Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 2
2 20. september 2010 MÁNUDAGUR SAMFÉLAG Talsverðar sveiflur eru í fæðingum eftir dögum ársins, en þær voru þó umtalsvert meiri fyrr á árum. Flestir Íslendingar eiga afmæli í sumarmánuðunum, en fæstir yfir háveturinn, sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Fæstir Íslendingar eiga afmæli á jóladag, 25. desember, 666 tals- ins. Aðrir dagar í kringum jóla- hátíðina virðast ekki heldur vin- sælir til barneigna. Alls eiga 705 Íslendingar afmæli 31. desember, og litlu færri 24. desember og 26. desember. Ólöf Garðarsdóttir, dósent í sagnfræði á menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Fæðingar séu ekki settar í gang þessa daga, og börn ekki tekin með keisara- skurði nema slík aðgerð þoli enga bið. Langsamlega fæstir eiga þó auð- vitað afmæli 29. febrúar, enda bæt- ast aðeins ný afmælisbörn í hópinn fjórða hvert ár. Algengasti afmælisdagur lands- manna er 16. júlí, en 974 eiga afmæli þann dag, nær helmingi fleiri en eiga afmæli á jóladag. Litlu færri eiga afmæli 2. október, og fjölmargir eiga einnig afmæli í byrjun ágúst, eins og sjá má í með- fylgjandi súluriti. Þróunin hefur verið sú að algeng- ara er að börn fæðist á sumrin en á veturna, segir Ólöf. Mikið hefur dregið úr slíkum árstíðasveiflum á undanförnum þremur áratugum og þær séu nú að hverfa. Ólöf segir skýringuna á þessu ekki hafa verið rannsakaða í þaula. Margt geti komið til. Þannig hafi giftingar oft farið fram á haustin, og ekki óalgengt að fyrsta barnið hafi verið komið undir þegar athöfn- in hafi farið fram. Þá geti líka spil- að inn í að karlmenn hafi víða farið í verbúðir yfir vetrartímann og kyn- líf því minna stundað á meðan. Ólöf segir að áhugavert væri að rannsaka áhrif næringarlegs ástands mæðra, enda yfirleitt mest til í búinu í lok sumars og þær því mögulega betur í stakk búnar til að ala börn. Mögulega geti það skýrt hluta árstíðasveiflunnar. brjann@frettabladid.is Langfæstir fæðast í kringum hátíðirnar Fæstir Íslendingar eiga afmæli á jóladag og aðra daga í kringum hátíðirnar. Flestir eiga afmæli einhvern tímann yfir sumarið. Árstíðabundin sveifla hefur verið á fæðingum, en hún er nú óðum að hverfa segir sagnfræðingur. LÖGREGLUMÁL Starfsmaður HB Granda á Vopnafirði vann mikil spjöll á tækjum og tólum með sleggju í frystihúsi fyrirtækisins aðfaranótt laugardags. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, var handtekinn á laugardag og sleppt eftir yfirheyrslur. Hann játaði verknaðinn og telst málið upplýst af hálfu lögreglu. Maðurinn fór inn í húsnæði fyrirtækisins aðfara- nótt laugardags og skemmdi tæki og búnað, meðal annars prentara og tölvur. Við atganginn fór bruna- varnakerfi af stað og í kjölfarið kom vakthafandi vélstjóri að manninum, sem þá hafði látið af iðju sinni. Í kjölfarið var Magnús Róbertsson vinnslu- stjóri kvaddur á vettvang, og var maðurinn sóttur af bróður sínum skömmu síðar. Magnús segir manninn hafa verið talsvert drukk- inn en þó rólegan þegar aðra bar að garði eftir ber- serksganginn. „Þetta er mjög leiðinlegt mál því þetta er dagfarsprúður piltur og góður starfskraft- ur. Ég veit ekki til þess að hann hafi átt nokkuð sökótt við fyrirtækið og held að honum hafi liðið vel í vinnunni. Það var líf í bænum þetta kvöld og ég skrifa þetta