Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Verslun Bræðranna Ormsson er í Lágmúla 8. Þar eru til sölu mörg af þekktustu vörumerkjunum á mark- aðinum í heimilistækjum, hljóm- tækum og innréttingum. AEG er það merki sem hvað lengst hefur átt samleið með þjóð- inni og flestir Íslendingar þekkja fyrir gæði og góða endingu. HTH innréttingar hafa verið fáanlegar hjá Ormsson síðastliðin 10 ár og er því tilvalið að sameina kaup þegar endurnýja á eldhúsið með því að kaupa bæði innréttinguna og raf- tækin á einum og sama staðnum og njóta sérstakra vildarkjara í ljósi magnviðskipta og þjónustu reyndra söluráðgjafa. Nýtt eldhús frá HTH með AEG heimilistækjum er prýði hvers heimilis. Nú hefur hljómflutningsdeild Ormsson flutt úr Síðumúla heim í Lágmúlann þar sem gæðamerki eins og Pioneer, Sharp, Samsung, Nintendo auk fleiri þekktra vöru- merkja er að finna. Gæði og góð ending Mörg af þekktustu vörumerkjum í heimilistækjum er að finna í verslun Bræðranna Ormsson í Lágmúla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bræðurnir Ormsson leggja áherslu á sparneytin og not- endavæn eldhústæki frá AEG í verslun sinni í Lágmúla 8. Bræðurnir Ormsson þekkja flestir þar sem fyrirtækið hefur þjónustað landsmenn í tæplega 90 ár, meðal annars með sölu á vönduðum raf- mangs- og heimlistækjum. Að sögn Ólafs Márs Sigurðssonar, deildar- stjóra heimilistækjadeildar Orms- son, leggur fyrirtækið áherslu á að vera í fararbroddi á sínu sviði og fylgist vel með nýjungum á mark- aði, en um þessar mundir eru fjöl- virkir, tölvustýrðir bökunarofnar frá AEG að slá í gegn. „Þetta eru fullkomnir bökunar- ofnar sem fást í ýmsum gerðum eftir erfiðileikastigi, allt frá til- tölulegu einföldum og hnappastýrð- um ofnum og upp í aðeins flóknari, tölvustýrða ofna, sem áætla steik- ingu út frá til dæmis tegund og þyngd matvæla,“ segir Ólafur og getur þess að handhægar og ítar- lega leiðbeiningar á íslensku fylgi öllum ofnum frá Ormsson, sem geri notendum hægara um vik með að ná fram hámarksnýtingu á tækj- unum. Í Ormsson fæst líka gott úrval helluborða og segir Ólafur svoköll- uð spansuðuborð nú njóta mikilla vinsælda. „Þróunin hefur verið sú að keramikhelluborð með hraðhita- hellum hafa verið að leysa af hólmi gömlu steyptu helluborðin sem eru nánast að hverfa. Í beinu framhaldi af þeim hafa komið fram stílhrein spansuðuborð, kölluð induction á alþjóðavísu. Með notkun spansuðu fæst allt að 50 prósent tímasparn- aður. Nauðsynlegt er að pottar og pönnur séu með segulleiðandi botni (stál). Spansuða byggir á einfaldri eðlisfræði þar sem hitun á sér stað með segultækninni. Ávinningurinn við not á spansuðu er umtalsverð- ur, bæði rafmagns- og tímasparn- aður ásamt auknum þægindum við þrif þar sem matur festist ekki svo auðveldlega við yfirborðið. Að auki kólna spansuðuhellurnar mun fyrr niður að notkun lokinni miðað við venjulegar hellur,“ segir hann. „Framleiðendur leggja sífellt meira kapp á að gera heimilistæk- in sparneytnari á orku, þar sem orkuverð hefur hingað til verið