Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 60
28 24. september 2010 FÖSTUDAGUR28 menning@frettabladid.is Hagþenkir félag höfunda fræði- rita og kennslugagna, úthlutaði í gær 38 verkefnum starfsstyrkj- um sem samstals námu 12 millj- ónum króna. Fjórir höfundar hlutu hæsta styrk sem nam 600 þúsund krónum: Clarence E. Glad, Gylfi Gunnlaugsson, Ingibjörg Guð- rún Guðjónsdóttir og Jón Hjalta- son. Algengasta styrkupphæðin er 300 þúsund krónur en lægsta upphæðin er 120 þúsund krónur. Hagþenkir úthlutar starfs- styrkjum árlega. Alls bárust 72 styrkumsóknir í ár, sem er mikil fjölgun frá því í fyrra þegar 29 sóttu um styrk og 26 fengu. Meðal styrkhafa eru Elísabet Gunnarsdóttir og Gerður G. Óskarsdóttir fyrir bók um fyrstu ár Rauðsokkahreyfingarinnar; Ingibjörg Guðrún Guðjónsdótt- ir fyrir bók um baðstaði og bað- menningu Íslendinga í sögulegu ljósi; Jakob F. Ásgeirsson fyrir ævisögu Bjarna Benediktsson- ar forsætisráðherra; Jón B. K. Ransu fyrir handbók um íslenska samtímalist; Jón Yngvi Jóhanns- son fyrir ævisögu Gunnars Gunn- arssonar; Sigríður Víðis Jónsdóttir fyrir sögu flóttakvenna á Akra- nesi; Viðar Þorsteinsson fyrir bók um Palestínu og Ragnheiður Gestsdóttir fyrir heimildarmynd um Ragnar Kjartansson mynd- listarmann og þátttöku hans á Feneyjartvíæringnum. - bs Hagþenkir úthlutar Leikhús ★★ Orð skulu standa, Borgarleik- húsið Þáttastjórnandi og liðsstjórar: Karl Th. Birgisson, Davíð Þór Jónsson og Hlín Agnarsdóttir. Pálmi Sigur- hjartarson leikur undir. Listrænn stjórnandi: Hilmir Snær Guðnason Undanfarna átta vetur hefur þáttur- inn Orð skulu standa verið vikulega á rás eitt Ríkisútvarpsins. Hann átti sér fjölmarga dygga áheyr- endur um allt land og erlendis og hlaut meira að segja viðurkenningu Íslenskrar málnefndar. Það var því mörgum brugðið þegar tilkynnt var að þessi gersemi yrði felld niður nú í vetur í sparnaðarskyni. En hart var brugðist við og nú hefur þátturinn hafið göngu sína, í talsvert breyttri mynd, á Litla sviði Borgarleikhússins og var fyrsti þátturinn fluttur þar á þriðjudags- kvöld, og verður þar vikulega. Stjórnandi og liðsstjórar eru hinir sömu og áður, Karl Th. Birg- isson, Davíð Þór Jónsson og Hlín Agnarsdóttir, sem reyndar var fjarri góðu gamni þetta kvöldið en í hennar stað var Sólveig Arn- arsdóttir. Gestur Davíðs Þórs var Egill Ólafsson og gestur Sólveig- ar Ilmur Kristjánsdóttir. Nýr liðs- maður er í þættinum, Pálmi Sig- urhjartarson, sem lék undir þegar gestir brustu í söng og þegar það átti við. Skemmtunin hófst með því að stjórnandinn raulaði Ég veit þú kemur í kvöld til mín … og minnti á Chet Baker. Notalegheitin voru slík að mann langaði helst til að vera staddur á huggulegri krá – og fá hann til að syngja meira. Keppnin sjálf er með líku sniði og áður, Karl spyr um orð og merk- ingu þeirra, og liðin skiptast á um að svara og velta fyrir sér möguleg- um skýringum. Spurt er um höfund ljóða og lásu gestirnir ljóðin með elegans, enda vel þjálfaðir í fram- sögn og flutningi. Áheyrendur fengu líka aðeins að spreyta sig og fengu tveir þeirra verðlaun fyrir frammistöðu sína. Örleikrit var flutt: auglýsing frá herrafataverslun hér í Reykjavík. Og þetta var nokkuð skemmti- legt stundum þótt furðu lítið væri um framíköll eða athugasemdir frá áheyrendum. Það var bagalegt hversu illa heyrðist í liðunum og stjórnandan- um. Samt talaði hann í míkrafón en hljóðkerfið sveik áheyrendur. Það fór því ýmislegt fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Litla sviðið hentar ekki vel undir svona uppákomu. Bekkjunum er skipað í skeifu utan um sviðið og þar sem keppendurn- ir sátu innan hennar og sneru beint fram var talsverður hópur sem sá bara aftan á liðin. Hlýlegt kaffihús eða krá, sé slíkt einhvers staðar að finna, held ég henti betur undir svona þátt. Það er engan