Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 54
 24. september 2010 FÖSTUDAGUR22 timamot@frettabladid.is „Ég hef mjög gaman af að mæta í afmæli hjá öðrum. Fjölskylda mín er mjög afmælisglöð þó ég sé ekki mikill afmælismaður sjálfur. En það er ágætt að halda upp á þenn- an dag á tíu ára fresti,“ segir Garðar Cortes, söngvari og tónlistarmaður, en hann heldur upp á sjötugsafmælið sitt með tónleikum í Langholtskirkju í kvöld. Garðar státar af glæstum ferli sem tónlistarmaður, óperu- söngvari og kennari en hann stofnaði meðal annars Íslensku óperuna, Sinfoníuhljómsveit Reykjavíkur og Söngskólann í Reykjavík, þar sem hann gegnir embætti skólastjóra. Þá eru ótalin öll þau hlutverk sem Garðar hefur sungið á fjöl- um óperuhúsanna. Hann segir þó ekkert eitt standa upp úr þegar hann er beðinn um að líta um öxl. Hann sé heppinn að hafa starfað við sitt áhugamál. „Ég er mikill lukkunnar pamfíll. Ég hef haft það gott í öll þessi ár og kynnst og unnið með mikið af góðu fólki. Það er draumastarf að kenna söng og búa til tónlist með fólki daginn út og inn. Þar ráða tilfinningarnar og ekkert fast form endilega þar á. Dagarnir eru ekki tilbreytingarlausir hér í vinnunni,“ segir Garðar en eftir tæplega fjörutíu ára starf í Söngskólanum telja nemendur hans yfir 4.000 manns. Margir þeirra starfa við söng og tónlist bæði hér heima og erlendis. Hann segist fylgjast með þeim öllum með stolti og þakklæti. Óhætt er að segja að líf Garðars snúist um tónlistina. Hann er mættur eldsnemma á morgnana í söngskólann og segist ekki eiga sér aðrar tómstundir. Því sé heppilegt að fjölskyldan sé öll viðriðin tónlist og söng. Þau eru samrýmd og leita ráða hjá hvort öðru en eru þó ekki endilega alltaf syngjandi saman eða hvað? „Við þurfum ekkert að gera það. En ef einhver okkar er að semja nýtt lag eða útsetja eitthvað nýtt þá finnst okkur gaman og gott að raða okkur kringum eldhúsborðið og syngja eitthvað af blaði. Ég á fjögur börn, tvö af þeim eru nú þegar óperusöngvarar og sá þriðji að læra söng í Austurríki. Sú elsta er kennari.“ Tónleikarnir í Langholtskirkju í kvöld hefjast klukkan 20 og segir Garðar þá vera afmælisgjöf frá sér til áheyrenda. Spurður hvort hann muni syngja einhver af sínum uppá- haldslögum í kvöld segir hann dagskrána algert leyndar- mál. „Þetta eru allt saman uppáhaldslög. En þar sem þau eru afmælisgjöf frá mér læt ég ekkert uppi um það fyrr en ég opna pakkann.“ heida@frettabladid.is GARÐAR CORTES SÖNGVARI: FAGNAR 70 ÁRA AFMÆLI MEÐ TÓNLEIKUM DAGSKRÁIN LEYNDARMÁL DRAUMASTARF AÐ KENNA SÖNG Garðar Cortes segist lukkunnar pam- fíll að starfa við sitt áhugamál, tónlist og söng, og nemendur hans frá Söngskólanum í Reykjavík skipta þúsundum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurlaug Guðmundsdóttir Borgarholtsbraut 16, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 16. september. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 24. september kl. 13.00. Arndís Lilja Albertsdóttir Egill Jón Sigurðsson Hallur Albertsson Svanhildur Guðmundsdóttir Viktor Þórir Albertsson Leonice Maria Martin Sólrún Albertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, Hrafnhildur Hrafnsdóttir Bólstaðarhlíð 52, 105 Reykjavík, sem lést á líknardeild LSH í Kópavogi fimmtudaginn 16. september, verður jarðsungin þriðjudaginn 28. september í Háteigskirkju kl. 15. Ingibjörg Ólafsdóttir Hrafn Þórðarson Ólafur Veigar Hrafnsson Hilda Hrund Cortes Guðrún Th. Hrafnsdóttir Benedikt F. Jónsson Vilfríður Hrefna Hrafnsdóttir Svava Berglind Hrafnsdóttir Helga Jenný Hrafnsdóttir systkinabörn og allir sem elskuðu hana Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, Sölvi Heiðar Matthíasson Melasíðu 6i, Akureyri varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 17. sept- ember. Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni á Akureyri föstudaginn 1. október kl. 13.30. Anna María Þórhallsdóttir Ásta Ottesen Páll H. Jónsson Gunnlaug Ottesen Friðrik Diego Þórhallur Ottesen Margrét Jóhannsdóttir Kristín Ottesen Sigmundur Ásgeirsson Vilhelm Ottesen og frændsystkini. Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, Jónu Bjargar Pálsdóttur hjúkrunarfræðings. Sérstakar þakkir til íslenskra námsmanna í Danmörku sem hafa veitt okkur ómetanlegan stuðning. Birgir Elíasson Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs föður, tengda- föður, afa og langafa, Péturs Guðjónssonar frá Hrauni í Sléttuhlíð. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, fósturfaðir og frændi, Bjarni Helgason Grandavegi 47, Reykjavík, andaðist að heimili sínu þriðjudaginn 21. september síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðlaug Helgadóttir Ívar H. Friðþjófsson Helga Helgadóttir Sveinn Ólafsson Steinunn Rán Helgadóttir og aðrir vandamenn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Þyri Guðlaugsdóttir andaðist á Landspítalanum 16. september. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, föstudaginn 24. september kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrk, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Sérstakar þakkir öllum þeim sem önnuðust hana af alúð og virðingu í veikindum hennar. Salóme Fannberg Áskell Bjarni Fannberg Þóra Kristjana Einarsdóttir Kristjana Ólöf Fannberg Gestur Helgason Eyþór Fannberg Anna Þórunn Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Gunnarsson frá Flatey á Skjálfanda, Boðaslóð 12, Vestmannaeyjum, lést þann 20. september. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 7. október kl. 14.00. Jóna Guðmundsdóttir Helga Sigurðardóttir Ásgeir Sverrisson Kristín Sigurðardóttir Magnús Þorsteinsson Lilja Sigurðardóttir Guðmundur Adolfsson og barnabörn MOSAIK Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Helga Ragnhildur Helgadóttir Birkivöllum 27, Selfossi lést miðvikudaginn 22. september. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 1. október kl. 13.30. Ormur Hreinsson Guðrún Ormsdóttir Þorsteinn Bjarnason Olga Björg Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR heilsukokkur „Það væri ekki satt að segja að mér liði eins vel og tvítugri, mér leið aldrei svona vel þegar ég var tvítug.“ 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.