Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 6
6 24. september 2010 FÖSTUDAGUR DÓMSMÁL Karlmaður um tvítugt hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í sjö mánaða fang- elsi, þar af fjóra á skilorði, fyrir fjölda brota. Hann var meðal ann- ars dæmdur fyrir að hrækja á lög- reglumann, hóta honum og öðrum lögreglumönnum lífláti og að skera börn þeirra á háls. Annar tvítugur maður var dæmdur í eins mánaðar skil- orðsbundið fangelsi fyrir að hóta þremur lögreglumönnum lífláti við sama tækifæri. Fyrrnefndi maðurinn var einn- ig dæmdur fyrir vörslu á nokkru magni af amfetamíni og kannabis- efnum. - jss Dæmdir fyrir hótanir: Hótaði að skera börnin á háls FÓLK Verst þykir að búa í Bretlandi og Írlandi að því er fram kemur í nýrri könnun á lífsgæðum í tíu Evrópulöndum. Frakkland og Spánn trjóna á toppnum. Það sem taldi gegn Bretlandi og Írlandi var hár framfærslukostn- aður, fáir lögbundnir frídagar og hár eftirlaunaaldur. Frakkar lifa lengur en aðrar þjóðir sem þessi könnun tekur til, fara snemma á eftirlaun og stjórn- völd leggja mikið til heilbrigðis- mála, Spánverjar lifa hins vegar hinu ljúfa lífi með ódýrt áfengi, flesta frídaga og fleiri sólardaga en aðrir. Ísland var ekki talið með í þessari könnun. - þj Lífsgæði mæld í Evrópu: Verst að búa í Bretlandi LONDON Lífsgæðum er misskipt í Evrópu. SVÍÞJÓÐ, AP Endanlegar niðurstöðutölur þing- kosninganna í Svíþjóð skiluðu stjórnarflokk- um Fredriks Reinfeldt forsætisráðherra sam- tals 173 þingsætum, en þá vantar tvö sæti upp á þingmeirihluta. Rauðgræna stjórnar- andstöðubandalagið fær 156 þingsæti en Svíþjóð- ardemókratarnir, jaðarflokkur hægri þjóðernissinna, er með 20 þingsæti. Talningu utankjör- staðaatkvæða lauk ekki fyrr en í gær, og var afar mjótt á mununum í nokkr- um kjördæmum. Hófsami flokkurinn, flokkur Rein- feldts, hyggst ekki kæra úrslitin. Í gær var þó ekki búið að útiloka að telja þyrfti á ný í fáeinum kjördæm- um, og í Vermalandi þarf hugsanlega að kjósa upp á nýtt vegna mistaka við framkvæmd kosninganna þar. Reinfeldt segir að vegna andúð- ar Svíþjóðardemókrata í garð innflytjenda komi ekki til greina að bjóða þeim til stjórnarsam- starfs. Umhverfisflokkurinn vill ekki segja skilið við rauðgræna banda- lagið, þótt Reinfeldt hafi boðið honum í stjórnina. Aðrir möguleikar eru því ekki í stöðunni fyrir Reinfeldt en að stjórna með minnihluta, sem þýðir að hann þarf að semja sér- staklega við stjórnarandstöðuna um umdeild mál. - gb Æsispennandi talning breytti ekki stöðu Reinfeldts forsætisráðherra: Stjórnin enn með minnihluta FREDRIK REINFELDT DÝRALÍF Nær ekkert hefur verið um að lundapysjur sæki í ljósin í Vestmannaeyjum þetta sumarið, en ennþá sjaldséðari er skrofan. Fyrir gosið í Heimaey var tals- vert um að skrofuungar leituðu inn í bæinn. Eftir að austurbær- inn fór undir hraun sjást ljósin hins vegar ekki frá Ystakletti þar sem eru einu heimkynni skrof- unnar. Systkinin Ásgeir og Katrín Bára Elíasarbörn, fundu þó þessa skrofu og slepptu henni að göml- um sið. Sögunni fylgdi að þó að skrofan sé jafnan lipur á flugi hafi þessi ekki sýnt hæfileika sína. - þj Ung skrofa leitaði í ljósin: Sjaldséður gest- ur í Eyjum BJARGVÆTTIR Þau Ásgeir og Katrín Bára björguðu skrofunni og komu henni út á sjó. