Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 32
4 • Plötu frá Garðbæingunum í Cliff Clavin er beðið með gríðarlegri eftirvæntingu á skrifstofu Popps. Lögin sem hljómsveitin hefur hleypt í spilun undanfarin misseri hafa verið frábær og platan hefur verið lengi í vinnslu. Nú er loksins farið að sjást í land, eftir því sem útsendarar Popps í tónlistarbransanum komast næst. Hljómsveitin hefur samið við útgáfufyrirtækið Kölska, sem félagarnir Barði í Bang Gang og Máni af X-inu stýra. Cliff Clavin kemur fram á Iceland Airwaves- hátíðinni nú í október og verður vafalaust dugleg við spilamennsku eftir að platan kemur út. PLATAN Í SJÓNMÁLI HJÁ CLIFF CLAVIN PLATA Á LEIÐINNI Frumburður Cliff Clavin hefur látið bíða eftir sér allt of lengi. MÚSÍK Er nýjasta plata Arcade Fire, The Suburbs, meistarastykki sveitarinn- ar? Verður hljómsveitin sú stærsta í heimi? Kanadíska hljómsveitin Arcade Fire hefur fengið frábærar viðtökur við þriðju plötu sinni The Suburbs sem kom út í byrjun ágúst. Sumir gagnrýnendur telja hana meistaraverk sveitarinnar sem seint verði toppað á meðan aðrir benda á frumburðinn Funeral og vilja meina að sú plata sé enn efst á blaði. Sextán lög eru á The Suburbs og sem fyrr en indí-poppið með dimma undirtóninum í forgrunni. Textarnir eru forvitnilegir sem fyrr og byggja í þetta sinn á barnæsku þeirra meðlima Arcade Fire sem ólust upp í úthverfum borgarinnar Houston í Texas. Dómarnir sem platan hefur verið að fá eru framúrskarandi, þar á meðal fimm stjörnur í breska tónlistartímarit- inu Q sem heldur því einmitt fram að platan sé hugsanlega meistarastykki Arcade Fire. Platan fær jafnframt fjórar stjörnur í Mojo, Rolling Stone og Uncut. Gagnrýnandi BBC er sömu- leiðis jákvæður og telur plötuna þá bestu frá Arcade Fire og líkir henni við meistarastykki Radiohead, OK Computer frá árinu 1997. „Það væri hægt að kalla plötuna þeirra OK Computer en hún er einfaldlega betri en hún.“ Á síðunni Metacritic.com þar sem teknar eru saman einkunnir allra helstu gagnrýnenda fær platan 86 af 100 mögulegum. Ef miðað er við þá einkunnagjöf er hún engu að síður eftirbátur plötu númer tvö, Neon Bible, og Funeral. Þar fær sú fyrrnefnda 87 í einkunn en Funeral fær 90. Hvað sem því líður er ljóst að The Suburbs verður ofarlega á mörgum árslistum yfir bestu plötur ársins 2010 og hver veit nema hún verði með tímanum almennt talin besta verk Arcade Fire. The Suburbs hefur ekki bara fengið góða dóma því hún hefur einnig selst vel. Hún komst á toppinn í sex löndum þar á meðal í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem hún varð fyrsta plata sveitarinnar til að ná toppsætinu. Nýverið var Arcade Fire svo tilnefnd til fernra Q-verðlauna, þar á meðal fyrir bestu plötuna og sem besta hljómsveit heimsins. Þar er hún í flokki með Green Day, Kasabian, Kings of Leon og Muse. En hvernig skilgreinir maður bestu hljómsveit heimsins eða þá stærstu? Vinsældir hljóta þar að skipa þar vænan sess og vissulega er Arcade Fire vinsæl hljómsveit. Tónlistin er aftur á móti ekki þeirrar gerðar að hún höfði til nægilega breiðs aldurs- hóps og því mun sveitin líklega aldrei ná þeim stalli að verða talin sú stærsta í heimi eins og U2 hefur jafnan verið kölluð. Gæði tónlistarinnar eru samt tvímælalaust fyrir hendi og þar er hún líkast til á stalli með sveitum á borð við Radiohead og jafnvel Sigur Rós, sem ein besta hljómsveit heims. Hérna er Chris Martin úr Coldplay í viðtali sem var tekið við hann 2008 í tengslum við útgáfu plötunnar Viva La Vida: „U2 sagðist einu sinni ætla að sækja aftur um starfið sem besta hljómsveit í heimi. Á Viva La Vida erum við einfaldlega að sækja aftur um að vera hljómsveit á nýjan leik,“ sagði hann og bætti við: „Bestu hljómsveitirnar í heiminum í dag eru líklega Arcade Fire og Sigur Rós. Ég hugsa að Coldplay sé aðeins númer sjö í röðinni.“ WIN BUTLER Forsprakki Arcade Fire, Win Butler, á tónleikum með hljómsveit sinni í París í ágúst síðastliðnum. NORDICPHOTOS/GETTY WOLF PARADE Í stuttu máli: Stofnuð 2003 í Montreal. Vakti fyrst athygli sem upphitunarband fyrir Arcade Fire. Staðreynd: Kom fram á Iceland Airwaves árið 2006 á Gauknum. Hlustaðu á: Apologies To Queen Mary (2005) FLEIRI KANADÍSKAR ÞRIÐJA PLATA ARCADE FIRE HEFUR FENGIÐ FRÁBÆRAR UNDIRTEKTIR: ARCADE FIRE Í FREMSTU RÖÐ Þrjú ár hafa liðið á milli útgáfu allra þriggja platna Arcade Fire. Það má því búast við þeirri næstu 2013. EINKUNN THE SUBURBS Á METACRITIC.COM ISLANDS Í stuttu máli: Stofnuð í Montreal 2005 en er núna staðsett í New York. Staðreynd: Arcade Fire og Wolf Parade eru á meðal gesta á fyrstu plötunni Return To Sea. Hlustaðu á: Return To Sea (2006) BROKEN SOCIAL SCENE Í stuttu máli: Stofnuð í Toronto 1999 og hefur gefið út fjórar plötur. Staðreynd: Meðlimirnir eru á bil- inu sex til nítján talsins. Allir spila þeir einnig í öðrum böndum. Hlustaðu á: You Forgot It In People (2002) 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.