Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 18
18 24. september 2010 FÖSTUDAGUR Kvótakerfið í sjávarútvegi er óréttlátt. Framsalinu fylgir að fáir auðgast vel á annarra kostnað. Samþjöppun aflaheimilda dregur úr tekjum á einum stað og verðfell- ur eignir en bætir stöðuna á öðrum stað. Þetta bitra óréttlæti er varið með því að benda á hagkvæmnina sem framsalinu fylgir. Minni til- kostnaður verður við veiðarnar og útgerðin færist í hendur þeirra sem best kunna að stunda atvinnurekst- ur. Ávinningur þjóðarinnar af kerf- inu með framsalinu sé ótvíræður þrátt fyrir ákveðið óréttlæti. Nú eru liðin 20 ár síðan framsal- ið var leyft og í annað sinn er verið að endurskoða löggjöfina og gera úttekt á þróuninni. Hin óvænta staðreynd sem dregin er fram í nýlegum opinberum skýrslum er að goðsögnin um hið hagkvæma óréttlæti er röng. Óréttlætið hefur ekki fært þjóðinni ávinning. Þvert á móti þá er óréttlætið sjálf mein- semdin sem hefur komið í veg fyrir að hagkvæmni eða ávinningur hafi skilað sér til þjóðarinnar. Óréttlæt- ið hefur reynst vera óhagkvæmt fyrir alla, nema þá fáu sem hafa á síðustu árum dregið fjögur hundr- uð milljarða króna út úr atvinnu- greininni. Óréttlætið hefur komið fyrirtækjunum í verri stöðu en dæmi eru um og á þjóðina eru að falla stærri einkavíxlar en nokkru sinni fyrr. Í skýrslu rannsókna- og þróunar- miðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem kom út í maí síðastliðnum, eru merkilegar upplýsingar sem vert er að gefa gaum. Þar kemur fram að samþjöppun veiðiheimilda hafi haldið áfram en ekki skilað sér í framleiðniaukningu í veiðunum. Fimm stærstu kvótahafarnir hafa aukið hlut sinn í heildarkvóta úr 17% árið 1995 í 34% árið 2007. Afl- inn var 112 tonn af þorskígildum á hvert starf árið 1991 en 111 tonn árið 2008. Öll framleiðniaukning- in í sjávarútveginum hefur orðið í vinnslunni, en í henni er ekk- ert kvótakerfi og engin takmörk- un á atvinnufrelsi manna. Aflinn á hvert starf í fiskvinnslunni var árið 1991 87 þorskígildistonn en var orðinn 151 tonn árið 2008. Framsalið, grundvöllur kvóta- kerfisins, er heldur ekki að skila því að kvóta hvers árs sé úthlut- að til þeirra sem svo veiða fisk- inn. Í skýrslu Hagfræðistofnun- ar Háskóla Íslands frá maí 2010 eru upplýsingar um viðskipti með veiðiheimildir. Þar kemur fram að um 40% af kvótanum í afla- markskerfinu skiptu um hendur og voru því veidd af öðrum en þeim sem fengu úthlutunina. Hlutfall- ið er enn hærra eða ríflega 50% í smábátakerfinu. Þessi viðskipti með árskvótann, aflamarkið, hafa frekar farið vaxandi en hitt. Þetta þýðir að færari útgerðarmenn eru ekki að leysa þá slakari af hólmi eins og framsalið á að leiða til. Þvert á móti gerist hið gagnstæða, hæfari útgerðarmennirnir kom- ast ekki inn í kerfið heldur verða að greiða hinum hátt árlegt leigu- gjald fyrir veiðarnar. Nýr hag- kvæmur útgerðarmáti sem verð- ur til vegna breyttra aðstæðna nýtur sín ekki vegna leigugjalds- ins og það viðheldur óhagkvæmari útgerð mun lengur en efni standa til. Heildarkostnaður við veiðarn- ar verður meiri en þarf að vera. Leiguliðakerfið verndar skussana og verðlaunar þá að auki. Það er grundvallaratriði í skilvirku fisk- veiðistjórnunarkerfi að leyfun- um á hverjum tíma sé úthlutað til þeirra sem veiða fiskinn. Það