frekar á að hann hafi fengið sér of marga bjóra,“ segir Magnús. Enn á eftir að reikna út hversu mikið tjónið er en það hleypur minnst á hundruðum þúsunda króna. Að sögn Magnúsar hefur framtíð mannsins innan fyrirtækisins ekki verið ákveðin, en hann verið sendur tímabundið í launalaust leyfi. - kg Starfsmaður HB Granda á Vopnafirði skemmdi tæki og búnað með sleggju: Drukkinn gekk berserksgang VOPNAFJÖRÐUR Maðurinn vann spjöll á tækjum og búnaði húsnæðis HB Granda. VIÐSKIPTI Danski bankinn FIH Erhvervsbank hefur verið seld- ur dönsku lífeyrissjóðunum ATP og PFA, sænska tryggingafyrir- tækinu Folksam og fyrirtækinu CPDyvig fyrir allt að 103 millj- arða króna. Seðlabanki Íslands til- kynnti um þetta í gær. Seðlabankinn á veð í 99,89 pró- senta hlut í bankanum vegna 500 milljóna evra þrautavaraláns sem veitt var til Kaupþings haustið 2008. Strax eru greiddir 1,9 millj- arðar danskra króna af fimm, eða um 40 milljarðar íslenskra króna. Haft er eftir Má Guðmunds- syni seðlabankastjóra í tilkynn- ingunni að salan sé ágæt miðað við aðstæður. Seðlabankinn fái strax talsverða upphæð í erlendum gjaldeyri og eigi möguleika á að endurheimta veð sitt að fullu. - sh Seðlabankastjóri sáttur: Búið að ganga frá sölu á FIH STJÓRNSÝSLA Skýrsla Magma- nefndarinnar sýnir að kaup Magma á HS orku samræmdust lögum, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnað- arráðherra. „Ég sé ekki betur en að nefndin komist að þeirri niðurstöðu að samningaleiðin sé sú eina færa,“ segir hún. Katrín segir að það myndi kosta ríkið tugmilljarða að ganga inn í kaupin á þessari stundu, og því sé rétt að ganga til samninga við Magma um forkaupsrétt ríkisins og styttri leigutíma á auðlindinni og láta þar við sitja. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra sagði í fréttum um helgina að niðurstaða nefndar- innar breytti engu um afstöðu ríkisstjórnarinnar. Áfram skuli stefnt að því að leiðrétta stöðuna gagnvart HS orku með tilliti til almannahagsmuna. Katrín segir að samningar við Magma yrðu í þágu almannahagsmuna og að þessu leyti séu þær því sammála. - sh Vill forkaupsrétt að HS orku: Katrín er sam- mála Svandísi ÍRAK Tuttugu og þrír létust og um hundrað særðust er tvær bíl- sprengjur sprungu á tveimur stöð- um í norðurhluta Bagdad í gær. Sprengingarnar urðu í grennd við símafyrirtæki í borginni, en ekki er ljóst hvort það hafi verið skotmark hryðjuverkamannanna. Ofbeldishrina hefur riðið yfir landið í sumar og voru júlí- og ágústmánuðir þeir blóðugustu í rúmt ár. - sm Árásir í norðurhluta Bagdad: Bílsprengjur grönduðu 23 Árni, ertu búinn að gera garð- inn frægan? „Nei, við erum enn uppteknir við að verka uppskeruna.“ Árni Sveinsson kvikmyndagerðarmaður leikstýrði heimildarmyndinni Backyard sem var opnunarmynd kvikmyndahússins Bíós Paradísar. VESTMANNAEYJAR Það var margt um manninn og fólk á öllum aldri sem tók þátt í leiðangrinum út í Suðurey, suðvestur af Heimaey, um helgina. Þangað fóru fjár- bændur á tveimur „tuðrum“, eins og bátarnir eru kallaðir, til að ná í fé sitt og flytja til lands og til að rýja og bólusetja féð sem verður í eynni í vetur. Bændur í Suðurey eru lunda- karlar sem hafa féð þar til að halda eynni í ræktun, en einnig býr féð til göngustíga fyrir lunda- karlana og éta gras frá lundahol- unum svo þær lokist