Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 12
12 17. september 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Fréttin af aðförinni að kúbversku feðgun-um vekur óhug. Það að þeir, og að því er fullyrt er, fleiri innflytjendur, hafi neyðst til að flýja land vegna ofsókna og áreitis er skelfileg og óþolandi smán fyrir samfélag okkar. Þjóðflutningar einkenna heiminn okkar og auðga menningu og samfélag, líka okkar eigið. Við eigum að meta það og virða það fólk sem hér sest að. Biblían leggur áherslu á gestrisni í garð framandi fólks og hvetur okkur til að koma fram við útlendinginn af virðingu og á jafnræðisgrunni. Íslendingar eru innflytjendur í landi sínu. Þegar við erum spurð: Hvaðan ertu? þá munu flest okkar þurfa að viðurkenna að það er ekki einföld spurning og ættartréð leiðir í ljós flóknari uppruna en við blasir í fyrstu. Mörg okkar eiga ættingja í öðrum löndum og höfum notið gestrisni framandi þjóða. Samt virðist ríkja hér tortryggni gagnvart þeim útlendingum sem setjast að. Að ungt fólk á Íslandi skuli daðra við for- dóma og hatur og ganga til liðs við ofbeldis- menn til að klekkja á öðru fólki, eins og hér virðist hafa gerst, er grafalvarlegt. Við sem fullorðin erum berum þar mikla ábyrgð. Svo margt í okkar menningu og samskipt- um hefur borið vitni um agaleysi, ábyrgð- arleysi og virðingarleysi í orðum og athöfn. Virðingarleysið getur af sér kaldhæðni og kaldhæðnin nærir reiði, fyrirlitningu og hatur. Það er samfélagsmein. Okkur ber skylda til að vinna gegn því hugarfari og afstöðu. Við eigum að láta það heyrast hátt og skýrt að kynþáttahatur, tor- tryggni gagnvart útlendingum, já og for- dómar gegn trúarbrögðum verði ekki liðið á Íslandi. Öll eigum við hlutdeild í sömu mennsku. Okkur ber skylda til að stuðla að bættri vellíðan, lífsgæðum og mannréttind- um allra sem í landinu okkar búa og dvelja, að styðja við hælisleitendur og verja rétt- indi þeirra. Þeirri skyldu megum við ekki bregðast. Umhyggja í stað ofbeldis Fordómar Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands Við eigum að láta það heyrast hátt og skýrt að kynþáttahatur, tor- tryggni gagnvart útlendingum, já og fordómar gegn trúarbrögð- um verði ekki liðið á Íslandi. Fimm á palli Tvö af helstu umræðuefnum lands- manna síðustu daga gætu runnið saman í eitt á málþingi sem haldið verður á Háskólatorgi klukkan 15 til að fjalla um grein Andra Snæs Magnasonar, sem birtist í Fréttablaðinu og hét „Í landi hinna klikkuðu karlmanna“. Greinin hefur kveikt nýja glóð í umræðum um orkumál og atvinnu- stefnu. Þarna á pall- borðinu skiptast á skoðunum við Andra Snæ fjórir þjóðþekktir og áhrifamiklir karlmenn. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri SA, Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur, Tryggvi Þór Herberts- son alþingismaður og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur. Verður nokkurt vit í þessu? Andleg samkynhneigð Grein Andra Snæs hefur deilt sviðsljósinu síðustu daga með skýrslu þingmannanefndar Atla Gíslasonar um hvernig eigi að bregð- ast við rannsóknar- nefndarskýrslunni um orsakir hruns- ins. Þar kemur fram kynjafræðileg greining og beinir sjónum að andlegri samkynhneigð karla. Konur fái sjaldan aðgang að þýðingarmiklum umræðum og ákvörðunum í þjóðfélaginu. Karlar ræði þetta sín á milli en sniðgangi konurn- ar, jafnvel þótt þær fari með