Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Eldhúsið er hjarta heimilisins og því skiptir miklu að huga vel að hönnun þess. Hér á eftir eru nokkrar tískustefnur sem eru ráðandi í eldhúsum nútímans. ELDHÚSIÐ SEM ÍVERUSTAÐUR Í æ meiri mæli hefur fólk sam- einað eldhús, borðstofu og setu- stofu í einu rými. Þar af leiðandi eyðir fjölskyldan mun meiri tíma í herberginu. Þessi sameining á mörgum herbergjum hefur einn- ig þau áhrif að eldhússkápar fá oft á tíðum fínna útlit í anda stofu- skápa, og há vinnuborð og eyjur hafa þróast í borðstofuborð með barstólum. HVÍTAR INNRÉTTINGAR Hvítar eldhúsinnréttingar eru óháðar tískusveiflum og gefa fólki meiri möguleika. Til dæmis passa hvítar innréttingar með ólíkum stílum arkítektúrs, allt frá sveita- til nútímastíls. Hvítir skápar gefa líka fólki möguleika á að velja aðra liti með, til dæmis á veggjum eða í skreytingum. RYÐFRÍTT STÁL Á ELDHÚSTÆKI Eldhústæki úr ryðfríu stáli veita eldhúsinu fágað yfirbragð auk þess sem þau virka með mismunandi stílum. Hið stílhreina útlit hent- ar bæði á ísskápa, ofna og jafnvel ruslafötur. Margir hafa áhyggj- ur af fingraförum á hinu glans- andi yfirborði en í dag er fram- leitt ryðfrítt stál sem ekki kámast auðveldlega. BÚRSKÁPAR Búrskápar eru frábær lausn. Þar má geyma allt frá kryddi og nið- ursuðudósum upp í bökunarvörur og eldhúsrúllur. Annað skápapláss og skúffur er þá hægt að nota fyrir eldhúsáhöld af ýmsu tagi. TÆKNIN Í ELDHÚSINU Eftir því sem tækniöldin hefur dunið yfir hefur fólk í meiri mæli kosið að útbúa eldhús sín og bað- herbergi rafmagnstækjum frem- ur en hefðbundnu skrauti. Vin- sæl rafmagnstæki eru flatskjáir sem festir eru á vegg, hljóðkerfi og tölvur. Önnur vinsæl stefna á heimilum er að gera allt þráð- laust. INNFELLD ELDHÚSTÆKI Ísskápar verða sífellt stærri en ný tækni gerir þá hins vegar nánast ósýnilega. Með því að fella ísskápa og uppþvottavélar inn í innrétting- ar verður heildarútlit eldhússins mun sléttara og felldara. Auk þess draga eldhústækin ekki athyglina frá innréttingunni. INNFELLD LÝSING Ljós sem felld eru inn í loft eru vinsæl. Þau eru látlaus en lýsa vel. Fallegar ljósakrónur og áberandi eru hins vegar fremur hafðar yfir eyjum eða eldhúsborði. Ríkjandi tískustefnur Fyrstu ryðfríu pottarnir frá Rösle gjörbyltu öllu fyrir 70 árum. Í dag eru pottarnir með Multiply „samloku“-kerfi þannig að þeir eru fljótir að hitna og kólna og dreifa hitanum einnig jafnt um pottinn, alveg upp í topp. Rösle pottarnir henta á allar gerðir eldavéla, rafmagns-, gas- og spansuðuhellur . Algjörar samlokur Fólk sameinar í meiri mæli eldhús, borðstofu og setustofu. Þannig verður vinnuborð- ið oft að borðstofuborði. Hvítt eldhús opnar óteljandi möguleika til skreytinga. Með litríkum aukahlutum má lífga upp á rýmið en einnig er auðvelt að breyta algerlega um stíl bara með því að skipta um gólfmottur og gardínur. NORDICPHOTOS/GETTY Eldhústæki úr ryðfríu stáli veitir eldhúsinu fágað yfirbragð.Búrskápar nýtast sérstaklega vel undir flest allt matarkyns.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.