Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 30
2 • HORFÐU á Mér er gaman- mál með Frímanni Gunnarssyni. Frímann er væntanlega mis- skildasti gáfumaður þjóðar- innar en hann fær sem betur fer að njóta sín í mjúkum faðmi vinsælustu grínista Norðurlandanna ásamt Bretanum Matt Berry. Hljómsveitin Benny Crespo‘s Gang hefur eytt síðustu sólarhringum í að leggja lokahönd á nýtt lag sem fer í spilun eftir helgi. Popp hafði samband við söngvarann Helga Rúnar Gunnars- son sem sagði gríðarlega vinnu hafa farið í lagið, sem hefur hlotið nafnið Night Time, eftir því sem Popp kemst næst. Fyrsta plata Benny Crespo‘s Gang kom út árið 2007 og fékk glimrandi viðtökur. Hljómsveit- in hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið, en vinnan við næstu plötu gengur vel þó að útgáfu- dagur hafi ekki verið ákveðinn. Hljómsveitin kom fram á Ring Rokkfesti í gær, sem var haldið í tengslum við Októberfest Háskóla Íslands, en rokkþyrstir ættu að fá að bragða oftar á safa gengisins á næstunni. LOKSINS NÝTT LAG FRÁ BENNY CRESPO‘S GANG VINNA AÐ PLÖTU Benny Crespo‘s Gang hefur kveikt á perunni. OKTÓBER LIFÐU AF Í Kolkrabbinn Páll var stjarna heimsmeistara- keppninnar í fótbolta í sumar. Leitin að arftaka Páls hefur staðið yfir frá því að hann settist í helgan stein og eftir þrotlausa leit rak skyggna gullfiskinn Pálma á strendur Popps. Það var því ekki annað hægt en að sýna honum merki liðanna sem eiga möguleika á titlinum í von um að hann varpi áður óþekktu ljósi á úrslit morgundagsins. SKYGGNI GULL- FISKURINN PÁLMI SPÁIR Í SPILIN FYRIR LOKAUMFERÐ PEPSI-DEILDARINNAR POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur út einu sinni í mánuði. Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason atlifannar@frettabladid.is Útlitshönnun: Arnór Bogason Sölustjóri: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is • sími 512 5411 Útgefandi: 365 hf. HLUSTAÐU á nýútkomna plötu Interpol, en hún ber sama nafn og hljómsveitin. Það er komið haust og sólin er hætt að skína. Þess vegna verðum við að haga seglum eftir vindi og hlusta á tónlist sem hentar árstímanum. Platan er dæmd á blaðsíðu 13 í Poppi í dag ásamt annarri frábærri New York-plötu, Lisbon með The Walkmen. SKOÐAÐU Flickmylife.com. Besta síðan á Netinu í dag. Fasti liðurinn Kolb in the Wild heldur lífinu í okkur á ritstjórn Popps. Yfirgengilegur hroki Flick My Life er svo fáránlega fyndinn að maður veltir fyrir sér hvernig hægt var að þrauka haustmánuð- ina þegar þessi síða var ekki til. 4 8 14 6 FRAM - FHPálmi hringsólar í skálinni sinni og stoppar reglulega til að stara tilfinningalaus á merki Gaflar- anna. Eftir stutta stund virðist hann leita að fæði, en samkvæmt atferlisrannsóknum óháðra fiski- fræðinga þýðir það einfaldlega að hann sé svangur. Greina má vonbrigði í augum Pálma sem bendir til þess að FH-ingar lyfti ekki dollunni í ár. NIÐURSTAÐA: FH sigrar Fram með tveimur mörkum á móti engu. STJARNAN - BREIÐABLIK Pálmi virðist vera á þeirri skoðun að tími Breiðabliks sé kominn vegna þess að hann virð- ist sérstaklega sólginn í grænar leifar af fiska- fóðri sem fljóta í vatninu. Pálmi syndir upp og niður í skálinni, sem er reyndar á skjön við nokkuð stöðugt gengi Blikanna í sumar, en staðnæmist loks við merki Breiðabliks og starir þar til það er fjarlægt. NIÐURSTAÐA: Breiðablik vinnur leikinn með þremur mörkum á móti einu. KEFLAVÍK - ÍBV Úrslitin í þessum leik gætu orðið óvænt því viðbrögð Pálma við merki ÍBV eru vægast sagt ofsafengin. Hann skýst um hvern krók og kima í skálinni eins og hann sé í örvæntingafullri leit að einhverri festu. Hann virðist skynja að gott gengi ÍBV í sumar hafi komið öllum á óvart – meira að segja leik- mönnum liðsins. NIÐURSTAÐA: Eftir jafnan og gríðarlega fjörugan leik skilja liðin jöfn. Námsmannaþjónustu Arion banka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.