Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 22
4 föstudagur 17. september tíðin ✽ fylgist vel með T ískustraumar og stefnur eru ekki bara í fatnaði heldur einnig í förðunar- vörum. Samkvæmt spek- ingum í þeim efnum eru dökkir mattir tónar vinsælir í bland við fallega náttúrulega áferð á húð og hári. Sanseraðir litir víkja fyrir möttum augnskuggum, varalitum og farða. Samkvæmt Maríu Guðvarðar- dóttur hjá Mac verður eyeliner áberandi í haust sem og demp- aðir litir í augnförðun. Gráir og brúnir mattir tónar á augum verða vinsælir sem og dökkir tónar á vörum. Mac sér einmitt um förð- unina á þeim átta stelpum sem taka þátt í Elite-fyrirsætukeppn- inni hér á landi 26. septemb- er. Tvær myndatökur með stelp- unum hafa nú þegar farið fram en það er ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson sem stendur bak við linsuna. „Við ætlum að leitast við að halda sem fastast í náttúrulegt útlit stelpnanna en ætlum einn- ig að gera eitthvað sem tengist nýju haustlínunni hjá Mac,“ segir María. Undirbúningur fyrir keppn- ina er á fullu um þessar mundir en hún fer fram á Grand hóteli. Grátt og brúnt á augum Á sýningu Al- exanders Wang fyrir haust voru fyrirsæt- urnar með augnförðun í takt við tíunda áratuginn. Augnskugga sem náði alla leið að augabrúnum. NORDICPHOTOS/GETTY Náttúruleikinn í fyrirrúmi Samkvæmt Marc Jacobs eiga dömurnar að vera með ósjáanlegan farða í vetur og leyfa nátt- úruleikanum að skína í gegn. NORDICPHOTOS/GETTY Dökkar varir Svarfjólublár varalitur á sýningu Proenza Schouler fyrir komandi haust og vetur. NORDICPHOTOS/GETTY Náttúrulegt hjá Elite Stúlkurnar sem keppa í Elite-keppninni voru farðaðar með náttúrulegum litum fyrir myndatökuna. VELÚR, DOPPUR OG HÁ MITTI Alexa Chung með fatalínu fyrir Madewell STÚLKURNAR Í ELITE FARÐAÐAR Í TAKT VIÐ NÝJA STRAUMA OG STEFNUR DÖKKIR LITIR ALLSRÁÐANDI Í VETUR Hress á opnun Alexa Chung var glöð í bragði á opnuninni í hvítu pilsi og ljósbrúnni peysu. NORDICPHOTOS/GETTY Flottar stuttbuxur Fyrirsætur klæðast sætum gallastutt- buxum úr nýju línunni. NORDICPHOTOS/GETTY S jónvarpsstjarn- an Alexa Chung þykir kunna að klæða sig og hefur eig- inlega tekið við kyndli Kate Moss sem tísku- fyrirmynd. Nú hefur hún fetað í fótspor ann- arra tískuljóna og hann- ar sína eigin fatalínu fyrir bandarísku versl- unarkeðjuna Made- well. Fatalínan kom í verslanir fyrir stuttu og má glögglega sjá fata- stíl Chung skína í gegn. Stuttir stelpulegir kjól- ar, stuttbuxur með háu mitti og doppótt- ar skyrtur. Brúnir skór og gráir sokkar. Stelpu- leg klassík og ef marka má viðtökur vestanhafs á Alexa Chung eftir að láta frekar til sín taka á fatamarkaðnum í fram- tíðinni. áp HLÝTT FYRIR VETURINN Nú þegar kuldaboli er farinn að láta á sér kræla er kjörið að draga fram hlýjar hosur, vettlinga og trefla til að klæðast úti í kuldanum. Stórir, þykkir treflar og litrík sjöl verða vinsælir fylgihlutir í vetur líkt og sést hefur á sýningarpöllum hjá hönnuðum á borð við Jill Stuart, Kenzo og D&G. Þeir sem vilja tolla í vetrartískunni ættu því ekki að krókna úr kulda í vetur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.