er mikill misbrestur á því og það kostar þjóðina tugi milljarða króna á hverju ári. Þetta mikla svigrúm til þess að veiða ekki eigin kvóta árum saman heldur framselja hann, óréttlætið sjálft , hefur leitt til þess að bókfært eigið fé sjávarút- vegsins hefur þurrkast út á fáum árum. Nettóskuldirnar voru 90% af útflutningstekjum árið 1997 en voru komnar í 272% af útflutn- ingstekjum árið 2008. Það gerð- ist án þess að nokkur framleiðni- aukning hafi orðið í veiðunum. Framsalið sem átti að búa til stór og öflug útgerðar fyrirtæki, gerði það að nokkru leyti, en það bjó líka til veiðiheimildir sem hægt var að selja fyrir stórfé, og það bjó til eigendur sem juku skuld- irnar um 400 milljarða króna á 12 árum. Þessir peningar fóru út úr fyrirtækjunum til eigenda sinna. Óréttlætið breytti of mörgum útgerðarmönnum í fjárplógsmenn. Hagkvæmnin sem þjóðin átti að njóta varð að persónulegri hag- kvæmni í bankabókum á Tortola. Óréttlátt kerfi er og verður allt- af óhagkvæmt, það getur ekki endað öðru vísi. Fullyrðingin um hið hagkvæma kvótakerfi þrátt fyrir innbyggt óréttlæti er goð- sögnin ein. Eigi kerfið að virka fyrir þjóðarhag verður að leið- rétta óréttlætið. Undan því verður ekki vikist. Óréttlætið er líka óhagkvæmt kvótakerfið Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður Órettlætið hefur reynst vera óhag- hvæmt fyrir alla, nema þá fáu sem hafa á síðustu árum dregið fjögur hundruð milljarða króna út úr at- vinnugreininni. Óréttlætið hefur komið fyrirtækj- unum í verri stöðu en dæmi eru um og á þjóðina eru að falla stærri einkavíxlar en nokkru sinni fyrr. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um þjóðkirkjuna í fjölmiðlum. Kröfur stjórnvalda um aukinn niðurskurð í starfsemi kirkjunnar voru ræddar á auka- kirkjuþingi í ágúst. Þá strax heyrð- ust raddir í fjölmiðlum sem drógu mikilvægi þjóðkirkjunnar í efa og raddir þeirra sem lýsa sig trúlausa sögðu að hún væri tímaskekkja. Stuttu síðar komu frásagnir kvenna af hörmulegu ofbeldi prests er síðar varð biskup. Þjóðin öll fyllt- ist sorg yfir þeim óheillaverkum, vitandi að kirkjan er fólki í eðli sínu og alla jafna skjól og sam- félag elsku og umhyggju. Harm- að var líka að hún skyldi bregð- ast seint og klaufalega við. Á ný var veist að þjóðkirkjunni og nú af meira offorsi en áður. Sjálfskipaður dómstóll götunnar krafðist afsagn- ar hins heiðvirða núverandi bisk- ups og hvatt var til úrsagna fólks úr þjóðkirkjunni. Umfjöllun fjölmiðla um þjóð- kirkjuna undanfarnar vikur hefur verið óvægin og orsakað óeiningu. Hún hefur haft mikil áhrif á allt fólk innan kirkjunnar og það hefur jafnvel örlað á óeiningu meðal presta þjóðkirkjunnar. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir umræðu um mikilvægi þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi. Kristin kirkja er samofin sögu lands og þjóðar allt frá landnámi. Hún er samofin menningu okkar og máli, hefðum og listum. Þjóðsöngur okkar er lofgjörð til Guðs og hvaða Íslend- ingur getur hugsað sér ferðalag um Ísland án þess að líta augum litla sveitakirkju sem lúrir undir fagurri fjallshlíð? Mörgum finnst ástæða til að endurskoða innviði kirkjunnar og starfshætti hennar. Það er vissulega verðugt skoðunar og verður vænt- anlega gert á næsta kirkjuþingi um miðjan nóvember