Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 24
6 föstudagur 17. september Drífa Skúladóttir, fyrrverandi landsliðs- kona í handbolta, hefur sagt skilið við boltann en fundið nýja ástríðu í saumaskap og uppeldi barna sinna tveggja. Viðtal: Sara McMahon Myndir: Anton Brink D rífa er uppalin í Breiðholtinu og er ein sex systkina. Heimilisl íf ið var fjörugt í svo stór- um barnahópi og segir Drífa þau systkinin öll vera mikla vini. „Ég á fimm systkini og er sjálf tvíburi. Heimilislífið var ofsalega fjör- ugt og ekki nóg með að þetta hafi verið stórt heimili, þá var þetta eiginlega félagsmiðstöðin í hverf- inu líka,“ segir Drífa og hlær. Ell- efu ár eru á milli elsta og yngsta systkinisins og þrátt fyrir ald- ursmuninn deila þau öll svipuð- um áhugamálum og er handbolti þar á meðal. Drífa og tvíburasyst- ir hennar, Dagný, hófu handbolta- feril sinn þrettán ára gamlar með íþróttafélaginu ÍR en lengst af léku þær þó með meistaradeild Vals og náðu þar góðum árangri. Tvær aðrar systur Drífu hafa einnig látið til sín taka í handboltanum og á tímabili léku þrjár af systrunum með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta á sama tíma. „Það gerð- ist einu sinni að við vorum allar þrjár inni á vellinum á sama tíma og mynduðum þá annan væng- inn. Það var mjög gaman,“ segir Drífa sem ákvað að leggja boltann á hilluna í fyrra eftir að hún varð ólétt af sínu öðru barni og æfir nú ásamt tvíburasystur sinni með B- liði Vals. Þegar Drífa er innt eftir því hvernig það sé að eiga tvíbura- systur svarar hún hlæjandi: „Mér finnst það æðislegt, en ég þekki náttúrulega ekki neitt annað. Það er sérstaklega gaman núna því við erum með börn á svipuðum aldri og maður hefur því alltaf einhvern félagsskap.“ ÚR GETTÓINU Í VESTURBÆ Að sögn Drífu var æðislegt að alast upp í Breiðholti og segir hún hverfið hafa verið gott og gróið fjölskylduhverfi þrátt fyrir slæmt orðspor. „Þegar við vorum í yngri ÚR HANDBOLTA Í SAUMASKAP Hörkudugleg Drífa Skúladóttir hefur sagt skilið við handboltann og situr nú kvöldin löng við saumaskap. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? The Office. Besti maturinn? Það er humar. Eftirminnilegasta augnablikið? Að eignast börnin mín. Helsta fyrirmynd? Mamma mín og pabbi fyrir að ala upp sex börn! Uppáhalds íþróttaliðið? Það er Valur. ✽ b ak v ið tj öl di n www.sifcosmetics.is • Vinna gegn öldrun húðarinnar • Aukinn raki og fylling • Henta öllum húðgerðum Íslensk nýsköpun, hugvit og framleiðsla Vellíðan og betra útlit PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 0 22 0 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.