víða dýrara en á Íslandi. Á síðustu árum hefur þróunin verið mjög ör í þessum efnum og sem dæmi þá eru kæli- og frystiskápar, þvotta- og uppþvottavélar allt að 50 til 75 pró- sent sparneytnari en þau voru fyrir 10 til 15 árum. Stundum hafa þess- ar betrumbætur ekki komið okkur hér á landi eins vel og notendum slíkra tækja víða erlendis. Eins og þvotta- og uppþvottavélar sem nota minna vatn en þvo á móti lengur, sem gagnast okkur kanski ekki sem skildi þar sem vatnið er tiltölulega ódýrt hérlendis miðað við víða ann- ars staðar. Sem betur fer eru flest- ar vélarnar búnar flýtikerfum sem má nota til að stytta þvottatímann. Á heildina litið er ávinningurinn þó mikill og við erum ávallt reiðubúin að leiðbeina viðskiptavinum við val á tækjum sem henta þörfum hvers og eins,“ segir Ólafur. Sparneytin og þægileg Í búðinni er meðal annars boðið upp á fjölbreytt úrval bökunarofna, allt frá hand- virkum og upp í nánast alsjálfvirka ofna. Ólafur Már Sigurðsson, deildarstjóri Ormsson, segir áherslu lagða á að bjóða upp á gott úrval heimilistækja sem henta ólíkum þörfum viðskiptavinanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AEG COMPETENCE B 4101-5-M Stál veggofn Fjölvirkur ofn með 8 aðgerðum: Blástur m/elementi, blástur með undirhita (pizza stilling), undir og yfirhiti, undirhiti, afþíðing, grill einfalt, grill tvöfalt, grill og blástur. Innanmál ofns: 51 lítrar Stórt ofngler Þrefalt gler í ofnhurð, auðveldar þrif - kaldari framhlið Sökkhnappar Kælivifta Ljós í ofni 25 w 3500 w / Orkuflokkur A Verð: 157.900 kr. AEG COMPETENCE B 9879-5-M Veggofn með sjálfhreinsibúnaði Kjöthitamælir Fáanlegur í stáli Fjölkerfa blástursofn með 11 eldunaraðgerðum Innanmál ofns: 51 lítrar Hraðhitun Rafeindaklukka og stýring (snertirofar) Sjálfvirk eldunarkerfi t.d. eldun eftir vigt, eldun eftir kjöthita, pizza stilling, uppskriftir o.fl. Barnaöryggi Sjálfvirk slökkvun Fjórfalt gler í ofnhurð, kaldari framhlið Snertihnappar Kælivifta 2 ljós í ofni 40w glóðapera og 20w halogenpera Orkunotkun, mest 3000 w Orkuflokkur A Verð: 287.900 kr. AEG HK634000XB Keramikhellur Með stál ramma Snertirofar Hægt að læsa helluborðinu / Barnalæsing Tímastillir á öllum hellum: Hellan slekkur á sér þegar völdum tíma er náð ,,Automatic’’ stilling: Fer á mesta hita, lækkar síðan niður á valdan hita “Stop and Go” stilling: Lækkar og heldur heitu Sjálfvirk öryggisslökkvun Eftirhitagaumljós Ein hella 21 cm. 2,3 kW Ein hella 18 cm. 1,8 kW Tvær 14,5 cm. hellur 1,2 kW 6500 w Verð: 115.900 kr. AEG HK764400FB Spanhellur (Induction) Sniðbrún Fjórar hraðhitahellur Snertirofar Hægt að læsa helluborðinu / barnalæsing Sjálfvirk öryggisslökkvun Tímastillir á öllum hellum: Hellan slekkur á sér þegar völdum tíma er náð “Automatic”stilling: Hellan fer á hæðsta styrk í ákveðin tíma lækkar síðan á valda stillingu “Stop and Go” stilling: Lækkar og heldur heitu Eftirhitagaumljós Fjórar hellur “Zone free” 12,5x21 cm 2300/3200w Afl 7400w Verð: 229.900 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.