Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. september 2010 13 Eftir hrunið var það ríkjandi skoðun að við þyrftum að stokka upp það samfélagskerfi sem hér hafði þróast. Sumt er ald- argamalt, annað afsprengi nýrri tíma. Okkur mistókst að byggja upp traust samfélag með þokka- legu félagslegu öryggi. Þjóðin virðist ekki megna að þróast og þroskast. Kannski er hún of lítil til að geta þroskast. Hún virðist heillast meir af yfirborðsgylling- um en alvöruefni. Við höfum rík- isstjórn sem ekki veit sjálf hvort hún er meiri- eða minnihluta stjórn, og starfar í samræmi við það. Við höfum þjóðþing sem er ekki, og hefur reyndar sjaldnast verið, vettvangur pólitískrar rök- ræðu, þar sem hagsmunir heildar- innar eru í fyrirrúmi. Þingfundir einkennast af barnalegu rifrildi og fullyrðingaflaumi. Algengasta uppspretta umræð- unnar er þjóðremba í fjölbreytt- um búningi. Hún fyllir út tóma- rúmið. Það var þessi hrokafulla og heimska þjóðremba sem gegn- sýrði þjóðlífið og sem í bland við háskalega hugmyndafræði kom okkur á kné. Nú stendur þjóðin fjárvana og vinalítil og kann ekki að horfast í augu við raunveru- leikann. Hún telur sig vera umset- in erlendum andskotum. Það voru hins vegar íslenskir víkingar sem gerðu strandhögg víðsvegar um Evrópu, ekki öfugt. Samskipti við útlönd Við höfum nú þegar klúðrað sam- skiptum okkar við helstu vinaþjóð- ir. Það reynist lífseigt að kenna öðrum um eigið klandur. Við erum bestir í því. Icesave málið verður að leysa. Þröngsýnir þjóðhyggju- lögfræðingar mega ekki ráða ferð- inni lengur. Hvort sem okkur líkar betur eða verr komumst við ekk- ert framhjá Bretum og Hollend- ingum í þessu máli. Ekki batnar staðan ef við, sem mærum okkur af sjálfbærum fiskveiðum, erum reiðubúin til að ofveiða makríl til að ná veiðireynslu. Hér ráða sér- hagsmunir enn og aftur ferðinni. Við verðum að líta á okkur sem hluta af samfélagi evrópskra vina- þjóða, en ekki sem umkomulaust vandræðabarn, sem abbast uppá aðkomufólk til þess eins að sanna fyrir sjálfum sér hve sjálfstætt og óháð það er. Í samfélagi þjóða er traust tryggasta vopn smáþjóða. Þær ráða engu um ganga heimsmála og afar litlu um afdrif svæðisbundinna úrlausnarefna, nema hafa með sér trausta bandamenn. Jón Bald- vin nýtti sér þessa stjórnvisku út í æsar þegar hann samdi um EES, þvert á það sem sem aðrir flokkar höfðu boðað. Þeir töldu Ísland svo öflugt að það ætti í fullu tré við að semja tvíhliða við ESB! Hann náði árangri. Nú er Ísland í alþjóðlegu sam- hengi í mun verri stöðu en það var fyrir EES, auk þess sem banda- ríski herinn er farinn. Við höfum gengið svo rösklega fram í því að hrekja vinaþjóðir frá okkur að þar voru til skamms tíma bara Fær- eyingar eftir. Bandamenn eigum við enga. Það er ekki vænlegt útlit fyrir þjóð í skuldafjötrum, sem á allt sitt undir nánu samstarfi við önnur lönd. Ójafn kosningaréttur Stærstu meinsemdir íslenskrar stjórnsýslu og löggjafar má rekja til ranglátrar kjördæmaskipun- ar, sem mótaðist af sérhagsmun- um stærstu flokkanna og atvinnu- greinanna fyrir miðbik síðustu aldar. Við höfum aldrei látið megin- prinsipp mannréttinda eða stjórn- lagaréttar móta undirstöður stjórnarfarsins. Því snúast íslensk stjórnmál fyrst og fremst um sér- hagsmuni sem einstaka flokkar berjast fyrir. Við þurfum að byrja á að leiðrétta þessa meginskekkju íslensks samfélags. Grundvallar- reglu réttláts og farsæls samfé- lags er fórnað og það réttlætt með dreifðri búsetu og fjarlægð frá höf- uðborginni! Auðvitað liggur þarna að baki aðferð til að