Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 17. september 2010 11 Það erHafðu samband í síma 800 4000 og fáðu Fjarvinnu fyrir fyrirtækið þitt. heimatengingar fyrir starfsmenn Við aukum hraðann í Fjarvinnu í 12 Mb/s Fyrirtækjum bjóðast 3 grunnpakkar fyrir heimatengingar starfsmanna og viðbætur sem auka gagnaöryggi og tengimöguleika. Hægt er að stækka pakkana upp í allt að 120 GB og skipta kostnaði á milli fyrirtækis og starfsmanna. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VIÐSKIPTI Kaup Framtakssjóðs Íslands og aðkoma lífeyrissjóð- anna að endurreisn efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar var harðlega gagnrýnd á morgunverðarfundi Samtaka verslunar og þjónustu í gær þar sem farið var yfir fjár- festingarstefnu sjóðsins. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson sagði aðkomu lífeyrissjóðanna að atvinnuuppbyggingu og fjármögn- un ýmissa framkvæmda, svo sem vegalagningu, sem til þessa hafi að mestu verið á könnu hins opinbera, bera þess merki að ríkissjóður hafi ekki lengur bolmagn til að standa að þeim. Hafi byrðinni verið velt yfir á lífeyrissjóðina. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Þá taldi hann ó l í k l e g t a ð Framtakssjóð- urinn og lífeyr- issjóðirnir væru réttu fjárhags- legu bakhjarl- arnir til fyrir- tækjakaupa, svo sem á Icelandair Group og Vestia. Innan Vestia er Húsasmiðjan auk fleiri fyrirtækja. Enn á eftir að koma efnahagsreikningi fyrirtæk- isins Húsasmiðjunnar á réttan kjöl. Hallbjörn sagði varasamt að setja fjármagn í slíkan rekstur, ekki síst í fyrirtæki sem eigi eftir að reisa við. Fjárfestingar Framtakssjóðs- ins séu áhættufjárfestingar. Líf- eyrissparnað almennings eigi ekki að nýta með þessu hætti. Þá gagnrýndi Matthías Ims- land, forstjóri Iceland Express, kaup Framtakssjóðsins á hlut í Icelandair. Matthías efaðist um gæði flugfélagsins, sagði vísbend- ingar um að óefnislegar eignir Icelandair, svo sem viðskiptavild, hefðu verið stórlega ofmetnar í bókum félagsins. Þrátt fyrir fjár- hagslega endurskipulagningu séu þær hærra metnar en hjá flugfélög- um á borð við norræna flugfélagið SAS og British Airways. Matthí- as bætti við að eftir að Framtaks- sjóðurinn varð hluthafi í félaginu hafi það kynnt nýja áfangastaði, og nokkrir þeirra hefðu verið þeir sömu og Iceland Express fljúgi til. Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Framtakssjóðsins, gerði ítarlega grein fyrir fjárfesting- arstefnu sjóðsins og fyrirtækja- kaupum hans. Hann svaraði því til að lífeyrissjóðirnir væru ekki að kaupa fyrirtækin. Þeir hefðu sett á laggirnar félag sem sæi um það. Hvað hann áhræri hafi hann um árabil unnið að fjárfestingum í fyrirtækjum. Vísaði hann þar til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá hafi Framtakssjóðurinn ekki í hyggju að eiga allt hlutafé fyrir- tækja til lengri tíma. Öðrum hlut- höfum verði boðið að kaupa hlut í Framtakssjóðnum og sé ætlunin að selja þau eftir fjögur til sjö ár. jonab@frettabladid.is ÞÉTTSETIÐ VAR Á FUNDI UM FJÁRFESTINGARSTEFNU FRAMTAKSSJÓÐSINS Framtaks- sjóðurinn var gagnrýndur harðlega í gær. Sparnað landsmanna á ekki að nýta til kaupa á hlutafé fyrirtækja í vanda og við endurreisn atvinnulífsins, segir Hallbjörn Karlsson, fjárfestir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ábyrgðinni velt af ríkinu á lífeyrissjóði Kaup á hlutafé fyrirtækja er áhættufjárfesting sem lífeyrissjóðirnir eiga ekki að stunda. Hætt er við að tap fyrirtækjanna lendi á herðum sjóðsfélaga, segir fjárfestir. Framtakssjóðurinn er ekki lífeyrissjóðirnir, segir Finnbogi Jónsson. FINNBOGI JÓNSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.