Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 4
4 24. september 2010 FÖSTUDAGUR KÖNNUN Stuðningsmenn Samfylk- ingarinnar eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi ein- hverja af þeim ráðherrum sem sátu í hruninu fyrir landsdóm. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana, en stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins eru því almennt andstæðir. Meirihluti landsmanna vill að einhverjir af þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde í hruninu verði sóttir til saka fyrir landsdómi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 61,2 prósent vilja að einhverjir ráðherrar verði ákærðir fyrir landsdómi. Um 38,8 prósent vildu ekki að neinn af ráðherrun- um yrði ákærður. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar vilja 45,8 prósent þeirra sem sögðust myndu styðja Samfylkinguna að einhver ráð- herranna verði ákærður, en 54,2 prósent sögðust ekki vilja ákæra ráðherrana. Meðal stuðningsmanna Vinstri grænna var eindreginn stuðning- ur við ákærurnar. Alls vilja 80,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu ákæra, en 19,7 prósent eru því mótfallin. Aðeins 25,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn yrði gengið til kosninga nú vilja að ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Mikill meirihluti, 74,6 prósent, er því andvígur. Um 65 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins sögðust vilja ákæra einhvern af ráðherr- unum, en 35 prósent voru því and- víg. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðn- ingsmanna Hreyfingarinnar eða Borgarahreyfingarinnar. Þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis náði ekki samkomu- lagi um hvort kæra ætti fyrrum ráðherrana. Þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar voru sammála um að ákæra ætti fjóra fyrrum ráðherra, þau Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Þingmenn Samfylk- ingarinnar í þingmannanefndinni vildu ákæra þrjá ráðherra, Geir, Ingibjörgu og Árna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni vildu ekki ákæra ráðherrana. Hringt var í 800 manns fimmtu- daginn 23. september. Þátttakend- ur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Á að ákæra fyrir landsdómi einhvern af ráðherrunum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem sat í hruninu? Alls tóku 79,4 prósent afstöðu til spurn- ingarinnar. brjann@frettabladid.is Skoðanakönnun Fréttablaðsins Á að ákæra fyrir landsdómi einhvern af ráðherrunum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem sat í hruninu? VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 17° 24° 19° 16° 17° 19° 19° 25° 14° 30° 31° 33° 14° 17° 23° 17°Á MORGUN 10-18 m/s S- og V-til, annars 5-10. SUNNUUDAGUR Víðast 8-15 m/s, hvassast SV-til. 10 7 7 7 8 4 12 6 10 8 9 8 7 6 5 5 4 3 2 3 4 5 1111 13 13 10 12 12 12 14 12 BLAUT HELGI Það lítur út fyrir rok og rigningu um sunn- an- og vestanvert landið um helgina. Fyrir norðan og austan verður yfi r- leitt úrkomulítið en á sunnudag verður eilítið hvassara. Með sunnanáttinni hlýnar í veðri, eink- um norðan til. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður 35,0% Já Nei IÐNAÐUR Fjárfesting Rio Tinto Alcan við uppfærslu tæknibúnaðar sem eykur framleiðslugetu nemur 347 milljónum dollara, eða sem nemur 40,6 milljörðum króna. Fjárfestingin kemur frma í kjölfar nýs raforkusamnings við Landsvirkjun. „Nýi raforkusamningurinn tekur gildi 1. október og nær til 2036. Hann gerir Rio Tinto Alcan kleift að hækka strauminn í álver- inu,“ segir í tilkynningunni, en í honum er kveðið á um viðbótar- orku sem nemur 75 megavöttum, auk áframhaldandi afhendingar á þeirri orku sem álverið kaupir nú þegar. Straumhækkunin er sögð hluti af fjárfestingarverkefni sem miði að því að auka framleiðslu álversins um fimmtung, í tæp 230 þúsund tonn á ári, ásamt því að auka afkastagetu lofthreinsibún- aðar og rekstraröryggi með upp- færslu á rafbúnaði. Haft er eftir forstjóra Rio Tinto Alcan í Evrópu, Miðausturlönd- um og Afríku, að álverið veiti 450 manns atvinnu með beinum hætti og eyði í hverjum mánuði 1,5 millj- örðum króna á Íslandi. Tíðindin séu góð bæði fyrir fyrirtækið og fyrir Ísland. Gert er ráð fyrir að stigvaxandi framleiðsluaukning hefjist í apríl 2012 og að fullum afköstum verði náð 2014. - óká Í STRAUMSVÍK Rio Tinto Alcan leggur tæpan 41 milljarð í uppfærslu á álverinu í Straumsvík. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Fjárfest vegna straumhækkunar í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík: Framleiðslugeta eykst um fimmtung BANDARÍKIN, AP Sendinefnd Bandaríkjanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna gekk út úr salnum í gær meðan Mahmoud Ahmadinejad Íransleiðtogi hélt ræðu sína. Ahmadinejad var stóryrtur að vanda og nefndi í ræðu sinni að ýmsa gruni að Bandaríkjastjórn beri sjálf ábyrgð á árásunum 11. september 2001. Tilgangurinn hafi verið sá að tryggja tilveru Ísraelsríkis. Mark Kornblu, talsmaður bandarísku sendinefndarinn- ar, sagði orð Ahmadinejads ekki koma á óvart. - gb Ahmadinejad stóryrtur: Flæmdi Banda- ríkjamenn út MAHMOUD AHMADINEJAD Sparaði ekki stóru orðin frekar en venjulega. NORDICPHOTOS/AFP ÍSRAEL, AP Þó að ísraelsk stjórn- völd hafi fyrir tíu mánuðum lagt tímabundið bann við framkvæmd- um á vegum landtökumanna á her- teknu svæðunum hefur lítið hægt á slíkum framkvæmdum í raun. Bannið rennur út nú um helgina. Palestínumenn hafa sagt að frið- arviðræðum við Ísrael verði sjálf- hætt ef þær hefjast að nýju. Samkvæmt heimildum frétta- stofu AP, sem að hluta eru byggð- ar á rannsóknum ísraelskra frið- arsinna, hefur einungis lítillega verið hægt á þeim. - gb Landtökubyggðir Ísraela: Framkvæmdir í fullum gangi 65,0% 25,4% 74,6% 54,2% 45,8% 19,7% 80,3% Fylgismenn Samfylkingar klofnir í afstöðu til ákæra Tæplega helmingur stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill að einhver af ráðherrunum í ríkisstjórninni sem sat í hruninu verði ákærður. Meirihluti Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur vísað skattahluta Baugsmálsins aftur í hérað, og þar með ógilt frávís- un héraðsdóms á hluta málsins. Hæstiréttur hafnaði þar með kröfum sakborninga í málinu um frávísun. Ákærð í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannes- dóttir, Tryggvi Jónsson og Fjár- festingarfélagið Gaumur. Ákært er fyrir brot á skattalögum. - bj Skattamál aftur í héraðsdóm: Hæstiréttur vill efnismeðferð GEIR H. HAARDE BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR ÁRNI MATHIESEN HEIMILD: SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 23.09.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,1277 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,20 115,74 180,81 181,69 153,59 154,45 20,613 20,733 19,401 19,515 16,685 16,783 1,3624 1,3704 177,10 178,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.