Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 70
38 24. september 2010 FÖSTUDAGUR BESTI BITINN Í BÆNUM „Tíminn var bara of naumur fyrir stjórnvöld að taka á málinu,“ segir Jón Ólafsson, vatnsbóndi með meiru. Athygli vakti þegar fjöl- miðlar fluttu fréttir í maí af því að forsvarsmenn Elite-fyrirsætu- keppninnar á Íslandi hefðu hug á því að halda Elite Model Look World í nóvember á þessu ári. Jón reynir nú að fá að halda keppnina á næsta ári. Skipaður var stýrihópur um málið á sínum tíma en hugmyndin kviknaði þegar Jón var öskuteppt- ur í Frakklandi af völdum eldgoss- ins í Eyjafjallajökli. Jón sendi þá póst til góðvinar síns og forstjóra Elite, Bernard Hennet, en skipu- leggjendur voru í miklum vanda vegna þess að stjórnmálaástand- ið í Taílandi, þar sem keppnin átti að vera, þótti ótryggt. Keppnin var svo haldin í Kína eftir miklar bollaleggingar. Jón segir að á þessum tíma- punkti hafi menn ekki verið að hugsa um fyrirsætukeppnir, á Íslandi hafi verið hálfgert öng- þveiti út af eldgosinu í Eyjafjalla- jökli og allar hugmyndir gengu út á að bjarga sumrinu og byggja upp ímynd Íslands. „Ég held að það hafi tekist mjög vel og ég er mjög ánægður með það,“ segir Jón. Ísland er þó ekki eitt um hit- una því Suður-Afríka og Taíland hafa óskað eftir því að fá að halda keppnina að ári. „Menn þurfa að sýna fram á að það sé stuðning- ur við verkefnið heima fyrir.“ Jón bætir því við að keppnin gefi mikl- ar tekjur af sér, henni fylgi mikið af túristum og þá sé þetta gott fyrir ímyndina en á næsta ári á að spýta í lófana hvað markaðssetn- ingu varðar og fjölga þeim löndum sem sýna keppnina beint. Talið er að yfir þúsund manns fylgi keppn- inni beint og um 400 milljónir manna horfi á keppnina um allan heim. - fgg Jón Ólafs reynir við Elite-keppnina á ný FRÁBÆRT FYRIR ÍMYNDINA Jón Ólafsson segir að það yrði frábært fyrir ímynd Íslands ef það næðist að halda Elite-fyr- irsætukeppnina að ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Myndin Backyard sem var frumsýnd á opnunar- kvöldi Bíós Paradísar í síðustu viku verður sýnd á heimildar myndahátíðinni CPH:DOX í Kaupmanna- höfn í nóvember. „Þetta er æðislegt. Þetta er hátíð sem leggur svo- litla áherslu á tónlist í kvikmyndum og tónlistar- tengdar myndir. Þetta er hátíð sem er svolítið að banka á A-listann,“ segir leikstjórinn Árni Sveinsson. Backyard keppir í flokknum Sound & Vision en sigur- vegari í fyrra var Frakkinn Vincent Moon sem verður gestur RIFF-hátíðarinnar. Árið 2008 vann í sama flokki mynd um rokksveitina Anvil sem hefur vakið mikla athygli. Backyard fjallar um nokkrar íslenskar hljómsveitir sem tengjast vináttuböndum og starfa mikið saman, þar á meðal FM Belfast, Hjaltalín, múm, Retro Stef- son, Reykjavík!, Sing Fang og Borko. Nokkrar þeirra munu ferðast til Kaupmannahafnar í tengslum við hátíðina og halda þar tónleika. Árni er mjög ánægður með viðtökurnar við Back- yard og segir þær framar vonum. „Það er ekkert sjálfgefið fyrir svona litla heimildarmynd að opna svona bíó (Bíó Paradís) og fá að vera með sýningar þar. Þannig að við erum bara hæstánægð.“ Hlé verður nú gert á sýningum Backyard vegna RIFF-hátíðarinnar en að henni lokinni halda sýningar áfram, meðal annars á Airwaves-hátíðinni. Í tengsl- um við þær sýningar verða haldnar uppákomur þar sem hljómsveitir úr myndinni stíga á svið. - fb Boðið til Kaupmannahafnar BACKYARD Árni Hlöðversson úr hljómsveitinni FM Belfast og leikstjóri Backyard, Árni Sveinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson fékk í gær staðfest- ingu á því að kvikmyndasjóðurinn New Danish Screen, sem er stofn- un innan dönsku kvikmyndamið- stöðvarinnar, myndi styrkja gerð kvikmyndarinnar The Volcano um hundrað og fjórar milljónir, eða fimm milljónir danskra. Þetta þykir einstakt þar sem kvikmynd- in er alfarið leikin á íslensku, tekin upp hér á landi með íslensku starfsfólki og aðalleikurum. „Þetta sýnir bara hversu mikla trú þeir hafa á Rúnari, myndin er nefnilega eins íslensk og sviða- sulta,“ segir