Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 33
 • 5 Segja má að Sports Champions sé stóri leikurinn sem kemur út í fyrstu bylgju Playstation Move- leikja. Hugsunin hjá Sony hefur eflaust verið sú að þetta myndi sannfæra fólk um að Move væri alvöru, ekki bara eitthvað Nintendo Wii rip-off. Hafi það verið hugmyndin, þá hefur takmarkið náðst því undirritaður er nú sannfærður um ágæti Move. Sports Champions samanstendur af sex íþrótta- greinum og allar greinarnar krefjast þess að notandi sveifli höndunum eins og óður maður, þó mismun- andi hversu ákafar sveiflurnar eru. Greinarnar eru: boccia, bogfimi, blak, borðtennis, frisbí-golf og skylmingar. Menn geta valið sér karakter til að spila með í gegnum íþróttagreinarnar á móti sífellt sterk- ari andstæðingum og safnað stjörnum sem opna fyrir ýmsa aukahluti, svo sem ný föt og svo framvegis. Það fyrsta sem maður tekur eftir varðandi Sports Champions er hversu nákvæmur Move-pinninn er. Í leikjum eins og borðtennis liggur við að hann sé of nákvæmur því minnsti úlnliðssnúningur getur valdið því að stórkostlega smassið manns breytist í laflaust skot með baksnúningi. Annars er ekki hægt að segja annað en að leikurinn líti vel út og spilist vel. Í raun er lítið út á Sports Champions að setja fyrir utan það að borðtennishlutinn er frekar leiðinlegur og svo er það alltaf spurning hversu lengi fólk helst við að spila leikinn. En þar sem fólk er nú enn að spila Wii Sports ætti ekki að hafa neinar áhyggjur af Sports Champions þar sem það er miklu meiri og betri leikur. - vij POPPLEIKUR: SPORTS CHAMPIONS ÉG ER ÍÞRÓTTAÁLFURINN ÆFÐU ÞIG Bogfimi er á meðal sex keppnisgreina í Sports Champions. GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING SPORTS CHAMP- IONS 4/5 5/5 4/5 3/5 4/5 Rokktóberfest X-ins 977 verður haldið á Sódómu dagana 30. september til 2. október. Tilefnið er hin tvö hundruð ára gamla hefð frá Bavaríu í Þýskalandi þar sem ár hvert eru drukknir milljónir lítra af öli. Allar vinsælustu hljómsveit- ir X-ins troða upp, þar á meðal Cliff Clavin, Mammút, Ourlives, Endless Dark, Bloodgroup og Agent Fresco. Miðaverð á alla hátíðina er 2.500 krónur í forsölu. Hægt verður að kaupa tíu bjóra kort á 3.500 krónur. Forsala á hátíðina fer fram á Midi.is og í verslunum Levi´s á Laugavegi og í Kringlunni. ÞRIGGJA DAGA ROKKHÁTÍÐ Rokksveitin Yeah Yeah Yeahs kom aðdáendum sínum á óvart með því að halda leynilega tón- leika í New York í tilefni af tíu ára afmæli sínu. Miðar á tónleikana seldust upp á innan við hálftíma. Sveitin spilaði helling af gömlum lögum á tónleikunum, flest frá fyrstu tveimur EP-plötum hennar og frumburðinum Fever to Tell sem kom út 2003. Söngkonan Karen O fór á kostum á sviðinu þrátt fyrir mikinn hita í salnum, sem varð til þess að einn tónleika- gesta féll í yfirlið. FAGNAÐI TÍU ÁRA AFMÆLI MAMMÚT Verður með á Rokktóberfest. YEAH YEAH YEAHS Rokksveitin heldur upp á tíu ára afmælið sitt um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.