Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 26
6 ● fréttablaðið ● eldunartæki PIZZAOFN HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ SELFOSSI HÚSAVÍK S: 464 1600 AKUREYRI REYKJAVÍK S: 569 1500 Ariete 903 VERÐ FRÁBÆRT VERÐ 17.995 „Pizzan verður eins og eldbökuð!“ Handan við hafið gefur margt fallegt að líta, náttúruundur, byggingar og ekki síst nýjasta nýtt af fallegum munum, stólum og borðum fyrir eldhúsið sem enn hefur ekki skolað á land hérlendis. - jma Eldhúsgóss að handan Stólarnir Trattoria sem Japser Morris- son hannaði fyrir Magis hafa farið sig- urför um heiminn frá því þeir voru kynntir í Mílanó á síðasta ári. Stólarnir fást nú í björtum sólskinslitum. Orð felliborðs- ins sem er ein af helstu nýjungum Magis á þessu ári vísar í gamla tíma; Déjà-vu Cons- olle. Hönnuðurinn er Naoto Fukasawa. Thomas Bern- strand hefur vakið mikla athygli fyrir frumleg verk allra síðustu ár. Loft- ljósið Velvet, með hvítum háglans- andi skermi, væri ljómandi viðbót í eldhúsið. Tímaritið Bolig hefur nýlega valið bestu hönnuði og hönnun ársins 2010. Meðal þeirra sem Bolig heiðr- aði var hin danska Cecilie Manz sem hlaut viðurkenninguna „Besti danski hönnuðurinn“. Manz hefur meðal annars hannað karöflur og glös í línu sem kallast Blossom. ● ELDHÚS NORNARINNAR Hollenski hönnuðurinn Tord Boontje hannaði fyrir nokkru eldhúslínu fyrir nornir. Munirnir eru handgerðir en þar er að finna potta, áhöld og jafn- vel fatnað. Til að mynda nornalega svarta svuntu. Handverksmenn frá Brasilíu, Gvatemala og Kólumbíu koma að framleiðslunni. Pottarnir eru handgerðir af kólumbískum hand- verksmönnum sem nota ævagamlar aðferðir og skreyta með útskurði. Handverksmenn frá Gvatemala skera út falleg áhöld úr viði. Meðal annars má finna nauðsynlega norna- hluti eins og rýting og salatskeiðar að lögun eins og nornahendur. Auk þess að að velja bestu danska hönnuðinn valdi Bolig björtustu vonina og Julian Kyhl varð þar fyrir valinu. Var það einkum borðið „Timber“ sem Kyhl hannaði, en í umsögn dómnefndar stóð meðal annars að borðið væri „fallegt, spennandi og flott uppfinning“. Margir kannast við hrað- suðuketil Ettore Sottsas sem var vinsæll fyrir meira en tuttugu árum. Bodum hefur nú hafið framleiðslu á kötl- unum á ný, sem kallast eftir hönnuðinum, Ettore. Góður kokkur þarf helst að eiga fimm hnífa. Einn alhliða kokka- hníf, sveigjanlegan úrbeiningar- eða flökunarhníf, kjöthníf, græn- metishníf og brauðhníf. Til eru fjölmargar gerðir af fyrrnefndum hnífum en þegar staðið er frammi fyrir erfiðu vali er best að taka hnífinn í hönd og vagga honum yfir trébretti eins og verið sé að skera lauk. Þannig er hægt að fá tilfinningu fyrir því hvernig hann liggur í hendi. Þá er gott að hafa það í huga að stórir hnífar hafa þann kost að gott er að stýra þeim en litlir og léttir hníf- ar geta verið þægilegri í með- förum. - ve Fimm góðir og beittir hnífar á hvern kokk Hér eru dæmi um hefðbundna kokkahnífa sem erfitt er að vera án í eldhúsinu. Fr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.