næstkomandi. Í þeirri umræðu er mikilvægast að gleyma ekki grundvelli kirkjunnar og hlutverki hennar. Kristur kenndi um guðdómlegan sannleika sem helgar og lífgar. Hann boðaði kærleika Guðs og kenndi að mennirnir skyldu elska hann gegnum kærleika til náunga síns. Nú sem fyrr er þörf á að kirkj- an sé djúp og tær í boðun á kær- leiksboðskap Krists, auðmjúk og djörf, staðföst og sveigjanleg, bar- áttuglöð og friðflytjandi. Kirkjan samanstendur ekki aðeins af prest- um heldur öllu kristnu fólki. Þar þurfa allir að vera virkir í kærleika og vakandi fyrir neyð annarra. Kirkjan þarf að vera úrræðagóð, fús og viðbragðsfljót til hjálpar. Eining innan kirkjunnar er afar mikilvæg. Í bréfi Páls postula til Efesusmanna áminnir Páll hinn kristna söfnuð um að hegða sér svo sem samboðið er þeirri köll- un sem söfnuðurinn hefur hlot- ið. Hann segir: „Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað. Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins.“ Kristnu fólki ber að styrkja kirkj- una til að gegna sem best mikil- vægu hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Því ber að verja einingu kirkjunn- ar fyrir áföllum og skaða sem staf- að geta m.a. af sundrungu, átökum og ósamhljómi. Sú eining byggist á því að sérhver kristinn einstakl- ingur reyni að lifa og starfa í anda Krists; láta gott af sér leiða hvar sem hann fer. Það er margt sem kristinn ein- staklingur getur gert í daglegu lífi sínu til að stuðla að kærleika og einingu. Láti hann sér annt um kirkjuna og kristið samfélag getur hann t.d. tekið virkan þátt í starfi safnaðar síns, með börnum jafnt sem fullorðnum og öldruðum. Í kirkjum landsins fer fram ótrú- lega fjölbreytt starf sem allt of fáir vita um og njóta. Það er mikil- vægt að styðja presta og aðra leið- toga í slíku starfi. Mikilvægt er að einblína á það sem sameinar, en ekki það sem sundrar. Það er einn- ig mikilvægt að hvetja fremur en að gagnrýna. Kirkjustarf í anda Krists Þjóðkirkjan Svana Helen Björnsdóttir rafmagnsverkfræðingur og fulltrúi á kirkjuþingi Áhugaverð umræða hefur spunnist um svör Gylfa Magnús sonar ráðherra við spurn- ingum Ragnheiðar Ríkharðs- dóttur varðandi svokölluð mynt- körfulán sem og nýfallinn dóm við Hæstarétt Íslands varðandi gengis tryggð lán. Varðandi það hvort ráðherra hafi haft rangt fyrir sér eða ekki er ljóst að ráð- herra hafði rétt fyrir sér, fór ekki með rangt mál né afvegaleiddi Alþingi á sínum tíma. Það eru ekki öll gengistryggð lán ótvírætt ólög- mæt og eru það ekki nú fremur en þegar fyrirspurnin var lögð fram og henni svarað og því síður eftir dóm Hæstaréttar í málum af þess- um toga. Ráðherrann virðist með svörum sínum hafa lagt línurnar varðandi skilning hins opinbera á lánasafni bankanna um árabil og tengdust gengistryggðum lánum af ýmsu toga. Má rekja feigð fjár- málakerfisins m.a. til þessara lána og verðmats á þeim í bókum þess fram að hruni. Gengistryggð lán, eins og flest fjármálafyrirtæki reiknuðu þau og sumir túlka þau í málflutningi sínum, voru ólögleg að því leyti að útreikningur lánanna stangaðist á við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu sbr. dóm Hæsta- réttar 16. júní á þessu ári. Svo virðist sem dómurinn hafi kom- ist að þessari niðurstöðu vegna þeirrar málsástæðu að aðilar hafi sannarlega