Fréttablaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 16
16. september 2010 FIMMTUDAGUR16
Umsjón: nánar á visir.is
Hefðu bankarnir verið einkavædd-
ir á lengri tíma, hægar farið í fjár-
festingar í stóriðju á Kárahnjúkum
og Grundartanga og vöxtur bank-
anna haminn, svo sem með bindis-
skyldu, hefði peningastefna Seðla-
bankans átt meiri möguleika á að
ráða við þensluna á árunum fyrir
efnahagshrunið. Snörp uppsveifla
hagkerfisins frá og með einkavæð-
ingu bankanna olli því hins vegar
að vaxtatæki Seðlabankans nýttist
ekki jafn vel og ætla mátti. Af þeim
sökum varð samdráttur efnahags-
lífsins meiri en ástæða var til og
kreppan dýpri.
Þetta er mat Ásgeirs Daníelsson-
ar, forstöðumanns rannsóknar- og
spádeildar á hagfræðisviði Seðla-
bankans. Hann hélt erindi á mál-
stofu um peningastefnu Seðlabank-
ans í aðdraganda hrunsins síðdegis
á þriðjudag.
Ásgeir bendir á að hefðu stjórn-
völd farið sér hægar í aðdraganda
uppsveiflunnar hefði Seðlabankinn
haft betri stjórn á þróun mála.
Uppsveiflan, sem að hluta skýrð-
ist af mjög snarpri útlánaþenslu
og eignamyndun í kjölfar einka-
væðingar og mikillar hækkun-
ar á hlutabréfamarkaði samhliða
gengisstyrkingu, hafi skilað sér í
mjög snörpum eftirspurnarskelli.
Seðlabankinn hafi ekki getað komið
böndum á eftirspurnina með stýri-
vaxtahækkunum. Vextirnir hefðu
þurft að vera mun hærri til að virka
líkt og til var ætlast.
Ásgeir vill ekki segja til um
hversu háir vextirnir hefðu þurft
að vera til að draga úr eftirspurn.
„Það hefði þurft að hífa vextina
mjög hátt upp til að draga úr eftir-
spurn manna sem allt í einu stóðu
uppi með meiri pening en þeir
raunverulega áttu von á. En það
hefði valdið skaða annars staðar í
hagkerfinu,“ segir hann og útilok-
ar ekki að hefði hægar verið farið
í sakirnar megi ætla að einhver af
gömlu viðskiptabönkunum hefði
lifað bankahrunið af. jonab@
Misstu tök á
uppsveiflunni
Stjórnvöld fóru of geyst í einkavæðingu bankanna
og uppbyggingu í stóriðju. Við það fór efnahagslífið
úr böndunum, að mati sérfræðings Seðlabankans.
ÁSGEIR DANÍELSSON Stýrivextir hefðu þurft að vera mun hærri til að draga úr eftir-
spurn á árunum fyrir efnahagshrunið. Það hefði hins vegar valdið skaða annars staðar
í hagkerfinu, að mati forstöðumanns rannsóknar- og spádeildar Seðlabankans.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Það hefði þurft að
hífa vextina svo hátt
upp til að draga úr eftirspurn
manna sem allt í einu stóðu
uppi með meiri pening en
þeir raunverulega áttu von
á. En það hefði valdið skaða
annars staðar í hagkerfinu.
ÁSGEIR DANÍELSSON
FORSTÖÐUMAÐUR Í SEÐLABANKANUM
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins, ESB, samþykkti í gær
tillögu sem veitir eftirlitsstofnun-
um innan ESB umboð til að grípa
til aðgerða gegn skortsölu þegar
nauðsyn krefur.
Michael Barnier, framkvæmda-
stjóri innri markaða hjá ESB, sagði
á blaðamannafundi í gær skortsölu
geta alla jafna stutt við skilvirkni á
fjármálamörkuðum. Þegar óróleika
gæti líkt og í aðdraganda alþjóðlegu
fjármálakreppunnar geti salan hins
vegar valdið titringi, jafnvel verð-
falli á mörkuðum.