Þórir Snær Sigurjóns- son hjá framleiðslufyrirtækinu ZikZak sem framleiðir myndina. Þórir bætir því við að inn í þess- ari fjárhæð sé sjónvarpssala til dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. „Þetta er einfaldlega mikil stuðningsyfirlýsing við hans kvik- myndagerð og við gætum ekki verið glaðari,“ segir Þórir. Dagur Kári fékk hærri styrk á sínum tíma fyrir kvikmyndina Voksne Mennesker en sú mynd var öll tekin upp í Kaupmannahöfn, var leikin á dönsku og með dönskum leikurum í aðalhlutverkum. New Danish Screen er ætlað að styðja og styrkja unga og upp- rennandi danska kvikmyndagerð- armenn en Rúnar útskrifaðist sem kunnugt er úr Konunglega danska kvikmyndaháskólanum fyrir skemmstu. Stuttmyndir sem hann gerði á námsárunum vöktu mikla athygli, Síðasti bærinn í dalnum var til að mynda tilnefnd til Ósk- arsverðlauna sem besta stuttmynd ársins og stuttmyndirnar Smá- fuglar og Anna hafa farið sigurför um heiminn. Eldfjallið fjallar um mann, sem er að fara á eftirlaun og á erfitt með að tjá tilfinningar sínar en þetta er fyrsta kvikmynd Rúnars í fullri lengd. Fyrstu prufutökur voru í gær en formlegar tökur hefjast í dag. Að sögn Þóris verður tökulið- ið að mestu leyti í Reykjavík og Kópavogi. „Og svo verðum við nokkra daga í Vestmannaeyjum.“ Eyjarnar eru því að verða nokk- uð vinsæll áningastaður meðal kvikmyndagerðarmanna því Djúpið eftir Baltasar Kormák var að mestu leyti gerð þar og svo stendur til að kvikmynda mynd um Skólahreysti úti í Eyjum. „Þetta er náttúrlega fáránleg til- viljun en ein aðalpersónan hefur tengingu við Eyjar sem skýrir kannski svolítið nafnið á mynd- inni,“ segir Þórir en með aðal- hlutverk í myndinni fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. freyrgigja@frettabladid.is ÞÓRIR SNÆR SIGURJÓNSSON: TÖKUR Á ELDFJALLINU HEFJAST Í DAG Danir setja hundrað millj- ónir í fyrstu mynd Rúnars HAFA MIKLA TRÚ Á RÚNARI Danir virðast hafa mikla trú á Rúnari Rúnarssyni en New Danish Screen ákvað að styrkja kvikmynd hans, The Volcano, um rúmar hundrað milljónir íslenskra króna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Stuttmynd Rún- ars, Smáfuglar, hefur fengið 69 viðurkenningar og tilnefning- ar síðan hún var frumsýnd 2008. HEIMILD: SMAFUGLAR.BLOGSPOT.COM 69 „Spínatbakan á Grænum kosti er virkilega góð, annars er gott að grípa hálfa súpu í Garðinum í hádeginu, þær eru alltaf góðar!“ Þórey Björk Halldórsdóttir fatahönnuður. FYLGSTU MEÐ! Nýtt hefti Tímarits Máls og menningar er komið út. Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson. FÁANLEGT Í NÆSTU BÓKA- VERSLUN Fös 15/10 kl. 20:00 frums Lau 16/10 kl. 20:00 2.sýn Fös 22.10. Kl. 20:00 aukas. Lau 23/10 kl. 20:00 3.sýn Lau 30/10 kl. 20:00 4.sýn Sun 31/10 kl. 20:00 5.sýn Fös 5/11 kl. 20:00 6.sýn Lau 6/11 kl. 20:00 7.sýn Fim 11/11 kl. 20:00 8.sýn Fös 12/11 kl. 20:00 9.sýn Lau 25.9. Kl. 13:00 Lau 25.9. Kl. 15:00 Sun 26.9. Kl. 13:00 Sun 26.9. Kl. 15:00 Lau 2.10. Kl. 13:00 Lau 2.10. Kl. 15:00 Sun 3.10. Kl. 13:00 Sun 3.10. Kl. 15:00 Lau 9.10. Kl. 13:00 Lau 9.10. Kl. 15:00 Fim 23.9. Kl. 20:00 Fös 24.9. Kl. 20:00 Lau 25.9. Kl. 20:00 Sun 26.9. Kl. 20:00 Fim 30.9. Kl. 20:00 Fös 1.10. Kl. 20:00 Lau 2.10. Kl. 20:00 Fös 8.10. Kl. 20:00 Lau 9.10. Kl. 20:00 Fös 15.10. Kl. 20:00 Lau 16.10. Kl. 20:00 Fös 24.9. Kl. 19:00 Lau 25.9. Kl. 19:00 Sun 26.9. Kl. 15:00 Fim 30.9. Kl. 19:00 Fös 1.10. Kl. 19:00 Lau 2.10. Kl. 19:00 Sun 3.10. Kl. 15:00 Fös 8.10. Kl. 19:00 Lau 9.10. Kl. 19:00 Sun 17.10. Kl. 19:00 Sun 24.10. Kl. 19:00 Þri 26.10. Kl. 19:00 Mið 27.10. Kl. 19:00 Fim 28.10. Kl. 19:00 Sun 7.11. Kl. 19:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Fim 21.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö U U U Ö U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Gildir ágúst 2010 til jún í 2011 hús kor tið 1 OPIÐ KORT Gildir á Leik hús kor tið 201 0/2 011 ÁSK ikhus id.is I mida sala@ le Leikhúsk ort 4 miðar á aðeins 9.900 kr. U Ö Ö U Ö U U U U Ö A ug lý si ng as ím i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.