Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 20
20 24. september 2010 FÖSTUDAGUR Nú keppast menn hver um annan þveran við að túlka hina óvæntu niðurstöðu Hæsta- réttar í vaxtamálinu. Og auðvit- að á það að vera þannig. Menn eru ósammála og hver og einn reynir að halda sínum málflutningi sem hæst á lofti. En eitt er það sem alveg gleym- ist í umræðunni, og það er hvern- ig hinn almenni lánþegi túlk- aði lánið sem hann undirritaði í bankanum rétt áður en hann fékk afhentan pening til að kaupa íbúð eða bíl. Í kynningarefni Frjálsa fjár- festingarbankans sagði að erlend lán væru óverðtryggð lán þar sem erlendur höfuðstóll tæki breyting- um miðað við gengi. Í forskrift lána hjá bæði Frjálsa og Landsbanka Íslands segir að um sé að ræða erlent lán og að lánið sé gengistryggt. Hjá fjölmörgum bönkum gild- ir allt ofantalið ásamt því að sagt er að hin lánaða fjárhæð sé að JAFNVIRÐI tiltekinnar krónu- tölu. Ef það, að gengistryggja íslensk lán hefur í för með sér að íslenski höfuðstóllinn breytist í takt við breytilegt gengi, þá má spyrja hvað breytist þegar erlent lán er gengistryggt? Það hlýtur að vera hinn erlendi höfuðstóll, eða eins og sagt er í skilmálum lánsins, upphæð þeirr- ar myntar sem lánið er tekið í tekur breytingum þegar gengi viðkomandi gjaldmiðils breytist. Til að styðja enn frekar við þetta þá er skýrt á um það kveð- ið að þau lán sem hér að ofan eru talin eru sögð að JAFNVIRÐI til- tekinnar krónutölu. Þetta lítur því þannig út: Ég tók erlent lán sem var gengis- tryggt sem jafnvirði ISK 20 millj- ónir. Lánið var veitt í jenum og frönkum og sagt að höfuðstóll lánsins tæki breytingum miðað við gengi. Lánið var veitt í jenum og frönkum og höfuðstóll lánsins er því í jenum og frönkum. Og það er sá höfuðstóll sem breytist. Vextir miðast síðan við þessar sömu myntir, sem lánið er veitt í. Fall krónunnar hefur því þær afleiðingar að ég skulda jafn- margar krónur og áður. En af því að krónan er verðlaus, þá þarf ég miklu færri jen og franka til að greiða jafnvirði ISK 20 milljón- ir og því hefur höfuðstóll lánsins lækkað vegna fallsins. Lánþegar tóku því meðvitaða ákvörðun og tryggðu sér lága vexti og gengistryggðu jafn- framt hina íslensku upphæð þar sem laun lánþega voru í flestum tilfellum í íslenskum krónum. Það er síðan alfarið á ábyrgð bankans ef hann hefur tapað á þessu veðmáli. Þetta hef ég ítrekað bent núver- andi efnahags- og viðskiptaráð- herra á. Ég hef sent honum opin bréf, skrifað greinar í blöð, talað við hann beint og jafnvel geng- ið svo langt að koma fram í sjón- varpi hvar Lóa Pind útskýrði þetta fyrir ráðherra eins og hann væri fimm ára. Það er því fullkomlega óskilj- anlegt að ráðherra komi fram á opnum blaðamannafundi og kynni þar lagasetningu sem breyta á þessum samningum aftur í tím- ann, bankanum til hagsbóta. Slíkt getur aldrei orðið, og verður aldrei. Það er síðan alfarið á ábyrgð bankans ef hann hefur tapað á þessu veðmáli. Forsendan sem Árni Páll gleymdi Gengislán Guðmundur Andri Skúlason talsmaður Samtaka lánþega Ýmsir hafa undrast að sérfræð-ingar Háskóla Íslands vöruðu ekki fyrr og kröftuglegar við efnahagshruni. Háskólamönnum ber því nokkur skylda til að vitna um að ekki var allt háskóli sem sýndist þó lofsverðar framfarir hafi síðan orðið. Upp úr 1990 fluttist ég heim eftir 20 ár erlendis, rúman áratug í rannsóknanámi við Kaupmanna- hafnarháskóla og annan við rann- sóknastörf sem aðstoðarfor- stöðumaður