegar minni. Slík breyting kostar yfir 400 þúsund krónur. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku, hefur bent á að nærtækt væri að bíleigendur, sem láta breyta bílnum sínum í metanbíl, fengju endurgreiðslu á vörugjöldunum. Vörugjöld eru endurgreidd af bílum sem eru fluttir úr landi og áætlað að meðal- endurgreiðslan nemi um 350 þúsund krónum. Slík endurgreiðsla myndi því mæta kostnaðinum við að breyta bíl að stórum hluta og stuðlaði áreiðanlega að því að fjölga metanbílunum. Það er að sjálfsögðu alveg fráleit sóun að nýta ekki innlent elds- neyti sem gæti dugað þúsundum bíla. Ef það væri nýtt, myndi það draga umtalsvert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá bílaflotanum. Núverandi ríkisstjórn gefur sig út fyrir að vilja vernda umhverf- ið og annar stjórnarflokkurinn kennir sig við græna litinn. Samt hefur furðulítið verið gert til að hvetja fólk til að nýta vistvænan ferðamáta, annað en að hækka skatta á hefðbundið eldsneyti alveg gríðarlega. Til þess að fólk eigi möguleika á að nýta sér aðra kosti þarf að gera þá aðgengilegri með því að lækka eða fella niður opinber gjöld. Gjaldalækkun hlýtur að vera til í orðabók stjórn- valda, að minnsta kosti ef hún stuðlar að vernd umhverfisins. Samkeppni í sölu metans ýtir vonandi undir nýtingu þess. Ríkið þarf líka að hjálpa til. Græn gjaldalækkun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.