Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 38
26 15. september 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > ERFIÐ BARÁTTA Liam Gallagher er svo ákveðinn í að slá í gegn með nýju hljómsveitinni sinni, Beady Eye, að hann er að reyna að hætta að reykja. Gallagher hefur verið stórreykinga- maður í yfir tuttugu ár. „Liam fer út að hlaupa flesta morgna og nú ætlar hann að hætta að reykja. Hann vill að röddin verði fullkom- in fyrir nýja bandið,“ segir vinur söngvarans. Talsmaður leikkonunnar Penélope Cruz hefur stað- fest að leikkonan og eiginmaður hennar, spænski leikarinn Javier Bardem, eigi von á sínu fyrsta barni í byrjun næsta árs. Bardem og Cruz, sem er komin tæpa fimm mán- uði á leið, giftu sig í júlí í látlausri athöfn á Bah- ama-eyjum. Þau fóru að rugla saman reytum þegar þau léku á móti hvort öðru í kvikmynd Woody Allen, Vicky Cristina Barcelona, árið 2008. Systir leikkonunnar sagði í nýlegu viðtali við spænska tímaritið Hola! að það kæmi henni ekki á óvart ef barn væri á leiðinni. „Þau hafa sýnt heiminum að þau eru ást- fangin og það væri aðeins eðlilegt ef þau vildu eignast börn bráðum,“ sagði systir leikkonunnar. Eiga von á barni ÓLÉTT Penélope Cruz er ólétt af sínu fyrsta barni. Safnbox með sjaldheyrðum og óút- gefnum lögum með Jimi Hendrix verður gefið út 15. nóvember í til- efni þess að fjörutíu ár eru liðin frá dauða hans. Boxið nefnist West Coast Seattle Boy – The Jimi Hendrix Anthology og hefur að geyma fjóra geisladiska og 90 mín- útna langa heimildarmynd um gít- arsnillinginn. Ný útgáfa af laginu Love Or Confusion verður gefin út sem smáskífa 27. september í til- efni safnboxins. Alls verða í boxinu 45 óútgefn- ar hljóðvers- og tónleikaupptökur með Hendrix, þar á meðal sjald- heyrðar útgáfur af lögunum á þremur hljóðversplötum hans. Safnbox með Hendrix „Þetta var frábært,,“ segir framleið- andinn Katrín Ólafsdóttir nýkomin heim frá kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem stuttmynd hennar, Líf og dauði Henry Darger, var frumsýnd. Um tíma leit út fyrir að Katrín kæmist ekki út til að kynna myndina eins og Fréttablað- ið greindi frá. En eftir að greinin birtist var haft samband við Katrínu og henni bent á að sækja um menningarstyrk hjá Félagi kvikmyndagerðarmanna. Það gerði hún og hlaut styrkinn. „Þetta skipt- ir svo miklu máli því við ætlum að gera annað verkefni núna og það var rosalega gott að geta kynnt það. Fólk var mjög spennt fyrir því,“ segir Katrín. Hún segir myndina hafa fengið góðar viðtök- ur áhorfenda. „Aðrir kvikmyndagerðar- menn voru að skoða myndina og vilja lík- lega koma til Íslands til að taka upp.“ Leikstjóri stuttmyndarinnar er Frakk- inn Bertrand Mandico. Saman ætla þau að gera eina stuttmynd á ári næstu tut- tugu árin þar sem fjallað verður um umhverfismál á Reykjanesinu. Fyrsta myndin verður tekin upp í lok mánaðarins og verður leikkonan Elina Löwenshon í aðalhlutverki. Hún hefur leikið töluvert fyrir óháða bandaríska leikstjórann Hal Hartley og komið fram í myndum á borð við Schindler ś List og Basquait. „Hún er mjög vel gefin og mjög vel að sér í kvikmyndasögunni. Það er gaman að vinna með henni,“ segir Katrín. Löwenshon hefur verið búsett töluvert á Íslandi því fyrrverandi maðurinn hennar er franskur myndlistarmaður sem hefur unnið hér á landi. - fb Fékk styrk til Feneyjafarar KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Nýkomin heim frá Fen- eyjum þar sem stuttmyndin Líf og dauði Henry Darger var frumsýnd. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þær hafa verið svefnlausar næturnar hjá aðstandend- um Bíó Paradísar: Heim- ili kvikmyndanna. Í dag rennur svo stóri dagurinn upp þegar hin langþráða kvikmyndamiðstöð verður opnuð. Bíó Paradís verður opnað með tónlistarheimildarmyndinni Backyard eftir Árna Sveinsson en hún vann til aðalverðlauna á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg á þessu ári. Ásgrím- ur Sverrisson, dagskrárstjóri kvikmyndahússins, segir stærstu útlitsbreytingarnar vera þær að húsið að utan hafi verið málað í nýjum litum. „Og svo er stór breyting á forsölu hússins, þar er búið að koma upp kaffihúsi. Fólk á sérstaklega eftir að taka eftir miklum breytingum með fremri forsalinn. Það stendur til að gera meira með þann aft- ari, jafnvel hafa hann nátengd- an kvikmyndasögu Íslands með munum og öðrum fróðleik úr íslenskum kvikmyndum. Frammi verður meiri kaffihúsafílingur,“ segir Ásgrímur. freyrgigja@frettabladid.is Bíó Paradís opnuð í kvöld REGNBOGARSKILTIÐ HORFIÐ Hið fræga Regnbogaskilti hefur fengið að víkja fyrir nýju skilti; Bíó Paradís; Heimili kvikmyndanna. MIKLAR BREYTINGAR Lovísa Óladóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Ásgrímur Sverris- son og Ragnar Bragason skeggræða síðustu smáatriðin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eldhúsinnréttingar til sölu Rýmum fyrir nýjum innréttingum Eigum enn til vandaðar sýningarinnréttingar. Tilvalið á kaffistofu 70% afsláttur! Eldhúsval ehf Sóltúni 20, 105 Reykjavík sími: 5614770 EFTIR FRANZ KAFKA LEIKSTJÓRN: GÍSLI ÖRN GARÐARSSON OG DAVID FARR TÓNLIST: NICK CAVE OG WARREN ELLIS ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Miðasala 551 1200 leikhusid.is midi.is HAMSKIPTIN Einstakt tækifæri, síðustu sýningar! “Nýstárleg og skemmtileg leiksýning”Elísabet Brekkan, Fbl „Veisla fyrir augað“ Bryndís Schram, pressan.is „Svo hrifnir voru áhorfendur að Nick Cave náði ekki að ljúka lokalaginu. Út brutust þvílík fagnaðarlæti að þakið ætlaði af húsinu“ Sigríður Albertsdóttir, DV Fim. 16/9 Örfá sæti laus Fös. 17/9 Örfá sæti laus

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.