Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 16
 17. september 2010 FÖSTUDAGUR16 „Í raun má líta á sögurnar sem hálfgert uppgjör við góðærið og kreppuna, þetta sérkennilega tímabil sem einkenndist meðal annars af útrás, græðgisvæð- ingu og loks hruni og afleiðingum þess,“ segir vinjettuhöfundurinn góð- kunni og fagurkerinn Ármann Reynis- son sem hefur gefið út sína tíundu bók í flokki vinjetta á einum áratug, Vinj- ettur X, þar sem höfundurinn kryfur síðasta áratug ásamt því að segja bar- áttusögur íslenskra alþýðuhetja, fjöl- skyldusögur, frá miðri nítjándu öld og fram til síðustu aldamóta. „Ég hef lagt áherslu á fjölbreytileika með hverri bók sem ég hef skrifað og þessi er engin undantekning frá þeirri reglu þar sem fjölbreytileiki tilverunn- ar endurspeglast í þeim 43 sögum sem bókin hefur að geyma. Þetta eru sögur ólíkra einstaklinga, fólksins sem byggði upp íslenskt velferðarsamfélag og svo bankastrákanna, útrásarvík- inganna og stjórnmálamanna og í bók- inni leik ég mér að því að tefla þeim fram sem andstæðum til að opna les- andanum sýn inn í stóra veröld,“ segir Ármann og bætir við að vonandi verði bókin komandi kynslóðum umhugsun- arefni. „Ég vil sýna fólki hversu ógn- vekjandi munur var á þjóðinni, hvernig hún umturnaðist algjörlega á skömm- um tíma.“ Sögurnar segir Ármann nánast hafa skrifað sig sjálfar, meðal annars vegna reynslu sinnar af viðskiptalífinu. „Það vill nú svo til að ég hef óvenju mikla innsýn inn í íslenskan og erlendan við- skiptaheim af fyrri störfum mínum, sem ég notfæri mér, og meðan á útrás- artímabilinu stóð skrifaði ég síðan heilt ritsafn, þannig að ég stóð utan við viðskiptalífið en sá töluvert í gegn- um það,“ segir höfundurinn og bætir við að eigin reynsla af fjármálahruni hafi nýst honum vel til að skrifa um efnhagshrunið. „Ég upplifði það náttúrlega á sínum tíma að fyrirtækið mitt, Ávöxtun, sem var fjármálafyrirtæki með alla þjónustu fyrir sparifjáreigendur, var sprengt upp nánast á einni nóttu og í kjölfarið var ég dreginn á asnaeyr- unum í fimm ár og síðan sendur til fangelsisvistar á Kvíabryggju í ár. Þar með tók líf mitt óvænta stefnu því kerfið, sem stóð að öllum þess- um málum, gerði mig að rithöfundi. Eftir að ég byrjaði að skrifa árið 2000 skar ég á öll tengsl við viðskiptalífið. Okkur Björg ólfi Guðmundssyni hefur oft verið líkt saman í gegnum tíðina. Báðir lentum við í stórum gjaldþrotum en hann sneri aftur inn í viðskiptalíf- ið og fólk sér hvernig komið er fyrir honum á meðan því finnst ég hafa orðið farsæll með mitt líf, sem vinjettuhöf- undur,“ segir Ármann. Spurður hvort hann óttist ekki að það kunni að koma spánskt fyrir sjónir að maður sem hafi verið dæmdur fyrir fjárdrátt skuli gagnrýna útrásina, stjórnmálamenn og menn í viðskipta- lífinu á prenti, segist Ármann hvergi vera banginn. „Alls ekki því ég er þarna að nýta mína dýrmætu reynslu í þessum útrásarsögum, í sumum set ég mig í spor útrásarvíkinga og banka- stráka enda má segja að ég hafi verið langt á undan minni samtíð í þessum viðskiptum, og í öðrum er ég áhorfandi á fáránleika tilverunnar, rétt eins og ég var áhorfandi en ekki þátttakandi í bankahruninu.“ Ármann segist vera sannfærður um að bókin eigi eftir að vekja umtal en kveðst ekki óttast gagnrýni. „Veistu, ég hef verið umdeildur maður alla tíð, allt frá því að ég kom heim frá London árið 1982 og stofnaði Ávöxtun, en þá voru Íslendingar áratugum á eftir í fjár- málahugsun, og lenti svo í persónulegu hruni og sat inni, þannig að ég er ekki hræddur við gagnrýni. Ég geri eigin- lega fastlega ráð fyrir að bókin verði umdeild eins og annað sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Út af fyrir sig er ég ánægður með að vera umdeildur fyrr og síðar, því sá sem er ekki umdeild- ur hefur náttúrlega ekkert að segja.