Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 36
20 17. september 2010 FÖSTUDAGUR Þegar hausta tekur er tilvalið að eiga notalegar samverustundir heima með fjölskyldunni. Það er gaman að lesa og leika saman! SAMAN Dagana 9. - 21. september. Í verslunum Eymundsson færð þú þátttöku- blað sem þú teiknar á og skrifar skráningar- upplýsingar. Þemað í keppninni er „Furðuverur“ og má teikna með hvaða litum sem er! Valdar myndir verða síðan birtar á Facebook-síðu Eymundsson ásamt myndum sigurvegaranna. Keppnin stendur til 21. sept. og verða verðlaun veitt í þremur aldurshópum: 4 – 6 ára 7 – 9 ára 10 – 12 ára Níu þátttakendur í hverjum flokki fá bókagjöf og sigurvegarar allra flokka fá listapakka. Ertu klár að teikna? BARA KREISTA! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -1 2 0 4 BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hæ Svetlana, ertu í stuði til að gera eitt- hvað í kvöld? Nei hæ, elskan! Algjörlega! Ég er bara að fara að borða. Eigum við svo ekki að fara á pöbbinn og skvetta í okkur? Góð hugmynd! Kannski hittirðu strætóbíl- stjórann aftur. Vonandi ekki, hann er óhugn- anlega ljótur! Þá er ég spenntari fyrir kjötstykkinu fyrir aftan barborðið! Kannski hann fái að kíkja í heimsókn í kvöld! Nei róleg, ég held að hann sé hommi! Allir þessir sætu eru hommar! Sjáumst! Ciao Bella! Hvar varstu? Ég var bara að fá skilaboðin þín. Það er korter síðan ég hringdi! Heldurðu að ég sitji og bíði eftir að þú hringir? Þú þarft alla vega ekki að svara „jæja“ í símann. Þú átt eftir að kynnast þessu! Nei hæ skvísa, má bjóða þér upp á drykk? Hvað með smá knús? Nei? Allt í lagi. Heyrðu góði, ég vil ekkert símanúmerið þitt! Ef ég verð einhvern tímann boðin í fínt matarboð, Afsakið Afsakið mi g Ég bið forláts Æ fyrirgefiði Afsakið Það er svo merkilegt með fortíðina að þótt hún sé ekki til sem slík er hún samt svo römm að afli. Þótt fortíðin sé liðin getur hún engu að síður ráðið svo miklu um hvert við förum og hvernig okkur farnast þegar við komumst þangað. Eftir hrun átti til dæmis að reisa „nýtt“ Ísland á „gömlum“ gildum; slátri, lopapeysum, innanlands- ferðalögum og Lindubuffi. Og nú hefur for- tíðarhyggjan hafið innreið sína í dómskerf- ið, eftir krókaleiðum. TIL stendur að draga nokkra afglapa úr stjórnmálastétt fyrir landsdóm. Landsdóm- ur hefur aldrei verið brúkaður frá því hann var settur á laggirnar árið 1905. Lögin um hann eru í grunninn þau sömu og fyrir 105 árum. Sagt er að eitt mesta böl þjóð- arinnar hafi verið að tapa tengslum við sögu sína. Prófum að setja landsdóminn í sögulegt samhengi. LÖGIN um landsdóm standa Napóleóns- stríðunum nær í tíma en bankahruninu á Íslandi. Þau voru samþykkt í blábyrj- un vélvæðingarinnar, þegar Ísland var enn þá konungsríki. Það voru enn níu ár í að fyrri heimsstyrj- öldin yrði háð og talsvert lengra í þá seinni. Vistarbandið hafði verið afnumið aðeins níu árum fyrr, konur höfðu ekki enn fengið kosningarétt, dauða- refsing var enn í gildi, Háskóli Íslands hafði ekki verið stofnaður og pensilín var ekki komið til sögunnar. Það voru 25 ár í kreppuna miklu og rúm öld þar til annað efnahagshrun af viðlíka stærðar- gráðu átti eftir að dynja yfir. ÞAÐ hefur með öðrum orðum ansi margt á daga okkar drifið frá því að lög um lands- dóm voru sett. Það má eiginlega segja að samfélagið hafi tekið fullkomnum stakka- skiptum. Það þýðir auðvitað ekki að öll gömul lög hljóti að vera úreld; sum lög, sér- staklega þau sem lúta að mannréttindum, mega heita algild. En lögin um ráðherra- ábyrgð og framkvæmd þeirra eru ekki þar á meðal. EF við ætlum að dusta rykið af þessu ryðg- aða amboði, sem legið hefur óbætt hjá garði frá því það var smíðað, til að reyna að berja í bresti meingallaðs stjórnkerfis verður árangurinn eftir því. Það er vís leið til glöt- unar. Þetta er ekki Nýja Ísland, þetta er Hundrað og fimm ára Ísland. STAÐREYNDIN er sú að við höfum engin haldbær úrræði til að draga vonda stjórn- málamenn til refsiábyrgðar fyrir utan hið almenna dómskerfi. Við getum ekki reynt að horfa fram hjá því með því að efna til pólitískra réttarhalda í skjóli þess að lög- fræðilega sé það hægt. Það er lítið réttlæti fólgið í því. Skárra er að treysta á dóm sög- unnar en dóm sem heyrir sögunni til. Hinir dómbæru Þetta er ekki síma- númerið, þetta er staðan á banka- bókinni minni! 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. góna, 6. kraðak, 8. dýrahljóð, 9. í hálsi, 11. ekki, 12. helgitákn, 14. kjöt, 16. í röð, 17. mánuður, 18. ennþá, 20. átt, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. lof, 3. tvíhljóði, 4. fargið, 5. kk nafn, 7. slípaður, 10. eldsneyti, 13. er, 15. ávöxtur, 16. húðpoki, 19. nudd. LAUSN LÁRÉTT: 2. gapa, 6. ös, 8. urr, 9. kok, 11. ei, 12. kross, 14. flesk, 16. hi, 17. maí, 18. enn, 20. nv, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. þökk, 3. au, 4. pressan, 5. ari, 7. sorfinn, 10. kol, 13. sem, 15. kíví, 16. hes, 19. nú.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.