Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 27. september 2010 13 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Það voru matardagar í Smára-lind um helgina. Þar var keppt. Samkvæmt frétt á visir. is gekk þessi hátíð eiginlega út á keppni – í matargerð og meira að segja áti. Þarna var Íslands- mót matreiðslumanna og fram- reiðslumanna; keppt var um titilinn Besti sjónvarpskokkur- inn; og haldið var Íslandsmót í hamborgaraáti. Sú keppni sner- ist um það hver gæti graðkað í sig flestum hamborgurum á skemmstum tíma. Meðfylgj- andi mynd sýndi nokkra unga drengi og fulltíða vöðvabollur sem sátu með hörkusvip og ham- borgara í hendi, úttroðinn gúl og húfu á hausnum. Gastrónómísk- ar aflraunir. Önnur mynd sýndi svo nýkrýnda Íslandsmeistara í ólympísku ofáti. Það á að vera gott að borða Tuðum ekki. Löstum ekki hressa stráka í góðum fíling né alla þessa fínu kokka – af meðfylgj- andi myndum að dæma var þar margt afar girnilegt á boðstól- um. En samt: hvers vegna að láta matardaga ganga út á keppni? Hvernig er hægt að keppa í mat? Matarnautnin er einmitt and- stæð keppnismóralnum. Það virðist stundum furðu fjarlægt þessari hákalls- og skötu- og sels- hreifaétandi þjóð en það að borða er sem sé víðast hvar í heiminum talið snúast um vellíðan frekar en þolraunir. Þegar við setjumst að snæðingi með einhverjum erum við ekki að keppa heldur er þetta ævaforn aðferð mann- anna við að friðmælast, deila brauði sínu, samneyta. Á meðan við borðum gleymum við dagsins amstri, upprætum hinn mælda tíma, förum inn í augnablikið, þökkum dásemdir Jarðar. Meðan við borðum tökum við til dæmis húfuna af hausnum og reynum að matast eins settlega og okkur er unnt; við þurfum kannski ekki að tyggja hvern bita sextíu og átta sinnum eins og Þórbergur en við sýnum matnum þá virðingu að troða ekki meira af honum í munninn en við finnum bragðið af hverju sinni. Vöðvabollurnar sem á Matardögum í Smáralind voru sérstaklega heiðraðar fyrir að hesthúsa x marga hamborg- ara á x mörgum mínútum hefðu að réttu lagi átt að vera settar í straff fyrir vonda borðsiði; það ætti að skikka þessa drengi til að horfa á japönsku myndina Tamp- opo, senda þá svo á sushibar ... Aldrei skartar óhófið Keppni í hamborgaraáti er keppni í óhemjugangi. Það er ódyggð sem Íslendingar mættu gjarnan hætta að hafa í hávegum. Við getum alveg verið stolt af ýmsu sem samfélag: sjómönnun- um, kvennafótboltanum, skák- hefðinni, handboltastrákunum, tónlistarfólkinu, lambakjötinu og fiskiréttunum, bókmennta- hefðinni, björgunarsveitunum, vélakunnáttunni, að ógleymdu forystufénu, smalahundinum, blessaðri kusu og fimm gangteg- undunum íslenska hestsins … Og lopapeysunni með grænlensku mynstrunum sem hönnuð var sem íslensk einhvern tímann á 20. öld. Við getum alveg verið stolt af ýmsu sem samfélag; það má. En hættum að hampa óhemjugang- inum. Eyjafjallajökull á ekki að endurspegla íslenska þjóðarsál eins og sjálfskipaðir talsmenn Íslands héldu fram í erlendum fjölmiðlum með hótunum um enn ægilegri gos. Við eigum hins vegar að hugsa um það hvort bændurnir þrautseigu undir Eyjafjöllum og allir þeir sem réttu þeim hjálparhönd séu ekki til vitnis um þá mannkosti sem þrátt fyrir allt kunna að leynast með þessari þjóð. En það er eitthvað að okkur. Djúpt og rótgróið í íslenskri menningu er eitthvað sem kom þessu samfélagi í koll – eitthvað sem lýsir sér í því að matreiðslu- menn af öllu fólki skuli halda keppni í því að borða hratt og til- finningalaust. Ástæðan er ekki sú að hér sé vont fólk upp til hópa. Þetta er ekki endilega „ógeðslegt þjóðfélag“ eins og gömlu ritstjór- arnir hvæsa á okkur með reglu- legu millibili; við vorum ekki öll partur af gjörspilltu valdakerfi Sjálfstæðisflokksins með sínum Davíðsarmi og Björgólfsarmi, LÍÚ-armi, bændaarmi, Exista- armi, Baugsarmi og FL-armi og guðmávita hvaða öðrum örmum óteljandi, svo að á