Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 8
8 24. september 2010 FÖSTUDAGUR FÉLAGSMÁL Um það bil helming- ur kvenna, sem dvöldu í Kvenna- athvarfinu á síðasta ári vegna ofbeldis í nánum samböndum, fór aftur heim í óbreyttar aðstæður. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn á þjónustu félagasamtaka sem aðstoða konur sem beittar hafa verið ofbeldi af hendi karla í nánum samböndum. Guðrún Helga Sederholm vann skýrsluna fyrir félags- og trygg- ingamálaráðuneytið. Leitað var til ellefu félagasamtaka vegna þátttöku í rannsókninni. Þau eru öll í Reykjavík en þrjú utan höfuðborgar svæðisins. Könnunin leiðir í ljós að þjón- usta við konur í ofbeldissambönd- um er mest á höfuðborgarsvæðinu. Kvennaathvarf er aðeins í Reykja- vík og þar eru helstu félagasam- tök sem hafa að meginmarkmiði að veita konum, sem búa við ofbeldi í nánum samböndum, aðstoð. „Nálgunarbanni er sjaldan beitt en eru sterk skilaboð til karlsins um að láta konuna í friði,“ segir í niðurstöðum könnunarinnar. Þá kemur fram að fatlaðar, aldr- aðar og erlendar konur séu afskipt- ar hvað þjónustu varðar og sér- staða erlendra kvenna sé mikil. „Túlkaþjónusta er lítil sem engin, meðal annars vegna fjár- skorts. Fræðslan byggist á íslensk- um þekkingargrunni og bréf frá Félagsþjónustu eru á íslensku. Margar erlendar konur tala aðeins sitt móðurmál og sumar eru ólæs- ar. Fræðslan nær því oft ekki til þeirra með þeim aðferðum sem nú er beitt. Fordóma verður vart á vinnustöðum þeirra og margar búa við frelsissviptingu og ein- angrun á eigin heimili,“ segir í niðurstöðunni. Barnaverndaryfirvöldum er allt- af tilkynnt um mál barna þegar það á við og þeim tilkynnt ef mæður sem dvalið hafa í Kvennaathvarfi fara aftur í óbreyttar aðstæður. Samhliða ofangreindri könn- un kannaði Ingólfur V. Gíslason árvekni og viðbrögð starfsfólks á heilbrigðisstofnunum gagnvart ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum. „Staðan er þannig hérlendis að hjá almennum heilbrigðisstofnunum er engin sérstök leit gerð að konum sem búa við ofbeldi,“ segir í síð- arnefndu könnuninni. „Í flestum tilfellum er það einfaldlega við- komandi starfsmanns að ákveða framhald máls ef upp kemur að kona búi við ofbeldi,“ segir þar og enn fremur að almennt muni starfsmenn ekki nema eftir örfá- um slíkum málum, jafnvel eftir áratuga starf. jss@frettabladid.is Helmingur sneri aftur í ofbeldissambúðina Helmingur þeirra sem dvöldu í Kvennaathvarfinu á síðasta ári vegna ofbeldis maka eða sambýlismanns fór aftur heim í ofbeldissambúðina. Þjónusta við þessar konur óðum að skerðast vegna fjárskorts viðkomandi félagasamtaka. Stígamót hættu starfsemi á sex stöðum úti á landi vegna fjárskorts á síðasta ári. Aflið á Akureyri þjón- ustar nærbyggðirnar. Sólstafir á Ísafirði standa frammi fyrir lokun þar sem engu fé hefur verið veitt til starfseminnar á árinu. Kvennaráðgjöfin hefur aðsetur í höfuðborginni. Kvennaathvarfið og Stígamót eru einu félagasamtökin af fimm sem eru á fjárlögum. Hin fá meðal annars fjármagn frá sveitarfélögum og með frjálsum framlögum. Stígamót hættu starfsemi á sex stöðum vegna fjárskorts GEGN OFBELDI Starfsfólk hjá almennum heilbrigðisstofnunum gerir enga sérstaka leit að konum sem búa við ofbeldi í nánum samböndum. 1 Hvaða breska leikkona hringir vikulega í sólskinsdrenginn Kela? 2 Hver varð hlutskarpastur í útboði á veitingaþjónustu Hörpunnar? 3 Um hver mörg prósent hækkar brauðmeti hjá Myllunni á næst- unni? SVÖR Kate Winslet Jóhannes Stefánsson 8.1 prósent Gæðastjórnunarskólinn Skólinn býður upp á námskeið í gæða-, skjala-, verkefna- og mannauðsstjórnun. Námskeiðin eru stutt og hnitmiðuð, auka skilvirkni í stjórnun og byggja á þverfaglegri aðferðafræði. Stundaskrá September 30.09 kl. 13:00 - 16:00 FOCAL Gæðahandbókarkerfi Október 07.10 kl. 13:00 - 17:00 Gerð verklagsreglna I 12.10 kl. 13:00 - 17:00 Visio - Myndræn framsetning gæðaskjala 14.10 kl. 13:00 - 16:00 Starfsþróunarsamtöl 20.10 kl. 13:00 - 16:00 Hæfnistjórnun og stjórnun með hugbúnaði 28.10 kl. 13:00 - 17:00 Verkefnastjórnun skv. ISO 9001 og PRINCE2 Strandaði við Raufarhöfn Björgunarskip og björgunarsveitir voru kallaðar út í gær þegar línubátur strandaði rétt norðan við Raufarhöfn. Fjórir skipverjar voru um borð, en veður var gott og ekki talin hætta á ferðum. Vel gekk að losa bátinn, en einhver leki hafði komið að honum og var hann dreginn að bryggju. SLYS Tvö töp í Khantí-Mansísk Skáklandslið Íslands töpuðu bæði í opnum flokki og kvennaflokki á Ólympíuskákmótinu í Khantí-Mans- ísk í Síberíu í gær. Karlarnir töpuðu fyrir Grikkjum 1-3 og konurnar fyrir Víetnömum 1,5-2,5. SKÁK ...