Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 14
 27. september 2010 MÁNUDAGUR14 timamot@frettabladid.is BRÍET BJARNHÉÐINSDÓTTIR kvenréttindakona, útgefandi og ritstjóri Kvennablaðsins (1856-1940) var fædd þennan dag. „Börnin eru vor dýrasta eign, sem framtíð lands og lýðs byggist á.“ „Íslendingar voru fljótir að tileinka sér flugið og ef það Flugfélag Íslands sem var stofnað árið 1919 hefði hald- ið starfsemi sinni áfram þá væri það þriðja elsta flugfélag í heimi,“ segir Snorri Snorrason fyrrverandi flug- stjóri. Tilefni spjallsins er að eftir tvo daga kemur út nýstárleg bók þar sem saga íslenskra flugvéla er rakin með lifandi texta og litríkum myndum. „Við erum tveir höfundarnir að þess- ari bók, sjáðu til. Ég skrifaði textann og breski listamaðurinn Wilfred Hardy teiknaði og málaði allar myndirnar,“ segir Snorri og heldur áfram. „Hardy er sérhæfður í að teikna flugvélar og gerir það forkunnar vel. Auk þess setur hann vélarnar í það umhverfi sem óskað er og gerir hverju smá- atriði skil. Ég er svo heppinn að eiga ljósmyndir af flugvélum og loftmynd- ir af landinu sem ég tók á mínum flug- mannsárum. Sumar þeirra sendi ég Hardy ásamt ýmsum upplýsingum og þess vegna virðast vélarnar í réttri hæð á loftmyndunum hans.“ Snorri er áttræður og flestum fróð- ari um íslenska flugsögu enda hefur hann upplifað mikið af henni sjálfur, er stálminnugur og segir vel frá. Hann hefur þó ekki gengið með þá hugmynd lengi að gefa út þessa bók.“ Það eru tíu ár síðan Hardy málaði fyrstu myndina fyrir mig. Svo urðu þær alltaf fleiri og fleiri og á endanum sögðu vinir mínir við mig. „Það verður að gefa þetta út.“ Þá fór ég að skrifa sögu vélanna. Ég hef leitað til margra og man sjálfur alveg aftur til 1937. Jóhannes, eldri bróðir minn, sem byrjaði ungur í flug- inu, var líka búinn að segja mér allt mögulegt í gegnum árin. Svo þekkti ég alla frumkvöðlana í fluginu og Sig- urður Jónsson, „Siggi flug,“ handhafi flugskírteinis númer eitt var prófdóm- ari 1946 þegar ég fór í mitt fyrsta sóló- flug.“ Snorri byrjar meginmál bókarinnar á að rifja upp friðsæl æskuár á Akur- eyri þar sem hann sleit barnsskónum. En stríðsárin koma líka við sögu enda segir hann flugumferðumferð hafa verið mikla á Akureyri þá. Skip sjást á sumum myndum, bæði lystiskip og herskip og í textanum eru frásagnir af þeim. „Ég tengi þessa flugsögu við þjóðfélags-og heimsmálin eins og þau voru á hverjum tíma,“ segir Snorri og tekur fram að bókin sé fyrir venjulegt fólk en ekki bara tæknimenn. gun@frettabladid.is SNORRI SNORRASON: GEFUR ÚT BÓKINA ÍSLENSKAR FLUGVÉLAR – SAGA Í 90 ÁR Tengir flugsögu við heims- og þjóðfélagsmál á hverjum tíma Rússneska skemmtiferðaskipið Baltika lagði upp í sex vikna siglingu þennan dag árið 1966, frá Reykjavík til Svartahafs. Karlakór Reykjavíkur var á leið í söng- ferðalag til margra borga við Miðjarðarhaf og Svartahaf og hafði gert sér lítið fyrir og tekið skipið á leigu. Innanborðs voru, auk áhafnar, 421 íslenskur farþegi. Ferðin vakti mikla athygli hér innan- lands enda voru hópferðir Íslendinga til útlanda næsta fátíðar á þessum árum. Danssalur, bar og sundlaug voru um borð og ýmsar kjaftasögur voru á kreiki hér heima um áfengisneyslu og ótæpilega gleði í ferðinni. Baltika var þó ekkert lúxusskip. Rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson var meðal farþega. Hann lýsti því að hann hefði þurft að klöngrast úr klefa sínum upp á næstu hæð til að hella úr koppnum sínum. ÞETTA GERÐIST: 27. SEPTEMBER 1966 Baltika lagði upp í fræga ferð FERÐALANGAR UM BORÐ Í BALTIKU MYND/ÖLDIN OKKAR FLUGSTJÓRINN Snorri Snorrason stendur hér við mynd eftir Wilfred Hardy af Douglas DC-3 að lenda í Danmarkshavn á Austurströnd Grænlands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DOUGLAS DC-6B YFIR SURTSEY 1963 „Það var oft mikil upplifun fyrir farþega að sjá það mikla sjónarpil sem gaf að líta í gosinu,“ segir Snorri. Kvenréttindafélag Íslands efnir til fyrsta súpufund- ar haustsins í dag, þar sem kynja- og staðalímyndir í auglýsingum verða ræddar. Katrín Anna Guðmunds- dóttir kynjafræðingur mun á fundinum kynna niðurstöður úr MA ritgerð sinni í kynja- fræði, en þar tekur hún fyrir auglýsinga- og markaðsmál, og skoða þær kyn- og stað- almyndir sem birtast í aug- lýsingum. Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir, lektor í graf- ískri hönnun við Listahá- skóla Íslands mun svo fjalla um ríkjandi hugmyndir í samfélaginu og hvernig þær hugmyndir birtast í auglýs- ingum. Súpufundurinn fer fram í samkomusal Hallveigar- staða að Túngötu 14 í dag klukkan 12 og stendur yfir í klukkustund. Eins og yfir- skrift fundarins ber með sér verður boðið upp á súpu auk umræðna. Eru allir vel- komnir. - jbá Staðalímyndir í auglýsingum JAFNRÉTTI Katrín Anna Guð- mundsdóttir flytur erindi á súpufundi Kvenréttindafélags Íslands í dag. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra, Engilberts Guðjónssonar. Okkar innilegustu þakkir færum við starfsfólki gjör- gæsludeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir nær- gætni, hlýju og stuðning. Þúsund þakkir fyrir fallegar kveðjur. Guðjón Engilbertsson Dóra Ingólfsdóttir Ólafía G. Ársælsdóttir Sigfús Þór Elíasson Ársæll Þór Bjarnason Kamilla Sveinsdóttir Eyþór Guðjónsson Lilja Erlendsdóttir Elías Þór Sigfússon Ingólfur Hilmar Guðjónsson Sævar Þór Sigfússon Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir Kjartan Gunnsteinsson Elskuleg móðir mín, Sigurbjörg Björgvinsdóttir, áður Þórsgötu 21 a, sem lést að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laug- ardaginn 18. september, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 28. september kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á hjúkr- unarheimilið Sunnuhlíð, sími 560 4100. Stefán Hermanns. Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un MOSAIK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.