ekki. Sókningsbáturinn Lubba náði í féð sem í land fór. Féð var sett í net og slakað niður 65 metra frá bjargbrúninni niður í bátinn. - kg Smölun í Suðurey gekk vel: Fénu slakað af bjargbrúninni NIÐURFERÐIN HAFIN Fénu var slakað 65 metra niður í sókningsbátinn Lubbu. MYND/ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON ALÞINGI Það er einkennileg og óþægileg staða að geta ekki rætt inntak trúnaðargagna þingmanna- nefndar Atla Gíslasonar með opin- skáum hætti í þinginu vegna trún- aðar sem á þeim hvílir. Þetta segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir kynnti sér gögnin um helgina og segir að efni þeirra hafi í engu breytt afstöðu hans til hugs- anlegrar málshöfðunar á hendur fyrrverandi ráðherrum. „Það sem vekur athygli er hvað þessi gögn eru rýr miðað við það hve mikla áherslu Atli Gíslason lagði á þau í ræðu sinni á föstudaginn,“ segir Birgir. Í gögnunum sé þó mikið um lögfræðileg- ar vangavelt- ur álitsgjafa nefndarinnar sem Birgir hefði viljað ræða á Alþingi. Hluta þeirra hafi Atli vísað til í ræðu sinni en öðrum hafi hann sleppt. Birgir segir að æskilegt hefði verið að gögnin væru opinber svo ekki þyrfti að ræða efni þeirra í véfréttastíl eins og gera þarf með trúnaðargögn. Umræða um málið hefst í dag. Ræðutími hvers þingmanns er tak- markaður en óvíst er hversu lengi umræðurnar munu vara. Atli Gísla- son vill að þeim loknum fá málið aftur til þingmannanefndar sinn- ar, en Birgir er sammála formanni allsherjarnefndar, Róberti Mars- hall, um að skynsamlegt væri að fá málið í allsherjarnefnd. Þannig gæfist öðrum þingmönnum tæki- færi til að leggja mat á störf þing- mannanefndarinnar. - sh Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir trúnaðargögn þingmannanefndar rýr að efni: Óþægilegt að geta ekki rætt gögnin BIRGIR ÁRMANNSSON ÞJÓÐKIRKJAN Mál sex starfsmanna þjóðkirkjunnar hafa borist fag ráði kirkjunnar um kynferð- isbrot frá því það tók til starfa fyrir um ellefu árum. Séra Gunnar R. Matthíasson, formaður ráðsins, býst við því að gerendurnir séu mun fleiri: „Ég reikna með að þau gætu kannski verið fleiri, kannski tvöfalt fleiri,“ segir hann. Gunnar segist ekki hafa nákvæma tölu um þol- endur í málum starfsmannanna sex en segir að allt að þrír þol- endur tengist hverju máli. Sex mál hafa borist fagráði: Gerendur gætu verið fleiri 9. ágú. 968 31. des. 705 Fjöldi landsmanna sem fæddur er hvern dag ársins Heimild: Vefur Hagstofu Íslands 29. feb. 208 16. júl. 974 28. apr. 963 5. ágú. 968 2. okt. 970 24. des. 715 25. des. 666 26. des. 742 janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember 26. sep. 963 SPURNING DAGSINS BRIDS SKÓLINN - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Byrjendur ... 27. september ... 8 mánudagar frá 20-23 Framhald ... 29. september ... 8 miðvikudagar frá 20-23 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - • Byrjendanámskeið: Allir geta lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma í upphafi að átta sig á leikreglunum. Það er fólk á öllum aldri sem sækir skólann og ekkert mál að mæta stakur/stök. Sjá bridge.is/fræðsla. • Framhaldsnámskeið: Námskeiðið hentar breiðum hópi spilara, bæði þeim sem töluvert kunna og eins hinum sem eru tiltölulega nýbyrjaðir. Sjá bridge.is/fræðsla. • Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.