Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 24
 15. SEPTEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR Í versluninni Eirvík er að finna fjölda vandaðra heimilistækja og fallegra innréttinga. Verslunin Eirvík er sérverslun með heimilistæki og innrétting- ar. „Við erum aðallega með þýska samstarfsaðila og bjóðum upp á merki í heimilistækjum eins og til dæmis Miele sem eru þýsk tæki í háum gæðaflokki og Libherr sem framleiðir ísskápa og frystiskápa og önnur kælitæki,“ segir Eyj- ólfur Baldursson, framkvæmda- stjóri Eirvíkur, og bætir við: „Síðan erum við í samstarfi við mjög spennandi fyrirtæki sem við vorum að byrja að vinna með sem heitir Jura og er kaffivélaframleið- andi frá Sviss. Jura hefur verið að skora hátt í neytendaprófum og er með alveg glimrandi flottar vélar. Svo höfum við líka verið þekkt- ir fyrir athyglisverða háfa frá ít- ölskum aðila sem heitir Elica. Þar er svolítið öðruvísi nálgun því ekki er farin hefðbundin leið við að búa til stóra og mikla gufugleypa held- ur er farið í þetta út frá hönnun og útliti. Sumir háfarnir eru bara eins og falleg loftljós.“ Innréttingarnar hjá Eirvík koma líka frá Þýskalandi. „Annar fram- leiðandinn okkar heitir Häcker og er einn af þremur stærstu innrétt- ingaframleiðendum í Þýskalandi í dag. Svo erum við með rosalega flott fyrirtæki sem heitir Bulthaup sem er þýskt líka. Þeir eru leiðandi aðilar í hönnun og eru með mikil gæði og öðruvísi útlit en gengur og gerist.“ Fyrirtækið Eirvík var stofn- að árið 1994. „Þannig að við erum svona að sigla inn í átjánda árið okkar. Við byrjuðum í heimilis- tækjunum en höfum svo verið að þróast yfir í heildarlausnir og verið að taka inn innréttingar og fleira. Núna höfum við verið að taka að okkur alveg heilu eldhús- in með uppsetningu og öllu saman. Við erum með mann hérna í vinnu sem sér um að samhæfa þetta en það er líka mikið gert í samvinnu við bæði eigendur og arkitekta. Við gefum okkur ekki út fyrir að vera með lægsta verðið, en leitum frekar að innréttingum og tækj- um sem fólk hreinlega langar í og erum meira í hönnun og gæðum,“ segir Eyjólfur. Bjóða innréttingar og eldhústæki í sérflokki Eirvík er í samstarfi við mörg spennandi fyrirtæki, meðal annars Jura frá Sviss, Elica frá Ítalíu og Häcker frá Þýskalandi að sögn Eyjólfs Baldurssonar, framkvæmdastjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Meðal þess sem Eirvík býður upp á eru ofnar frá Miele sem eru vægast sagt orðnar mjög þróaðar. „Nýjasta viðbótin hjá Miele er að það er komið gufukerfi inn í bakar- ofnana. Þá er sett vatn inn í ákveð- ið kerfi í ofninum sem gefur guf- uinnspýtingu á réttum tíma þegar verið er að elda mismunandi mál- tíðir. Ofnarnir eru líka með sjálf- virkum búnaði þannig að þeir elda í rauninni alveg fyrir þig sjálfir, þú stillir bara inn hvað þú ert að gera og þá meta þeir ástandið og elda algjörlega án þess að þú þurf- ir að hugsa um það, hringja svo bara á þig þegar maturinn er til- búinn,“ segir Eyjólfur Baldursson framkvæmdastjóri. Sjálfvirki búnaðurinn er með skynjurum sem skynja súrefn- ið sem maturinn gefur frá sér. „Þannig að þegar þú ert búinn að setja inn í kerfið hvað þú ert að elda og ert með þessa súrefnis- mælingu og færð svo inn gufuinn- spýtingu á réttum stöðum þá ertu kominn með eitthvað sem er alveg fullkomið. Sumir hafa þetta reynd- ar á tilfinningunni en fyrir þá sem hafa það ekki er þetta náttúrlega frábært,“ segir Eyjólfur. - eö Ofninn sem eldar sjálfur Eldavélarnar frá Miele eru háþróaðar. Gott úrval heimilistækja og fallegra innréttinga er að finna í versluninni Eirvík.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.