Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 10
10 24. september 2010 FÖSTUDAGUR UPPLÝSINGATÆKNI Sala á 3G net- tenglum fyrstu átta mánuði ársins hefur þrefaldast hjá Vodafone frá sama tímabili í fyrra. Nettengl- arnir hafa einnig verið nefnd- ir 3G-pungar, en um er að ræða háhraðanettengingu fyrir tölvur um þriðjukynslóðar farsímanet. Fram kemur í tilkynningu Vodafone að bæði árin hafi sala nettenglanna verið mest yfir sum- armánuðina og notkunin mest á vinsælum sumarhúsasvæðum. „Sala á 3G nettenglum (pung- um) hófst hér á landi snemma árs 2008 og eftir að hafa farið frekar rólega af stað hefur algjör spreng- ing orðið í sölunni. Nettenglarnir hafa lækkað mikið í verði, auk þess sem þjónustuleiðir hafa breyst og kostnaður við notkun hefur minnk- að mikið,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. Um leið er varað við kostnaði sem fylgt geti notkun nettenglanna erlendis, sér í lagi utan evrópska efnahagssvæðissins. „Innan EES eru í gildi reglur sem tryggja, að lokað er fyrir notkun nettenglana þegar kostnaðurinn er kominn upp í 50 evrur.“ Þá kemur fram að gagnanotkun í farsímum hafi jafnframt marg- faldast, bæði vegna aukinna afkasta dreifikerfanna og betri símtækja sem auðveldi notkun tölvupósts og Netsins í símanum. „Þá hafa vinsældir samskiptasíð- unnar Facebook aukið gagnanotk- un í farsímum til mikilla muna og nú er svo komið, að 50 prósent af öllum gögnum sem notendur hala niður í símtækin sín eru tilkomin vegna Facebook.“ - óká Sala á 3G nettenglum EFNAHAGSMÁL Í uppsveiflunni var hér búið til umhverfi með afar lágum sköttum. Bómullarumhverfi sem skilaði litlu, að sögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Steingrímur var harð- orður í garð Viðskipta- ráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins (SA) á fundi þeirra um skattamál í gær. Hann gagnrýndi þær full- yrðingar að aðhald í ríkis- fjármálum hafi að mestu komið í gegnum skatta- hækkanir, sem ógni rekstri fyrirtækja. Mælti hann til þess að SA geri upp þátt sinn í aðdraganda efnahagshrunsins og skrif- aði um það skýrslu líkt og aðrir hafi gert. Steingrímur benti á að á upp- gangsárunum fyrir hrun hafi skattar á fyrirtæki og eigendur þeirra verið með þeim lægstu sem þekktust í hinum vestræna heimi. „Þetta átti að auka fjárfestingu og skila því að erlendir aðilar myndu streyma til landsins því hér væri svo gott umhverfi,“ sagði Stein- grímur og bætti við að reyndin hafi orðið önnur. „Eignarhald fyrirtækja streymdi til útlanda, stór hluti þess varð að skúffufélögum í öðrum löndum og arður af starfseminni fór burt. Íslensk fyrirtæki voru skuldsett og notuð til að fjármagna útrás og útflutning á fjármagni. Það er ekk- ert orsakasamhengi sannað á milli allra þeirra þátta sem menn ganga út frá sem staðreyndum í þessum efnum,“ sagði fjármálaráðherra og bætti við að væri skattlagning, öflugt velferðarkerfi og mikil sam- neysla sú nagandi hönd sem sumir héldu fram, þá væru Norðurlöndin ekki í fremstu röð hvað lífskjör og samkeppnishæfni snerti. „Það þýðir ekkert að halda þessu endalaust fram,“ sagði Steingrím- ur og sagði rekstur hins opinbera arðsaman þar sem hlutverk hans væri að byggja upp innviði samfé- lagsins. „Slík verkefni eru leyst í gegnum samneysl- una,“ sagði ráðherra og lagði áherslu á að á sama tíma og fyrirtæki hafi greitt lægri skatta en áður á árunum fyrir hrun og hátekjufólk komist undan skattaálögum hafi byrðin lent á almenningi, launa- fólki, ekki síst fólki með meðaltekjur og þar undir. jonab@frettabladid.is Íslensk fyr- irtæki voru skuldsett og notuð til að fjármagna útrás og útflutning á fjármagni. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FJÁR- MÁLARÁÐHERRA STEINGRÍMUR Fjármálaráðherra gagnrýndi harkalega kröfur Viðskiptaráðs og SA um lægri skatta á fundi þeirra um skattamál í gær. Hann segir eignarhald og arðgreiðslur hafa flust úr landi þegar skattar voru hér sem lægstir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Steingrímur vill að SA geri upp hlut sinn í bankahruni Ekkert orsakasamhengi er á milli hárra skatta og skertra lífskjara. Skattalækkanir fyrri ára skiluðu því að hagnaður fyrirtækja fluttist úr landi og hátekjufólk greiddi lægri skatta, segir fjármálaráðherra. Tillögur Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs að umbótum á skattakerfinu komu út í ritinu Skattkerfi atvinnulífsins: Fjárfesting – atvinna – lífskjör, sem kom út samhliða skattafundi SA og Viðskiptaráðs. Tillögurnar unnu samtökin með um þrjátíu sérfræðingum í skattamálum og hagsmunaaðilum. Hér eru nokkrar tillögur: ■ Lagt er til að tekjuskattur fyrirtækja verði lækkaður úr 18 prósentum í 15. ■ Skilyrði um frádráttarbærni arðs á milli fyrirtækja veldur því að arður sem myndast hjá erlendum dótturfyrirtækjum