Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 8
8 27. september 2010 MÁNUDAGUR Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing EFNAHAGSMÁL Fimm til tíu ár tekur að endurbyggja íslenska myntsvæð- ið að mati sérfræðinga greiningar- deildar Arion banka. Sérfræðingar bankans kynntu „Efnahagshorfur að hausti“ á fundi á föstudag. Eigi að takast að endurbyggja myntsvæðið segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar- innar, að raungengi þurfi að vera lágt og afgangur á viðskiptum við útlönd. Þá þurfi ríkisfjárlög að skila afgangi og einkaneysla að vera lítil. Um leið sé nauðsynlegt að fá aftur aðgang að erlendum fjár- málamörkuðum og laða að erlend- ar fjárfestingar. „Staðreyndin er að hér á landi hefur aldrei verið ráð- ist í neinar stærri framkvæmdir án þess að til kæmi erlent fjármagn,“ segir hann. Um leið bendir Ásgeir á að inn- ganga í Evrópusambandið og upp- taka evru myndi gera ferlið allt auðveldara og kostnaðarminna. Þrátt fyrir allt þá segir Ásgeir stöðu Íslands samt að sumu leyti betri en annarra landa í Evrópu því við vitum hvar við stöndum. „Það er búið að skrifa niður eignir bank- anna og endurfjármagna þá,“ segir hann og kveður að lán hafi verið í óláni að hve miklu leyti þeir voru fjármagnaðir í útlöndum. „Það er búið að klippa af stóran hluta af erlendum skuldum landsins.“ Ásgeir bendir á að hér hafi pen- ingamagn í umferð fjórfaldast frá árinu 2003. Til þess að koma þessu fjármagni í vinnu verði að byggja upp virkan eignamarkað. Bank- arnir verði því að skrá fyrirtæki í þeirra eigu í Kauphöllina. Þar sé líka réttur vettvangur fyrirtækja til að sækja sér rekstrarfé. Í hagspá bankans kemur fram að efnahagsbati verði veikur, enda fyrirséð að hagvöxtur verði undir langtímahagvexti út spátímabilið sem nær til ársins 2013. Þannig kom fram í máli Ásdísar Kristjánsdótt- ur, hagfræðings greiningardeildar, að tafir á orkuframkvæmdum hafi þegar sett strik í reikninginn. Spá bankans gerir ráð fyrir Búðarháls- virkjun, en ekki öðrum orkutengd- um verkefnum. - óká KYNNTU HORFUR Ásdís Kristjánsdóttir og Þórhallur Ásbjörnsson hagfræðingar ásamt Ásgeiri Jónssyni, forstöðumanni grein- ingardeildar Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ísland sumu leyti sagt vera í betri stöðu en önnur lönd í Evrópu: Staðan er ljós og val um leiðir Hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á Kaffi Sólon á morgun, 28. september kl. 12-13 Frummælendur Anna Margrét Guðjónsdóttir, alþingismaður og Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Allir velkomnir Samfylkingin xs.is Landsbyggðin lifir í Evrópu Holl mjólk hraustir krakkar Mjólk er góð! Á alþjóðlega skólamjólkurdeginum, 29. september, býður Mjólkursamsalan öllum 70.000 grunn- og leikskólabörnum landsins upp á mjólk í skólunum. Með deginum vill íslenskur mjólkuriðnaður vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna. Ómissandi Hrein íslensk náttúruafurð ms.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 5 0 – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS LE N SK A /S IA .IS /L Y F 51 31 9 09 /1 0 Flux flúormunnskol – fyrir alla fjölskylduna Flux fluormunnskol 500 ml Verð: 1.209 kr. Verð nú: 967 kr. Flux junior munnskol fyrir börn 250 ml Verð: 829 kr. Verð: 663 kr. 20% afsláttur* *gildir til 15 okt. Hreyfill kallar... Ópusallt er hannað fyrir íslenskt viðskiptaumhverfi og er allt í senn: stjórntæki, upplýsingakerfi og bókhaldskerfi. „Fjárhagsbókhaldið í Ópusallt er það sem hreif okkur. Bókhaldið okkar er flókið, en Ópusallt ræður vel við það.“ Eva Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri Hreyfils Viðskiptalausn frá HugAx Guðríðarstíg 2–4 113 Reykjavík Sími 545 1000 www.hugurax.is SAMGÖNGUR „Fatlaðir foreldrar komust ekki að dagheimilum og leikskólum vegna þess að það var búið að loka fyrir bílastæðin,“ segir Guðmundur Magnússon, for- maður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). „Við fengum töluvert mikið af kvörtunum.“ Bíllaus dagur var í Reykjavík síðastliðinn miðvikudag. Af því til- efni sendi Reykjavíkurborg bréf til leikskóla um þá hugmynd að girða af bílastæði við skólana eða hluta þeirra. Reykjavíkurborg stæði að framkvæmdunum en ákvörðun um þátttöku væri hjá stjórnendum leik- skólanna. Fjórir leikskólar af 79 tóku þátt í átakinu. Þar af voru þrír sem girtu bílastæðin alveg af. „Það er fyrst og fremst vanhugs- að og klaufalegt hjá borginni að átta sig ekki á því að það eru ekki allir sem geta sleppt bílnum,“ segir Guð- mundur. Eygerður Margrétardóttir, hjá umhverfis- og samgöngusviði borg- arinnar, segir staðið að átakinu í nánu samstarfi við leikskólana og það hafi ekki átt að skerða þjónustu við fatlaða. „Þetta er ekki stór hópur. Ég treysti því að leikskólastjórar taki tillit til þess fólks sem býr við þetta ástand,“ segir hún og kveð- ur borgina mestanpart hafa fengið jákvæð viðbrögð við átakinu. - sv VIÐ SÆBORG Bílastæðum var ekki lokað alveg við leikskólann Sæborg, en pláss fyrir reiðhjól afmarkað. MYND/SÆBORG Öryrkjabandalag Íslands fékk kvartanir vegna bíllausa dagsins í Reykjavík: Vanhugsað að loka bílastæðunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.