Tillögurnar munu til þess falln-
ar að auðvelda eftirlitsaðilum að
greina áhættuþætti á markaði og
verður þeim gefið vald til að tak-
marka eða banna skortsölu þegar
svo ber undir. Barnier taldi þetta
geta aukið stöðugleika á fjármála-
mörkuðum innan ESB í framtíð-
inni.
Tillagan verður lögð fyrir Evr-
ópuþingið og er gert ráð fyrir að
hún taki gildi í júlí árið 2012. - jab
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill auka stöðugleika á fjármálamarkaði:
Heimilað að banna skortsölu
ER ÚRVALSVÍSITALA KAUPHALLARINNAR í lok dags í gær. Vísitalan
tók gildi við upphaf árs 2009 og stóð hún þá í 1.000 stigum.953,7
Skotthúfa og vettlingar úr Polartec®
Thermal Pro® sem er hlýtt og þornar fl jótt.
skotthúfa og vettlingar lambhúshetta
ÓÐINN ÓÐINN ÓÐINN
húfa
Hlý og þægileg húfa fyrir kalda daga.
Tvöfalt fl íslag yfi r eyrun.
Hlý lambhúshetta sem skýlir vel hálsi
og enni. Endurskin á hnakka.
Verð: 1.600 kr. Verð húfa: 1.900 kr.
Verð vettlingar: 1.900 kr.
Verð: 2.500 kr.
Margir litir
Margir litir
Margir litir
HEKLA
Opið söluferli
Hekla starfar á sviði sölu og þjónustu nýrra og notaðra bifreiða. Helstu bílaumboð Heklu eru
Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi ásamt umboði fyrir vélhjól frá Piaggio. Starfstöðvar félagsins
eru við Laugaveg 172-174 í Reykjavík en jafnframt er félagið með sölu- og þjónustuumboðsmenn
víðs vegar um landið. Saga Heklu nær aftur til ársins 1933 og hefur hún haft umboð fyrir rótgróna
bílaframleiðendur ásamt ýmsum véla- og raftækjaframleiðendum. Hekla er nú að fullu í eigu Arion
banka.
Söluferlið
Boðið er til sölu allt hlutafé Heklu og er gert ráð fyrir að það verði selt í einu lagi. Söluferlið er opið
öllum áhugasömum fjárfestum sem geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum nr. 108/2007 um
verðbréfaviðskipti, svo og einstaklingum og lögaðilum sem að mati seljanda geta sýnt fram á að
hafa viðeigandi þekkingu og viðhlítandi fjárhagslegan styrk. Seljandi áskilur sér þó rétt til þess að
takmarka aðgang að söluferlinu, meðal annars ef fyrir hendi eru lagalegar hindranir á því að fjárfestir
eignist ráðandi hlut í félaginu, svo sem vegna samkeppnisreglna.
Fjárfestar sem óska eftir að taka þátt í söluferlinu skulu leggja fram trúnaðaryfirlýsingu sem skal
skilað til Fyrirtækjaráðgjafar Arion banka á þar til gerðu formi. Sölugögn verða afhent þátttakendum
á tímabilinu 21.–28. september næstkomandi.
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka mun taka við óskuldbindandi tilboðum til kl. 16.00 miðvikudaginn 29.
september næstkomandi. Tilboðum skal skila á þar til gerðu formi og skulu tilskildar upplýsingar um
fjárfesta fylgja tilboðum.
Í kjölfarið verða tilboðin metin og völdum fjárfestum boðin áframhaldandi þátttaka í söluferlinu.
Munu þeir fjárfestar fá aðgang að frekari upplýsingum um rekstur og fjárhag Heklu áður en óskað
verður eftir lokatilboðum og gengið til endanlegra samninga um sölu.
Frekari upplýsingar
Upplýsingar um söluferlið má nálgast hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka í síma 444-6000 eða með
því að senda tölvupóst á fyrirtaekjaradgjof.hekla2010@arionbanki.is.
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf.
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur verið falið að annast ráðgjöf og formlegt ferli sem
lýtur að fyrirhugaðri sölu á öllu hlutafé Heklu.