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR EFNAHAGSMÁL Kaupmáttur launa lækkaði örlítið í ágúst eftir aukn- ingu í júní og júlí. Lækkunin nam 0,2 prósentum. Frá því kaupmáttur launa náði hámarki í lok árs 2007 hefur hann minnkað um 11 pró- sent, samkvæmt frétt á vef ASÍ. Sé aðeins horft til síðustu tólf mánaða hefur vísitala kaupmáttar launa aukist um 1,4 prósent. Kaup- máttaraukningin var mest í júní og júlí, en þá komu inn í mælinguna áhrif frá almennum launahækk- unum í júní og tímabundin lækkun verðlags vegna sumarútsalna. - bj Kaupmáttur launa lækkar: Lækkunin 11% frá árinu 2007 SAMFÉLAG Talsverðar sveiflur má sjá þegar dánartíðni á Íslandi er skoðuð eftir dögum. Flestir hafa látist í janúar á ári hverju síðast- liðin fjórtán ár, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Fleiri látast að meðaltali í hverjum mánuði yfir vetrar- tímann en yfir sumarið. Flestir hafa dáið í janúar, febrúar, mars og desember ár hvert. Á síðustu fjórtán árum hafa að meðaltali 5,7 látist á hverjum degi í janúar, 5,5 á hverjum degi í febrúar, og 5,4 á hverjum degi í mars. Fæstir látast yfir hásumarið, 4,6 á hverj- um degi í júlí miðað við meðaltal síðustu fjórtán ára. Ólöf Garðarsdóttir, dósent í sagnfræði á menntavísinda- sviði Háskóla Íslands, og sér- fræðingur á sviði mannfjölda- rannsókna, segir þessar sveiflur þekktar. Þær tengist einkum uppsveiflu á tíðni inflúensu yfir vetrartímann. „Þetta eru svipaðar sveiflur og á öðrum Vesturlöndum,“ segir Ólöf. „Þar sem sjúklingar fá þjón- ustu á hátæknisjúkrahúsum sést ekki teljandi sveifla, en þegar flensan stingur sér niður er meiri hætta á að þeir sem eru veikir fyrir deyji.“ Þegar einstakir dagar eru skoðaðir sést að á síðustu fjórtán árum hafa flestir látist 3. janúar ár hvert, samtals 99 einstakling- ar á síðustu fjórtán árum, eða 7,1 að meðaltali ár hvert. Næstflestir hafa látist 8. apríl ár hvert, sam- tals 95 síðustu fjórtán ár, eða 6,8 að meðaltali á ári hverju. Fæstir hafa andast síðustu dag- ana í júlí á síðustu árum. Þannig eru þeir sem dáið hafa 27. júlí síð- ustu fjórtán ár ríflega helmingi færri en þeir sem deyja 3. jan- úar ár hvert. Þann 27. júlí síðustu fjórtán ár létust 45 einstaklingar, eða um 3,2 að meðaltali þann dag á hverju ári. brjann@frettabladid.is Flestir látast 3. janúar Á síðustu fjórtán árum hafa að meðaltali flestir látist 3. janúar ár hvert. Áber- andi fleiri deyja í vetrarmánuðunum en yfir sumartímann. Helmingi færri hafa andast síðustu dagana í júlí en fyrstu dagana í janúar samkvæmt tölfræðinni. Alls létust 2.002 einstaklingar hér á landi í fyrra, 969 konur og 1.033 karlar. Fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands að helstu dánarmeinin séu sjúk- dómar í blóðrásarkerfi og krabbamein. Ríflega þriðjungur þeirra sem féllu frá á síðasta ári, 729 einstaklingar, lést vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi, aðallega hjarta- og heilaæðasjúkdóma. Um 28 prósent látinna, 562 einstaklingar, létust af völdum krabbameins. Þriðji stærsti flokkur dánarmeina eru sjúkdómar í öndunarfærum, sem drógu 175 einstaklinga, um níu prósent, til dauða í fyrra. Í fyrra létust 118 vegna ytri orsaka, sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Þar af voru sjálfsvíg 36, sem er sambærilegt við undanfarin ár, og tíu létust í umferðarslysum. Alls létust 562 vegna krabbameins 2009 janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember 3. jan. 99 8. apr. 95 3. feb. 93 29. feb. 24 5. maí 93 8. maí 49 14. júl. 50 27. júl. 45 30. júl. 46 Fjöldi látinna hvern dag ársins frá 1996 til 2009 Heimild: Hagstofa Íslands Drekkur þú minna áfengi eftir að fjármálakerfið hrundi? Já 46% Nei 54% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefurðu keypt þýfi, þér vitan- lega? Segðu skoðun þína á Visir.is. RÚSSLAND Skákmeistarinn Boris Spasskí fékk heilablóðfall um síðustu helgi og liggur alvarlega veikur á sjúkrahúsi í Moskvu, lamaður öðru megin. Rússneskir fjölmiðlar segja hann hafa fundist meðvitundar- lítinn í rúminu í íbúð sinni í Moskvu síðastliðinn laugardag. - gb Boris Spasskí alvarlega veikur: Fékk blóðfall KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.