Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 20. september 2010 3 „Þetta er í fyrsta sinn sem verið er að sýna þetta vörumerki utan landsteinanna og sýningargestir voru almennt mjög hrifnir. Þannig að það er alveg óhætt að segja að þetta hafi gengið vel í alla staði,“ segir Teitur Þorkelsson, talsmað- ur íslenska hönnunarfyrirtækis- ins Studio Bility, sem hlaut góðar viðtökur á húsbúnaðarsýning- unni Maison et Objet í París fyrir skemmstu. Hönnuðir Bility sýndu þar ýmsar vörutegundir, svo sem kertastjaka, veggskraut og nýja línu af bóka- merkjum sem er væntanleg í nóv- ember. „Útsendarar frá bókabúð- um voru eðlilega mjög áhugasamir um bókamerkin, sem eru sérstök fyrir þær sakir að líkjast skordýr- um og bæði Frökkum og Japönum fannst veggskrautið stórkostlegt, fiðrildin sem breiða úr vængjun- um fyrir tilstuðlan samspil ljóss og skugga,“ segir hann og getur þess að fyrirtækinu hafi borist fjöldi fyrir- spurna erlendis frá síðan sýning- unni lauk. „Við erum að fá fullt af pönt- unum að utan, bæði minni fyr- ir tækjum sem vilja kannski 50 eintök og upp í stór- ar keðjur sem eru að óska eftir því að við gerum þeim verð- tilboð fyrir allt að 3.000 eintök,“ segir Teitur en bætir við að þótt útlitið sé gott sé ekkert fast í hendi. Þegar hefur verið fjall- að um framlag Bility á sýn- ingunni í Frakklandi í vefmiðlum á borð við Core77 og virt tímarit í hönnunarheiminum eins og Marie Claire Maison, franska útgáfan af Elle og Elite Interior hafa sýnt áhuga á því að fjalla um íslenska vörumerkið. „Þau hafa verið að óska eftir frekari upplýsingum um Bility ásamt myndefni; það verður bara spennandi að sjá hvort eitt- hvað kemur út úr því,“ segir Teit- ur og viðurkennir að hópurinn hafi ekki átt von á því að fá svona sterk viðbrögð ytra. „Satt best að segja renndum við blint í sjó- inn með þátttöku á sýningunni. Sumir höfðu nefni- lega haft orð á því að vörur Stu- dio Bility væru eitthvað sem aðeins Íslending- ar fíla, en svo kom annað heldur betur á daginn,“ útskýrir hann glaður og segir viðbrögðin sannkallað gleði- efni fyrir hönnuði Bility. roald@frettabladid.is Skordýrin vöktu hrifningu í París Hönnuðir á bakvið íslenska vörumerkið Bility tóku þátt í stórri hús- búnaðarsýningu í París fyrir skemmstu. Íslenskt veggskraut og bóka- merki í líki skordýra vöktu almenna hrifningu meðal sýningargesta. Vörumerkið Bility vakti athygli í París á dögunum, en Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Alma Olsen og Rúna Thors standa meðal annarra að baki því. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bíldshöfða 18 | Sími 567 1466 | Opið frá kl. 8–22 Fákafeni 11 - www.boconcept.is no limits in details Bility. Snigill, bókamerki. Hönnuður Rúna Thors. Bility. Humla, ísskáps- segull. Hönnuður Jenny Ekdahl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.