styrkja völd dreifbýlisins og þeirra flokka sem þar eru sterkastir. Það er athygl- isvert að þegar kosið er í valdalít- ið forsetaembætti þá er atkvæða- vægið jafnt. Kosningalögin hafa verið á skipulagslitlum flótta undan rétt- lætinu allt frá árunum eftir fyrri heimsstyrjöld. Núgildandi kjör- dæmaskipan er ruglingsleg og myndar engar eðlilegar einingar, hvorki landfræðilegar né hags- munalegar. Henni var klambrað saman í vandræðagangi og á hröð- um flótta. Ætli menn yrðu ekki hissa ef atkvæði íbúa á Kjalarnesi og í Grafarholti hefði mun meiri vigt en atkvæði okkar í 101 í kosn- ingum til borgarstjórnar. Réttlæt- ingin gæti verið sú sama og úti á landi. Það er lengra í Ráðhúsið frá Kjalarnesi en af Laugaveginum. Hvar liggur fjöreggið? En víðar þarf að taka til hend- inni. Við lifum um efni fram og þurfum að draga saman seglin. Ríkistekjurnar eru takmarkað- ar. Ef við eyðum þeim í ótal mörg aukaverkefni í stað þess að standa vörð um lykilstofnanir, þá miss- um við fjöregg þjóðarinnar úr hendi okkar. Fjöreggið liggur ekki í tíu verk- litlum sjúkrahúsum, heldur í því að geta átt a.m.k. einn fullkom- inn, þróaðan spítala, þar sem við getum fengið nýjustu þekking- ar og notið kunnáttu í læknavís- undum. Nú erum við að glutra því niður og missa afar hæfa lækna til útlanda. Fjöreggið liggur ekki í tugum örsmárra framhaldsskóla í öðru hverju þorpi, þar sem nem- endur fara á mis við alvöru fram- haldsmenntun, heldur liggur það í færri alvöru skólum sem veita trausta menntun. Fjöreggið ligg- ur ekki í mörgum háskólum, sem allir búa við erfiðan fjárhag og mishæfa kennara. Við þurfum ekki nema einn háskóla sem hægt er að gera vel við og veitir þá menntun sem nútíminn krefst að ungt fólk hafi. Fjöreggið liggur ekki í 63 þras- gjörnum þingmönnum, né forseta á faraldsfæti. Fjöreggið liggur í aðhaldi, hófsemi og forgangs- röðun sem skilar okkur sterkum og nútímalegum stofnunum þar sem velferð einstaklingsins, víð- sýn og traust menntun einkenna samfélagið. Jafnframt verðum við að leggja af hrokann gangvart vinaþjóðum og afla okkur trausts erlendis. Þar liggur fjöreggið líka. Án traustra vina og bandamanna mun sjálfstæði okkar glatast. Glötum ekki fjöregginu Stjórnmál Þröstur Ólafsson hagfræðingur Stærstu meinsemdir íslenskrar stjórn- sýslu og löggjafar má rekja til ranglátr- ar kjördæmaskipunar, sem mótaðist af sérhagsmunum stærstu flokkanna og atvinnugreinanna fyrir miðbik síðustu aldar. Haustlaukar ÓDÝRT í úrvali í BYKO! 1.390 Fullt verð: 1.990 Vnr. 55022200 Haustlaukar Haustlaukar, 5 tegundir í kassa. FRÁBÆ RT VERÐ! FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000 Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið þeirra er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 5 2 5 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Næstu námskeið 23. september kl. 20 Útibúið í Grafarholti, Vínlandsleið 30. september kl. 20 Útibúið í Keflavík, Hafnargötu 57 7. október kl. 20 Félagsmiðstöðin Hlymsdalir Miðvangi 6, Egilsstöðum Skráning og nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Á næstu fjármálakvöldum verður farið yfir helstu breytingar sem gerðar voru á réttindum og greiðslum lífeyrisþega frá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 2009. Starfsfólk á Réttindasviði TR kynnir breytingarnar og svarar fyrirspurnum ásamt sérfræðingum bankans. Allir velkomnir. Námskeið um réttindi lífeyrisþega landsbankinn.is/fjarhagur Blogg og hljóðpistlar um fjármál.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.