samið að um skuld- bindingu í íslenskum krónum hafi væri að ræða og því væri óheimilt að reikna lánin með þeim hætti sem gert var af hálfu fjármála- fyrirtækja. Var því lánasamningi ekki öllum vikið til hliðar held- ur aðeins því ákvæði er sneri að hinni meintu gengistryggingu og svo nú í nýlegum dómi Hæstarétt- ar í september er sneri að vöxtum slíkra lánasamninga í íslenskum krónum. Færir Hæstiréttur fyrir því fjárhags- og hagfræðilega gild rök sem deilt er um að hafi verið neytendum í hag. Hljóta slík rök því að gilda í báðar áttir og veita öðrum vörn við aðrar gild- ar málsástæður af öðrum toga, byggðar með sannarlegum hætti á öðrum fjárhags- og hagfræði- legum staðreyndum. Ekki eru öll gengistryggð lán ólögleg eins og látið er í veðri vaka. Sitt sýnist hverjum og fjöl- margir frelsisþenkjandi menn hafa sagt að menn hafi frelsi til samninga um þessi efni. Gengis- tryggð lán geta einmitt verið lánasamningar í erlendri mynt þar sem samið hafði verið um að höfuðstóllinn í erlendri mynt væri gengistryggður og viðmið- ið gengi íslenskrar krónu gagn- vart þeirri mynt sem lánað var í. Við styrkingu krónu myndi slíkur höfuðstóll í erlendri mynt hækka en lækka við veikingu hennar. Í slíkum samningum væru útgef- endur skuldabréfa að verja sig gegn falli íslenskrar krónu ef eignir og tekjur útgefandans væru í íslenskum krónum. Vísa má m.a. til laga um verðbréfa- viðskipti þar sem útgefendur verðbréfa, þ.m.t. skuldabréfa, geta hugsanlega verið með slíkri útgáfu að stýra áhættu í eigna- safni sínu. Um slíkt geta aðilar hafa samið. Fjármálafyrirtæki gæti hafa haft trú á íslensku krónuna eða viljað hafa slíka fjármálaafurð í lánasafni sínu vegna samsetningar þess. Sama gæti hafa átt við útgefandann og þannig náðst samningar. Skulu stjórnvöld hafa þetta hug- fast enda ekkert óeðlilegt við það að einhver hluti vel menntaðr- ar þjóðar, eins og íslensk þjóð er, gæti hafa viljað verja sig gegn vel þekktri óstjórn í peningamálum, verðfalli íslenskrar krónu og óða- verðbólgu sem rýrt hefur eigið fé íslenskra heimila í áratugi. Álit lögfræðimenntaðra manna og sérfræðinga við Háskóla Íslands nýlega vísa til þess að ákvæði í væntanlegu frumvarpi, sem kynnt var strax eftir nýfallinn dóm Hæstaréttar, gætu stangast á við eignarréttarákvæði Stjórn- arskrár Íslands. Það er rétt. Gæta skal vel að því að eignarréttar- ákvæði Stjórnarskrár Íslands er ekki einungis til trygginar á eign- um fjármálafyrirtækja á Íslandi, síður en svo. Hafði ráðherra rangt fyrir sér? Gengistryggð lán Sveinn Óskar Sigurðsson viðskiptafræðingur LG 32" HD 1080p LCD - LG 32LD420 Upplausn: 1920 x 1080 - Contrast: 60.000: 1 Tengi: 2 HDMI Vaxtalausar raðgreiðslur mánaða9 til allt að 119.999 LG 42" full HD 200hz LCD - LG 42LD650 Upplausn: 1920 x 1080 - Contrast: 200.000: 1 Svartími: 2 ms Tengi: 3 HDMI Vaxtalausar raðgreiðslur mánaða9 til allt að LG 42" full HD LED 100hz - LG 42LE5300 Upplausn: 1920 x 1080 - Contrast: 3000.000: 1 Tengi: 4 HDMI USB 229.999 239.99 9 Samsung 46" LE46B555A5W LCD full HD SALE37C535F1W Upplausn: 1920 x 1080 Endurnýjunartíðni: 50hz Móttkakari: Háskerpa Viðbragðstími: 6 ms Vaxtalausar raðgreiðslur mánaða9 ðlt atil al Vaxtalausar raðgreiðslur mánaða9 til allt að 249.999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.