skilar sér ekki. Lagt er til að ákvæðin verði felld á brott. ■ Lagt er til að skattlagning verðlausrar kröfu myndi ekki skattskyldu. ■ Lagt er til að hámark vegna skattafrádráttar taki til einstakra rannsóknar- og þróunarverkefna og að fjárfestingar í sjóðum eða félögum sem fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum myndi rétt til skattaafsláttar. ■ Lagt er til að heimilt verði að draga vaxtagjöld frá tekjum við útreikning fjármagnstekjuskatts. ■ Vaxtagjöld af skuldum sem færast yfir við samruna félaga hafa neikvæðar afleiðingar. ■ Lagt til að gengishagnaður á gjaldeyrisreikningum verði ekki staðgreiðsluskyldur og myndi ekki skattskyldar tekjur nema við úttekt með sama hætti og við sölu á hlutabréfum. ■ Lagt til að tekin verði upp skattaívilnun til starfsmanna fyrirtækja sem sendir starfsfólk í vinnu út fyrir landsteina. ■ Lagt til að fella niður auðlegðarskatt. ■ Lagt til að vörugjald á heimilistæki og byggingarvörur verði lagður niður. Þá verði sykurskattur tekinn upp í stað vörugjalda á matvæli. Skattatillögur Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Hrærivél komin aftur! Tækifærisverð: kr. stgr. EFNAHAGSMÁL „Í röksemdafærslu ráðherra er horft framhjá þeim afleiðingum sem skattahækkanir hafa á undirliggjandi skattstofna, sem minnka í takt við aukna skatt- heimtu og minni umsvif í hagkerf- inu,“ segir Finnur Oddsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Finnur bendir á að séu skattar á tiltekna vöru eða þjónustu hækk- aðir um hundrað prósent og hækk- unin valdi því að minna sé selt af viðkomandi vöru eða þjónustu, þá dragist tekjur ríkissjóðs saman í hlutfalli við landsframleiðslu. Hann fagnar að fjármálaráð- herra taki undir ábendingar um nauðsyn þess að laga ýmis mistök við skattabreytingar í fyrra. „Við höfum hreinlega ekki efni á öðru,“ segir hann. - jab Skattheimtan og hagkerfið: Verðum að laga skattkerfið FRÁ SKATTAFUNDINUM Fundur Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs var vel sóttur og setið við hvert borð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKÓLAMÁL Nauðsynlegt var að senda tólf börn heim af yngstu deild leikskólans Engjaborgar í gær. Ástæður voru veikindi sex starfsmanna, en alls eru átján stöður á leikskólanum. Valborg Guðlaugsdóttir leik- skólastjóri segir atvikið ekki eins- dæmi í leikskólum landsins og vissulega sé óheppilegt þegar þau eiga sér stað. Þó hafi hún ekki átt neins annara kosta völ en að senda börnin heim þegar þriðjungur starfsfólksins sé fjarverandi vegna veikinda. - sv Börn send heim af leikskóla: Oft erfitt að manna í stöður Sigldi án yfirvélstjóra Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt skipstjóra til fimmtíu þúsund króna sektar. Skipstjórinn er sakfelld- ur fyrir að sigla skipi sínu undir- mönnuðu í febrúar síðastliðnum. Enginn yfirvélstjórinn var um borð. Skipstjórinn játaði brot sitt. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um skjalafals. DÓMSMÁL Sala og notkun 3G nettengla fyrir tölvur margfaldast milli ára: Mest notað yfir sumartímann janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst H EIM ILD /VO D A FO N E Sala milli ára borin saman Hlutfallsaukning fjölda seldra 3G nettengla hjá Vodafone fyrstu átta mánuði áranna 2009 og 2010. 2009 2010 GENGIÐ Á BÁTUM Vegfarendur í Dakka, höfuðborg Bangladess, þurftu að fara yfir þessa sérstæðu brú gerða úr bátum yfir fljótið Buriganga þegar ófært varð vegna mikils hýasintugróðurs. NORDICPHOTOS/AFP NOREGUR Norska lögreglan rann- sakar nú atburði í bænum Mortens- rud, þar sem fjölskyldufaðir myrti eiginkonu sína og þrjú börn áður en hann stytti sér aldur. Móðirin og fárra mánaða gam- alt ungbarn þeirra hjóna fundust í íbúð þeirra síðdegis á miðvikudag eftir að systir konunnar hafði sam- band við lögreglu. Hún hafði ekki getað náð sambandi við fjölskyld- una síðan á þriðjudag, sem var óvenjulegt. Síðar um daginn fannst níu ára dóttir þeirra í stöðuvatni, sem heitir Gersjøen og er skammt frá Osló, og var þá gerð áköf leit að föðurnum og þriðja barninu, sjö ára stelpu, í von um að hún væri enn á lífi. Seint um kvöldið urðu þær vonir að engu þegar feðginin fundust látin á svipuðum slóðum og eldri dótt- irin fannst. Margt bendir til þess að morðin hafi átt sér stað strax á mánudag. Norskir fjölmiðlar halda því fram að maðurinn hafi verið frá Íran en konan frá Marokkó. Maður- inn er sagður hafa flust til Noregs árið 1993 en konan 1998. Haft er eftir vinum fjölskyldunn- ar að maðurinn hafi verið rólyndur, vingjarnlegur og hjálpfús. - gb Myrti eiginkonu sína og þrjú börn og stytti sér síðan aldur: Engin skýring hefur fundist NORSKUR LÖGREGLUÞJÓNN Lögreglan hefur ekki fundið skýringar á því sem gerðist. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.