veginn hægt að ætlast til þess að Orð skuli standa verði nákvæmlega eins og í útvarp- inu enda er hann orðinn leikþáttur. Allt gerist á sviðinu, beint fyrir framan áheyrendur. Það hentar því ekki að fá hvern sem er í svona uppákomu. Gestir þáttarins verða að vera vanir því að koma fram og treysta sér til að performera á sviði. Hinir „venjulegu Íslending- ar“ munu ekki koma í þáttinn og sjá um skemmtunina. Og það er meinið. Ingveldur Róbertsdóttir Niðurstaða: Frábær þáttur, sem ætti að vera áfram í almenningseign, nýtur sín ekki sem skyldi á leiksviði, þrátt fyrir notaleg augnablik inn á milli. STYRKJUNUM ÚTHLUTAÐ Umsóknum um styrki frá Hagþenki fjölgaði mjög á milli ára. 72 umsóknir bárust nú en voru 29 í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þegar Anna Th. Rögnvalds- dóttir kvikmyndagerðar- maður tók að sér kennslu við Kvikmyndaskóla Íslands varð hún vör við tilfinnan- lega þörf á íslensku náms- efni um handritsgerð. Hún ákvað að bæta úr því og hefur nú gefið út fyrstu frumsömdu handbókina um handritskrif á íslensku. Út er komin bókin Ritun kvik- myndahandrita - praktísk hand- bók eftir Önnu Th. Rögnvaldsdótt- ur kvikmyndagerðarmann. Anna ákvað að skrifa bókina eftir að hafa kennt handritaskrif við Kvik- myndaskóla Íslands og varð vör við skort á kennslubókum á íslensku. „Það er algeng skoðun að nemend- ur, sem eru í raun á háskólaaldri, geti stuðst við erlendar kennslu- bækur. Staðreyndin er hins vegar sú að í öllum fögum verður fólk að tileinka sér ákveðin grunnhugtök á móðurmálinu – nemendur í eðl- isfræði við HÍ lesa kannski ein- göngu bækur á ensku í sínu námi en grunnþekkinguna fengu þeir úr íslenskum bókum.“ Lykill að erlendum ritum Anna miðaði því við að skrifa bók- ina sem grunn fyrir algjöra byrj- endur á sviði kvikmyndagerðar, sem geti líka nýst þeim sem lyk- ill að erlendum námsbókum. Að hennar mati getur bókin þó einn- ig komið fleirum að góðum notum. „Hún getur eflaust nýst almenn- um kvikmyndaáhugamönnum, til dæmis geymir hún orðalista yfir grunnhugtök og ýmsan fróðleik sem er til þess fallinn að auka almennt kvikmyndalæsi.“ Anna segir litla tekjumögu- leika helstu ástæðu þess að bók sem þessi hafi ekki komið út fyrr hér á landi, enda fjalli hún um afar afmarkað svið. Sjálf fékk hún styrk frá þróunarsjóði námsgagna við ritun bókarinnar, auk þess sem hagsmunaaðilar úr greininni lögðu henni lið við eftirvinnslu og prent- um. Hún telur að með tilkomu bók- arinnar sé ekki mikil þörf á stærri og ítarlegri kennslubók um kvik- myndagerð á íslensku. Afgangsstærð á Íslandi Þótt nokkuð sé liðið síðan kvik- myndalistin skaut rótum hér á landi hefur íslenskum kvikmynd- um oftar en ekki verið legið á hálsi fyrir slaka handritsgerð. Anna tekur undir þá gagnrýni. „Ætli handritsgerð hafi ekki verið látin sitja á hakanum hér á landi í gegnum tíðina vegna þess að atvinnumöguleikarnir eru svo fáir. Það leggur enginn á sig margra ára vinnu við að ná tökum á jafn sérhæfðri tegund ritstarfa því tekjumöguleikarnir eru svo litlir. Hins vegar veit ég um að minnsta kosti þrjá Íslendinga sem starfa sem handritshöfund- ar erlendis; það er því ekki eins og Íslendingar séu sérlegir sauð- ir í handritsskrifum. Okkur hefur aðeins skort tækifærin.“ bergsteinn@frettabladid.is Handritin setið á hakanum Ég trúi ekki á orðin þín … ANNA TH. RÖGNVALDSDÓTTIR Íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa liðið fyrir að fáir hafa haft tök á að ná góðu valdi á handritaskrifum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI MOKKA Sigurdís Harpa Arnarsdóttir opnar myndlistarsýninguna Hirt á Mokka í dag. Verkin á sýningunni, sem er 34. einkasýn- ing Sigurdísar Hörpu, eru öll unnin á efnivið sem fenginn er á nytjamarkaðnum Góða hirðinum í Fellsmúla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.