formleg völd. Kannski gefa karlarnir fimm þessu sjónar- horni gaum í samræðu sinni á Háskólatorgi. - pg 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 JÓN GNARR, TOBBA MARÍNÓS, HILMIR SNÆR OG LOGI Í BEINNI Í KVÖLD KL. 20:50 D ómur Hæstaréttar um vexti á myntkörfuláni og við- brögð ríkisstjórnarinnar við honum stuðla að því að draga úr óvissu um stöðu skuldara. Fyrri dómur Hæstaréttar, sem dæmdi gengisviðmiðun lána sem veitt eru í íslenzkum krónum ólöglega, svaraði ekki spurningunni um hvernig reikna ætti vexti af lánunum. Nú ligg- ur það fyrir; Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ákvæði í lánasamningunum um lága, erlenda vexti hafi verið órjúfan- lega tengd við gengistryggingu lánanna. Þegar henni sé ekki lengur til að dreifa beri að miða við lægstu óverðtryggða vexti Seðlabankans. Þetta er það sem búast mátti við. Væntingar margra, þar með talinna opinberra embætt- ismanna á borð við talsmann neytenda, um annað voru alla tíð óraunhæfar. Raunar má spyrja hversu ábyrgt það hafi verið af viðkomandi að vekja hjá fólki vonir um að það fengi vaxtakjör sem aldrei hafa verið í boði á Íslandi – eins og það hefði unnið í happdrætti. Í landi með ónýtan gjaldmiðil lánar enginn peninga til lengri tíma nema með einhvers konar tryggingu fyrir því að fá endurgreiddar jafnverðmætar krónur og hann lánaði. Sú stað- reynd endurspeglast í Hæstaréttardómnum. Með dómi Hæstaréttar verða þeir sem tóku myntkörfulán álíka settir og þeir sem tóku hefðbundin, verðtryggð lán í íslenzkum krónum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt ýmsir lýsi dómin- um sem miklum vonbrigðum, er talið að höfuðstóll gengistryggðra lána lækki um fjórðung til helming. Það gerir hlutskipti margra fjölskyldna mun bærilegra. Að þessu sinni var ríkisstjórnin viðbúin dómnum og brást strax við. Löggjöfin, sem Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráð- herra leggur til að verði sett, á að taka af allan vafa um að eins verði farið með öll bíla- og húsnæðislán, sem einstaklingar tóku. Það mun kosta bankakerfið yfir 43 milljarða króna. Hins vegar vill ráðherrann sömuleiðis setja lög, sem hindra að það sama gangi yfir fyrirtæki með lán, sem tengd eru við erlenda gjaldmiðla. Það er gert með þeim rökum að slíkt yrði of mikið högg fyrir banka- kerfið og þar með skattgreiðendur, sem gætu enn þurft að leggja bönkunum til eigið fé. Á móti vill ráðherra knýja bankana til að gera gangskör að endurskipulagningu skulda fyrirtækjanna. Markmið efnahags- og viðskiptaráðherra með því að fara þessa leið eru skiljanleg. Hann vill létta undir með heimilunum í skulda- vanda þeirra og stuðla að því að þau fyrirtæki, sem mest þurfa á endurskipulagningu lána að halda, fái aðstoð í stað þess að skatt- greiðendur neyðist til að hjálpa bönkunum á ný. Þannig færi fram gífurleg eignatilfærsla frá almenningi til fyrirtækja með gengis- tryggð lán, burtséð frá stöðu þeirra. Sú lagasetning getur þó enn og aftur þurft að koma til kasta dómstóla ef fyrirtæki láta reyna á rétt sinn, sem líklegt verður að teljast. Gagnvart heimilunum í landinu þýðir dómur Hæstaréttar og boðuð lagasetning hins vegar að óvissu hefur verið eytt og lín- urnar skýrzt. Það er mikils virði. Dómur Hæstaréttar um gengislánin er eins og við mátti búast. Hann dregur úr óvissu. Skýrari línur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.