endanum var flokkurinn eins og kolkrabbi með parkinsonsveiki, stjórnlaus- ir og samanflæktir armarnir að slettast um allt og brjóta í leið- inni og bramla allt sem brotnað gat. Við erum ekki öll glæpamenn eða hugsanlegir glæpamenn, ekki einu sinni öll „meðvirk“. En það er eitthvað að. Hömlu- leysið er til dæmis of mikið. Við eigum að leggja niður keppni í ólympísku ölæði á almanna- færi; ofáti, ofstopa í umferðinni, ógætni í fjármálum. Óhemjur og ofát Skútan sigldi í strand og nú eiga að fara fram sjópróf. Skipið var á farsælli siglingu á ládauðum sjó þegar nokkrir úr áhöfninni tóku að bora eftir gulli niðri í lest. Götin á botninum urðu of mörg og of stór, sjór flæddi um allt og eyðilagði að lokum mest af farminum og flest stjórntækin. Með naumindum tókst að sigla skipinu upp á sker og marar það nú þar í hálfu kafi. Sjálfsagt að halda sjópróf og finna út hvað gerðist, hvort brugð- ist hafi verið rétt við og hvort skaðabótaábyrgð sé til staðar. Nei, engin sjópróf takk! Segja stjórnendur skútunnar. Þetta er eingöngu þeim sem boruðu götin á botninn að kenna og þeir einir skulu kallaðir til ábyrgðar. Skip- stjórinn hefur dregið sig inn í skel en hefur þó skrifað eitt bréf þar sem hann lýsir vandlætingu sinni á sjóprófunum. Stýrimennirnir tveir reyna að þegja sig frá mál- inu en loftskeytakonan berst um á hæl og hnakka með fundarhöldum og bréfaskriftum gegn því að próf- in fari fram. Hún telur sig ábyrgð- arlausa og fráleitt að hún taki þátt í sjóprófum. Vel má vera að hún eigi enga sök í málinu en væri þá ekki gott að hún yrði hreinsuð af ábyrgð fyrir fullt og fast? Fordæmið gerir málið mikilvægt því ef þessum stjórnendum tekst að komast hjá að standa ábyrgir gerða sinna sleppa líklega flestir aðrir úr áhöfninni. Til dæmis þurfa vél- stjórarnir þá væntanlega ekki held- ur að svara til saka fyrir sín afglöp í starfi: t.d. lélegt eftirlit og að láta undir höfuð leggjast að hafa nægilega öflugar lensidælur um borð. (Lensidælur dæla út sjó sem kemur í skip.) Einnig að mælitæki sem hefðu getað varað við slysinu í tíma voru í lamasessi eða aflögð af yfirvélstjóranum sjálfum. (Þess má geta að í hans skipstjórnartíð lét hann borana í hendur hásetanna.) Loksins þegar yfirvélstjórinn dratt- aðist upp í brú og tilkynnti að lek- inn væri að verða óviðráðanlegur var of mikill sjór kominn í skipið til að því yrði bjargað. Líkur benda þó til þess að skipstjórnarmennirn- ir hefðu getað bjargað töluverðu af farmi skipsins og eigum farþeg- anna ef þeir hefðu gripið til réttra ráðstafana á þeim tímapunkti. Í staðinn sendu þeir skeyti um allt um að allt væri í fínasta lagi. Sú var tíðin að skipstjóri átti að vera tilbúinn til að fara niður með skipi sínu en nú æja yfirmenn og kvarta hástöfum ef það pusar á þá. Menn þurfa að átta sig á að það er meira í húfi en þeir og þeirra persónur og hafa stærð til að láta almannheill ganga framar sínum persónulegu hagsmunum. Sjópróf þar sem allar orsakir slyssins eru kannaðar og ábyrgð er dregin fram eru ekki síst haldin til að koma í veg fyrir að sömu vitleysurnar end- urtaki sig. Þó að við farþegarnir höfum allir verið viti okkar fjær í villtu geymi í borðsalnum að fagna gullfundinum þegar slysið varð, eigum við rétt á því að allt málið sé rannsakað og dæmt ef sök er til staðar. Allir um borð hafa þurft að fara í gegnum ef og hefði í sinni prí- vat innri endurskoðun og þurft að taka afleiðingum gjörða sinna. Ekki er til mikils mælst þó stjórnendurn- ir geri það líka. Þar sem þeir voru í opinberum embættum þarf að gera það opinberlega. Gleymum því ekki þó allnokkrir farþegar á fyrsta far- rými hafi bjargað miklu af sínu þá misstu þúsundir allt. Tjónið er stórt og snertir alla, því okkar bíður að gera skútuna upp með miklum til- kostnaði. Sjópróf á gullskipinu? Efnahagsmál Sverrir Björnsson hönnuður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.