við Safn mannsins á Mannfræðistofnun Náttúrusögu- safns Frakklands í París og síðan sem háskólaprófessor við sálar- fræði- og líffræðideildir Parísar- háskóla, m.a. á Sorbonne í París. Fjölskylduástæður réðu heim- för, en reynsla annarra íslenskra háskólamanna olli ugg, enda tók við alls ófullburða háskólastig og óprenthæf launakjör. Háskóli Íslands var þá í raun grunnnámsháskóli (underg- raduate school) en ekki háskóli (university) í fyllstu merkingu þó margir virtust trúa því og að hann væri auk þess meðal fremstu háskóla heims og starfs- menn hans hálaunaðir. Laun háskólamanna hér voru þó ósambærileg við starfsbræður erlendis og innlenda aðila og virð- ingarleysi fyrir menntun þeirra og starfi yfirgengilegt. Á launaseðl- inum var sem stæði: „Þú ert ekki matvinnungur heldur byrði á þjóð- inni“. – Flosnaði nokkur upp frá búi vötnuðu valdamenn músum, en að háskólamaður flosnaði upp frá menntun sinni, oft frá helstu háskólum veraldar, skipti engu. Við athöfn í Háskóla Íslands á tíunda áratugnum virtist eldri háskólaprófessor á hag- eða viðskiptasviði klökkna í ræðu frammi fyrir valdamönnum er hann barmaði sér út af háðugleg- um launum sínum. Hans líkum var augljóslega ekki ætlað að ganga uppréttir eða hafa sjálf- stæðar skoðanir heldur dansa eftir pípu valds og aura í von um dúsur. Íslenski prófessor- inn myndi heldur ekki hafa rann- sóknanemendur til að rannsaka brýn mál, hvorki t.d. einkavina- væðingu né hagstjórn. Styrkur háskólaprófessora þróaðra þjóða var hér óvelkominn og niðurlægð- ir háskólamenn lærðu að þegja. – Einn fór þó mikinn í fjölmiðl- um enda lýsti sá einatt aðdáun á hæsta valdherra. Áform komu fram um „Háskóla-spilavíti“! En var það ekki bara hótun, örþrifaráð æðstu menntastofnunar þjóð- ar til að valda lögboðnu hlut- verki sínu og ætluð til þess eins að knýja Alþingi til dáða? „Nei, á Alþingi ræða menn nyt í kúm og beitarþol og skiptast á fer- skeytlum“ var manni sagt. Æðsta menntastofnun þjóðar sem braut- ryðjandi í spilavítarekstri varð ískaldur raunveruleiki. Erlend- ir starfsbræður voru agndofa. – Var þetta einn forboða siðrofs og „casínó“-lifnaðar? Virðingarleysið fyrir menntun var svo innsiglað skömmu fyrir nánast gjaldþrot þjóðarinnar m.a. með því að setja einstakl- ing einungis með grunnmennt- un frá Háskóla Íslands og það í óviðkomandi fræðum ráðherra bankamála, risavaxins alþjóð- legs bankakerfis smáþjóðar, en hrun þess varð eitt hið stærsta í veraldarsögunni. Glæsileg efling háskólastigsins á síðustu árum, sem hefur gert Reykjavík að háskólaborg kom of seint, en ástæða virðist nú til bjartsýni um aukið vægi þekking- ar í íslensku mannlífi. Um baktjöld þagnar háskólamanna Háskólamenntun Magnús S. Magnússon vísindamaður Orð fá ekki lýst þeim þján-ingum sem styrjaldir leiða yfir mannkynið. Nú á tímum er hernaðarbröltið knúið áfram af ráðamönnum, alþjóðastofn- unum, skæruliðasamtökum og ótal hagsmunaaðilum. Jafn- framt má nefna einkarekin hernaðarfyrirtæki sem selja þjónustu sína nánast hverj- um sem er. Slík fyrirtæki þrí- fast beinlínis á hernaði og auka þannig eftirspurnina eftir stríði. Eitt þessara fyrirtækja nefnist ECA Program, en fyrr á árinu sótti það um starfsleyfi á Kefla- víkurflugvelli í því skyni að flytja þangað orrustuþotur, við- halda þeim og leigja út til her- æfinga. Fyrirtækið er umdeilt og eignarhald þess óljóst, enda var því neitað um starfsleyfi í Kanada. Þrátt fyrir það hyggj- ast