Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 36
8 • Alfreð Finnbogason er búinn að vera einn besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar. Hann hefur skorað 14 mörk, flest allra í deildinni, og lið hans Breiðablik situr nú á toppnum og tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á morgun. Það er þó ekkert í hendi því mótherjarnir í Stjörnunni eru til alls líklegir ásamt því að fjarvera Alfreðs hefur vafalaust áhrif. Það er möguleiki á því að þið verðið Íslandsmeistarar og þú markakóngur á laugardaginn, en þú getur ekki gert neitt í því. „Já, það er mjög skrýtin tilfinning. Það er samt mjög af- slöppuð tilfinning. Núna væri ég að hugsa um hvernig ég get spilað leikinn, en í staðinn veit ég að ég get engu breytt. Þess vegna tekur því ekki að stressa sig á því. Ég reyni að hugsa það þannig.“ Þú ert ekki meira stressaður en ella? „Nei, en ég get lofað þér því að á leikdag verð ég orðinn rosalega stressaður. Sérstaklega meðan á leiknum stendur. Ég var einhvern tíma í banni í fyrra og það var erfiðasti leikurinn sem ég tók þátt í – að sitja uppi í stúku og horfa á strákana, vita að maður getur ekki gert neitt til að hjálpa þeim, það er mjög skrýtin tilfinning.“ Hversu reiður verðurðu ef Breiðablik tapar, ÍBV vinnur og Atli Viðar úr FH skorar tvö og hirðir gullskóinn? „Maður reynir oftast að undirbúa sig undir það versta og vona það besta. Númer eitt, tvö og þrjú er að taka titilinn. Þá má Atli Viðar skora eins mörg mörk og hann vill.“ Fótboltamenn tala um að það skiptir þá engu máli að taka markatitilinn, en er það ekki bara rugl? „Auðvitað vilja allir sem eru í baráttunni taka markatitilinn. En ég er allavega ekki að fara að skora fleiri í sumar og það munu örugglega einhverjir af hinum skora – það er bara spurning hversu mörg. Þessi lokaumferð er oft mjög steikt og lítið undir hjá mörgum liðum.“ Þú ert búinn að skora 14 mörk, ert markahæstur. Ertu besti fótboltamaðurinn í íslensku deildinni í dag? „Ég er ekki að fara að láta hafa eftir mér að ég sé bestur. Það eru margir búnir að standa sig vel og það eru margir í okkar liði sem eru búnir að eiga frábært tímabil.“ Er þetta síðasta sumarið þitt á Íslandi í bili? „Það eru meiri líkur á því en minni. Það er mikið um þreifingar í gangi núna og ég fer ekkert leynt með það að takmarkið mitt er að komast út. Það væri draumur að kveðja með Íslandsmeistaratitli.“ Er stefnan þá að komast út og verða milljónamær- ingur? „Þegar maður var yngri voru milljónirnar ekki það fyrsta sem maður hugsaði um í sambandi við atvinnu- mennsku. Það var bara hversu gaman það væri að spila fyrir 30-40 þúsund manns á viku og að vinna við það sem manni finnst gaman. Peningarnir sem eru komnir í fótboltann í dag skemma ekki fyrir – þeir eru góð gulrót í að komast sem lengst.“ Þetta Breiðablikslið virðist vera fullt af spöð- um, þið klæðið ykkur í jakka fyrir viðtöl og fagnið mörkum með því að rífa í merkið. Er það meðvitað hjá ykkur eða er þetta einskær tilviljun? „Þetta er svo skemmtilegur ungur hópur. Elsti leikmaðurinn í liðinu er fædd- ur ́ 83. Við erum sjö, átta leikmenn sem höfum spilað saman í gegnum alla yngri flokkana. Við gerum mikið saman, förum í keilu eða póker og ég held að það skili sér inni á vellinum að vera með þéttan hóp. Það eru ekki komin mörg börn, þannig að menn eru ekki í bústað allar helgar með konuna og börnin. Þetta eru flest menn á sama reki.“ Er engin kergja þegar þú færð meiri athygli en hinir, þótt þið séuð góðir vinir? „Ég er kannski ekki rétti maðurinn til að svara því. Það eru alltaf einhverjir sem stela athyglinni og það dreifist líka. Markaskorararnir, ég og Kristinn Steindórs, erum búnir að vera áberandi, en svo eru aðrir í vanmetnum hlutverkum. Innan hópsins eru HROKAFULLUR Í AUGUM MARGRA Fótboltakappinn Alfreð Finnbogason gæti orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki og marka- kóngur sumarsins á morgun. Hvorugt er samt undir honum komið því hann er í banni í loka- leiknum á móti Stjörnunni og neyðist því til þess að sitja í stúkunni á meðan félagar hans heyja lokaorrustuna upp á fyrsta Íslandsmeistaratitil Breiðabliks. EN AÐ ÉG LENDI Í EINHVERJU KYNLÍFSHNEYKSLI? ÞAÐ SKAL ÓSAGT LÁTIÐ. ÞEGAR MENN NÁ ÁRANGRI ER TEKIÐ EFTIR ÞEIM OG EINHVERJU ÞARF AÐ TROÐA Í BLÖÐIN (HLÆR). ÞAÐ ER SVO MIKIL ATHYGLI Á ÞEIM AÐ ÞEIR ERU EIGINLEGA SKYLDUGIR TIL AÐ PASSA SIG. ORÐ: Atli Fannar Bjarkason MYNDIR: Anton Brink FÖT: Gallerí 17, KronKron og GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.