ég sá það á Vísi Það eina sem þarf er leitarorð. Vísir er með það. HEILBRIGÐISMÁL „Hugmyndin er sú að haldin verði samnorræn skrá yfir lækna og annað heilbrigðis- starfsfólk, sem þarf leyfi til að starfa,“ segir Siv Friðleifsdóttir, sem er formaður velferðarnefnd- ar Norðurlandaráðs. Verði starfsfólkinu á alvarleg mistök í einu landi verður það skráð í þessa sameiginlegu skrá, þannig að heilbrigðisyfirvöld í hinum löndunum geti haft var- ann á þegar ráðið er í störf. „Norðurlöndin hafa verið að lenda í því að innan heilbrigðis- þjonustunnar hafa komið upp mis- tök hjá starfsmönnum, en kerfið upplýsir ekki milli landa um slík mistök,“ segir Siv. Mál skurðlæknis, sem gerði alvarleg mistök í einu landanna og var sviptur læknaleyfi, en fékk vinnu í öðru landi og hélt þar áfram að gera mistök, varð tilefni þess að þetta mál var tekið upp í nefndinni fyrr á árinu. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að tryggja betur öryggi sjúklinga.“ - gb Tillaga um samnorræna læknaskrá verður lögð fram á Norðurlandaþingi í haust: Varnir gegn læknamistökum SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Formaður velferðar- nefndar Norðurlandaráðs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALÞINGI Að öllu óbreyttu gætu tvær úttektir eða rannsóknir farið fram samhliða á starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu. Í þingsályktun þingmanna- nefndarinnar, undir formennsku Atla Gíslasonar, er lagt til að starfsemi lífeyrissjóðanna verði rannsökuð. Nú þegar er hafin vinna við að taka út starfsemi þeirra. Fjárfest- ingarstefna, ákvarðanataka og lagalegt umhverfi í aðdraganda bankahrunsins er til skoðunar. Sú úttekt er gerð að frumkvæði Landssamtaka lífeyrissjóða sem fengu ríkissáttasemjara til að skipa nefnd til verksins. Vald- ist Hrafn Bragason, fyrrver- andi hæstaréttardómari, til for- mennsku. Útlit er fyrir að endanleg ákvörðun um þingrannsókn verði ekki tekin fyrr en niður- stöður úttektarinnar liggja fyrir. Í samtali við Fréttablaðið sagði Atli Gíslason það vera sína skoð- un að rétt væri að skoða þær og meta í framhaldinu hvort til- efni sé til rannsóknar á vegum þingsins. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka líf- eyrissjóða, segir að upphaflega hafi verið stefnt að verklokum úttektarnefndarinnar í desember en störf hennar kunni að dragast fram á nýtt ár. Kvaðst hann ekki gera athugasemdir við að þing- ið láti rannsaka lífeyrissjóðina en í kjölfar útgáfu skýrslu þing- mannanefndarinnar hafi henni verið bent á að sjálfstæð og óháð úttekt að undirlagi sjóðanna sjálfra væri þegar hafin. - bþs Líkur á að beðið verði með þingnefndartillögu um rannsókn á lífeyrissjóðunum: Úttekt að undirlagi sjóðanna í gangi HRAFN MAGNÚSSON ATLI GÍSLASON DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela rotþró og fyrir skjalafals. Rotþrónni stal maðurinn við sumarhús í Grímsnesi. Hann setti hana niður við sumarbústað sinn. Þá falsaði hann reikning sem átti að sýna að hann hefði keypt þróna. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn fyrir þessar sakir. Þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem ómerkti hann og vísaði málinu aftur í hérað. - jss Tveir mánuðir á skilorði: Stal rotþró og falsaði gögn Obama hvetur leiðtogana: Tími kominn á friðarsamning BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði kom- inn tíma til þess að Ísraelar og Palestínumenn semji um frið. Í ræðu sinni á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í gær hvatti hann leiðtoga heims til að láta af allri svart- sýni og hjálpa Ísraelum og Palestínumönnum að ná samn- ingi innan árs, eins og að er stefnt. „Í þetta skipti verður það öðruvísi,“ sagði hann. - gb VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.