Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 65
FÖSTUDAGUR 24. september 2010 33 Eddie Vedder, söngvari rokk- sveitarinnar Pearl Jam, kvænt- ist á dögunum kærustu sinni til langs tíma, fyrirsætunni Jill McCormick. Athöfnin fór fram á Havaí og á meðal gesta voru leik- ararnir Sean Penn, Tim Robbins og tónlistarmaðurinn Jack John- son. Hinn 45 ára Vedder, sem sló í gegn með Pearl Jam í byrjun tíunda áratugarins, bað hinnar 32 ára McCormick í Washington á síðasta ári. Þau eiga saman dæt- urnar Oliviu og Harper sem eru sex og tveggja ára. Brúðkaup á Havaí EDDIE VEDDER Söngvarinn kvæntist fyrirsætunni Jill McCormick á Havaí. Söngkonan Madonna fær oft föt lánuð hjá dóttur sinni Lourdes. Þær geta samt ekki skipst á skó- pörum því þær nota mismunandi stærð. „Það er mjög pirrandi,“ sagði Lourdes sem er þrettán ára. Hún hefur hingað til verið dugleg við að fá lánuð föt hjá móður sinni en núna er hin 52 ára Madonna byrjuð að leita í fataskáp dóttur sinnar. Stutt er síðan mæðgurnar stofnuðu fata- merkið Material Girl. Það virð- ist hafa verið góð ákvörðun því fatasmekkur þeirra er greinilega mjög svipaður. Stelst í föt dótturinnar MÆÐGUR Madonna og Lourdes klæðast fötum hvor af annarri. Félag íslenskra tölvuleikja- framleiðenda heldur upp á árs- afmæli sitt í Bláa lóninu í dag. Þar verður haldin ráðstefna þar sem lykilfyrirlesararnir eru þeir Pablos Holman og Jason Della Rocca. Holman er fræg- ur hakkari og sérfræðingur í öryggismálum, sem hefur einn- ig unnið við smíði geimflauga. Rocca er eftirsóttur fyrirlesari eins og Holman og hefur stýrt Alþjóðasamtökum tölvuleikja- framleiðenda í níu ár. „Það er bæði heiður og ánægja að fá þá Pablos og Jason í heim- sókn. Það verður lærdómsríkt að hlusta á fyrirlestra þeirra og annarra sem þarna koma fram,“ segir Erla Bjarney Árnadóttir, formaður Félags íslenskra tölvu- leikjaframleiðenda. Hún er að vonum spennt fyrir ráðstefn- unni. „Þetta er í fyrsta sinn sem við fáum tækifæri til að hittast öll í þessum geira hér á landi og velta fyrir okkur framtíðinni, bæði út frá sjónarmiðum okkar Íslendinga sem og því sem er að gerast úti í heimi,“ segir hún. Sex fyrirtæki eru meðlimir í Félagi íslenskra tölvuleikja- framleiðenda og varlega áætl- að starfa rúmlega 450 manns í þessum geira hér á landi. Flest- ir starfa hjá CCP, eða um 280 manns. Hjá Gogogic starfa um 40 manns og hjá Betware starfa um 75 manns. „Þetta er orðinn nokkuð fjölbreyttur iðnaður sem hefur alla burði til að vaxa frek- ar. Sem dæmi má nefna að miðað við hina margfrægu höfðatölu jafngildir þetta um 400 þúsund störfum í Bandaríkjunum og um 90 þúsund störfum í Þýska- landi,“ segir Erla. „Hér á landi hefur verið stöðugur vöxtur síðustu tíu ár, þó svo að ákveð- in sprenging hafi orðið upp úr 2008.“ - fb Frægur hakkari á meðal gesta ERLA BJARNEY ÁRNADÓTTIR Formaður Félags íslenskra tölvuleikjaframleiðenda býst við skemmtilegri ráðstefnu í Bláa lóninu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FLUGFELAG.IS SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 21.030 KR.* Miðbæjarganga Norðfirðingafélagið í Reykjavík boðar til miðbæjargöngu laugar- daginn 25. september. Farið verður frá Hljóm- skálanum kl. 10:30. Norðfirðingurinn Ragna Ólafsdóttir sér um leiðsögn. Hvetjum sem flesta til þess að mæta. Tónlistarkvöld Verður haldið föstudaginn 8. okt. á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi. Hljómsvetin Mono sér um fjörið. Njótum líðandi stundar. Norðfirðingafélagið í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.