Árni Sigfússon og fleiri Suð- urnesjamenn taka fyrirtækinu opnum örmum. Við Íslendingar heyrum iðu- lega fréttir af stríðshörmung- um úti í heimi, en í hugum okkar flestra eru þær fjarlægar og óraunverulegar. Vandamál á borð við atvinnuleysi standa okkur miklu nær. Þótt áætlað sé að umrætt fyrirtæki sjái 150 Suðurnesjamönnum fyrir vinnu má ekki gleyma þeim milljón- um jarðarbúa sem eiga um sárt að binda eftir árásir herja sem nýta sér þjónustu af því tagi sem ECA Program vill flytja til Keflavíkur. Því ættum við að velta fyrir okkur eftirtöldum spurningum: Viljum við leggja blessun okkar yfir starfsemi sem hefur fjöldamorð að féþúfu? Erum við tilbúin að láta siðgæð- ið lönd og leið fyrir atvinnusköp- un? Leyfir samviskan okkur að græða á starfsemi sem þrífst á því að fólk úti í heimi murki lífið hvert úr öðru? Og vilja Suður- nesjamenn virkilega selja sál sína fyrir atvinnu? Af atvinnusköpun og fjöldamorðum Atvinnusköpun og siðgæði Jóhann Páll Jóhannsson nemandi við Menntaskólann í Reykjavík Á launaseðlinum var sem stæði: „Þú ert ekki matvinnungur heldur byrði á þjóðinni“ Ég hafði óbilandi trú á þess-ari ríkisstjórn þegar hún tók við völdum. „Mér blæðir það í augum sem Íslendingi“ hvað aðgerðarleysi hennar í málefnum heimilanna hefur verið algjört. Þau komust til valda algjörlega á fölskum for- sendum. Ég er svo yfir mig gáttaður á getuleysi þessarar ríkisstjórnar, slæm var stjórn- in sem var fyrir en þessi stjórn er að slá öll met í verkleysi og vankunnáttu. Til hvers heldur þetta fólk að það sé kosið á þing? Þetta fólk er búið að hafa öll tæki- færi í heiminum frá því þau tóku við til þess að taka á þess- um málum. Ef þessi ríkisstjórn hefði tekið strax á lánamálum heimilanna t.d. með 20-30% leiðréttingu erlendra lána hefði staðan verið allt önnur í dag. Ég er viss um að 99% fólks- ins í landinu hefði sætt sig við það, þá hefðu þeir átt að frysta vísitöluna í byrjun árs 2008. Hvernig dirfast þau að halda því fram að við höfum ekki efni á þessu, því staðreyndin er sú að leið ríkisstjórnarinnar verð- ur mikið dýrari þegar upp verð- ur staðið. Mig langar að nefna eitt dæmi sem ég þekki um fólk sem keypti íbúð á 30 millj. fyrir kreppu. Þau áttu eigin sparnað upp á 12 millj. og tóku 18 millj. að láni hjá Frjálsa fjárfestinga- bankanum. Núna, eftir nýjustu æfingar Árna Páls og Stein- gríms, er sparnaður þeirra upp á 12 millj. farinn út um gluggann, eftirstöðvar af lán- inu eru rúmlega 30 millj. og íbúðin kannski að verðmæti 20 millj. Ráðherrar í ríkisstjórn- inni kalla aðra stjórnmálamenn vitleysinga. Margur telur mig sig, ég segi burt með vitleys- inga-ríkisstjórnina, ykkar tími er farinn. Steingrímur, þú staglast sífellt á því hvað þetta er erfitt, það er af því að þú kannt bara að blaðra en ekkert til verka! Getur verið að þessi afglöp ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna þurfi að fara fyrir landsdóm? Ríkisstjórn á fölskum forsendum Stjórnmál Halldór Úlfarsson matreiðslunemiHreyfill kallar... Ópusallt er hannað fyrir íslenskt viðskiptaumhverfi og er allt í senn: stjórntæki, upplýsingakerfi og bókhaldskerfi. „Fjárhagsbókhaldið í Ópusallt er það sem hreif okkur. Bókhaldið okkar er flókið, en Ópusallt ræður vel við það.“ Eva Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri Hreyfils Viðskiptalausn frá HugAx Guðríðarstíg 2–4 113 Reykjavík Sími 545 1000 www.hugurax.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.