Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 16.09.2010, Qupperneq 22
 16. september 2010 2 Sýningarstúlka sýnir fatnað úr smiðju tískuhönnuðarins Tracy Reese á Mer- cedes Benz-tískuvikunni sem fer nú fram í New York. Margir af fremstu hönn- uðum í tískuiðnaðinum taka þátt í viðburðinum. „Hér verður fatnaður, bæði fyrir dömur og herra á öllum aldri, sem endurspeglar vel hugkvæmni og einstakt handbragð hönnuðar- ins,“ segir Sigyn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri hönnunarfyr- irtækisins Mundi, og vísar þar til nýrrar verslunar sem var opnuð í nafni hönnuðarins Munda á Laugavegi 37 í gær að viðstöddu fjölmenni. Verslunin, Mundi’s Boutique, selur fatnað eftir hönnuðinn sjálf- an sem Sigyn telur hafa ýmsa kosti í för með sér. „Allir hönnuð- ir hafa gott af því að reka verslun í eigin nafni, þarna mun Mundi fá góða yfirsýn yfir verk sín ásamt því að öðlast aðra sýn á þau í gegn- um viðskiptavini sína.“ Mundi sjálfur var þó fjarri góðu gamni þegar verslunin var opnuð þar sem hann og aðstoðar- fólk hans er nú að störfum í París, við undirbúning á þátttöku í tísku- viku sem fer þar fram í upphafi október. „Mundi ætlar að sýna sumarlínu fyrir næsta sumar í húsakynnum Rendez-Vouz, fal- leg og litrík föt og stuttmynd að auki, The Rabbit Hole, súrrealíska mynd með ævintýralegu ívafi þar sem alls kyns furðulegar persón- ur og fötin sjálf koma við sögu,“ segir Sigyn. Að sögn Sigyn er þetta sjötta fatalínan sem Mundi sýnir í París en þátt- taka á tískuvik- unni geti opnað honum ýmsa möguleika. „Þarna munu ýmsir þekktir hönnuðir sýna og Rendez-Vouz er klárlega rétti staðurinn til að vekja athygli bæði gagnrýnenda og almennings.“ Af tískupöllunum liggur leiðin á Le Fiac, stóra og virta listakaup- stefnu í París þar sem Mundi og félagar hans í MoMS munu sýna listaverk og því næst í Hoxton Square galleríið í London. „Mundi er meðlimur í hópi myndlistar- og gjörningahóps, sem kallast Mom´s, sem ætlar að sýna verk í París og London. Það er mikill heiður að komast þarna inn með verk eftir sig, en öll stóru nöfnin í listaheiminum í dag eru yfirleitt á Le Fiac,“ segir Sigyn og getur þess að sökum anna verði Mundi ekki viðloðandi verslunarrekstur- inn hér heima fyrst um sinn. „Ef vel gengur gæti svo verið gaman að opna fleiri verslanir, en hvort af því verður og hvenær skal ósagt látið.“ roald@frettabladid.is Fersk sýn á verkin Óhætt er að segja að tískuhönnuðurinn Mundi hafi í nógu að snú- ast, en hann hefur nú opnað tískuvöruverslun við Laugaveg og mun sýna sumarlínu og listaverk í París. Starfsmenn Mundi’s Boutique voru önnum kafnir við að undirbúa opnun verslunar- innar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN libby corset dress Kr. 34.990 Stærð: 8-18 Haustið er komið í Libby lace clutch Kr. 12.990 romaine cover up Kr. 14.990 S-m-l Er líka til fjólublár piper shift dress Kr. 26.990 Stærð: 8-18 shelby feather dress Kr. 44.990 Stærð: 8-18 alyssa frill dress Kr. 29.990 Stærð: 8-18 jeannie print dress Kr. 34.990 Stærð: 8-18 Komdu við og skoðaðu nýja haustlínu og leyfðu stílistum okkar að aðstoða þig Nýjar vörur á tilboði ! Hvíti liturinn verður allsráðandi næsta vor og sumar ef marka má þær línur sem stóru tískuhönnuð- irnir eru í þann mund að leggja. Einfaldleikinn er allsráðandi og svarti liturin virðist á hröðu undanhaldi. Alexander Wang gengur einna lengst í þessum efnum og í vor- og sumarlínu hans er varla litað plagg að finna. Ef grannt er skoðað má þó sjá ein- staka ljós- um past- ellitum bregða fyrir en annars er allt hvítt, hvort sem það eru buxur, peysur eða skór. - ve Hvítt er hið nýja svart Næsta sumar verður hvítt og pastellitað ef marka má helstu tískuhönnuði heims. Mundi er með mörg járn í eld- inum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.