“ roald@frettabladid.is timamot@frettabladid.is ÁRMANN REYNISSON: TEKST Á VIÐ ÚTRÁSINA Í SINNI TÍUNDU VINJETTUBÓK Ég var Björgólfur míns tíma VINJETTUHÁTÍÐ Ármann Reynisson ætlar að fagna útgáfu tíundu vinjettubókar sinnar með óvenjulegum veisluhöldum. „Ég verð með vinjettuhátíð í Gróttu hinn 10. október milli klukkan 14 og 16 þar sem valinkunnir menn og konur munu lesa upp úr verkum mínum og að svo búnu verður vegleg tónlistardagskrá,“ segir hann fullur tilhlökkunar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún L. Kristjánsdóttir, Skála Seltjarnarnesi, sem lést að Hrafnistu Reykjavík, föstudaginn 3. september, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 17. september kl. 13.00. Unnur V. Duck Elísabet Stefánsdóttir Kristján Jóhannsson Kristjana Stefánsdóttir Guðmundur Þorkelsson Anna Stefánsdóttir Reynir Hólm Jónsson barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og systur, Helenu Svavarsdóttur Sérstakar þakkir til starfsfólks taugalækningadeildar B2 við Landspítalann í Fossvogi fyrir einstaka umhyggju og aðhlynningu. Reynir A. Eiríksson Linda Sólveig Birgisdóttir Svan Hector Trampe Brynja Björk Birgisdóttir Birgir Fannar Birgisson Dagmar Valgerður Kristinsdóttir barnabörn, systkini hinnar látnu og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, systir og tengdadóttir Þóranna Sigríður Jósafatsdóttir Dalseli 9, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut þann 14. september sl. Útförin verður auglýst síðar. Jónsteinn Jónsson Elvar Freyr Jónsteinsson Rebekka Lea Te Maiharoa Grétar Jósafat Jónsteinsson Jón Ingiberg Jónsteinsson Viktoría Sigurgeirsdóttir barnabörn, systkini og tengdamóðir. Kristófer Baldur Pálmason, f.v. dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins Vesturbrún 31, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag föstudag 17. september kl. 15.00. Aðstandendur Okkar elskulega sambýliskona, móðir, dóttir og systir, Gunnhildur Júlíusdóttir Gullengi 21, Reykjavík, lést að heimili sínu 14. september síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 23. september næstkomandi kl. 13.00. Karl Lilliendahl Ragnarsson Christian Lilliendahl Karlsson Jenný Hauksdóttir Júlíus Viðarsson Hulda Þórsdóttir Hafþór Júlíusson MOSAIK BRYAN SINGER kvikmyndaleikstjóri er 45 ára. „Kvikmyndagerð er tilgangslaus nema maður ætli að sýna fram á eitt- hvað sérstakt. Annars er alveg eins gott að fara í leikhús.“ 45 Merkisatburðir 1630 Borgin Boston í Banda- ríkjunum stofnuð af breskum landnemum. 1823 Fyrsta grindadráp í Reykjavík. 450 mar svín rekin á land vestur í hafnarkrikanum þar sem Slippurinn er núna. 1939 Sovétríkin ráðast inn í Pólland úr austri í sam- ræmi við samkomulag þeirra við Þýskaland. 1948 Folke Bernadotte greifi myrtur af meðlim- um ísraelsku hryðju- verkasamtakanna Stern (einnig kölluð Lehi). 1966 Vegur fyrir Ólafsfjarðar- múla formlega opnaður. 1987 Fréttaþátturinn 19:19 hefur göngu sína á Stöð 2. 1988 Sumarólympíuleikar settir í Seoul í Suður- Kóreu. 1992 Landsbankinn tekur eignir Sambands íslenskra samvinnufé- laga upp í skuldir og innlimar þar með Sam- vinnubankann. 1994 Óperan Vald örlaganna frumsýnd í Þjóðleikhús- inu og syngja Kristján Jóhannsson og Elín Ósk Óskarsdóttir aðalhlut- verkin. 2001 Mesta stigafall í sögu Dow Jones-vísitölunn- ar verður á fyrsta við- skiptadegi bandarísku kauphallarinnar eftir 11. september. Verslunarráð Íslands (síðar Viðskipta- ráð Íslands) var stofnað fyrir tilstuðlan umsvifamikilla manna í íslensku við- skiptalífi á þessum degi árið 1917, í þeim tilgangi að „vernda og efla verslun iðnað og siglingar“ eins og stóð í lögum Versl- unarráðsins. Mörg íslenskra fyrirtækja eru aðilar að Viðskiptaráði Íslands, eins og það kallast nú, sem hefur aðsetur í Húsi verslunar- innar. Allir sem stunda einhvers konar rekstur geta gerst aðilar að ráðinu. Þess má líka geta að Verslunarráð Íslands tók við rekstri Verslunarskóla Íslands árið 1922 og rekur nú að auki Háskólann í Reykjavík. Garðar Gíslason var fyrsti formaður Verslunarráðs Íslands og gegndi því starfi til 1933. Finnur Oddsson er nú fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. ÞETTA GERÐIST: 17. SEPTEMBER 1917 Verslunarráð Íslands var stofnað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.