Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 15
 27. september 2010 MÁNUDAGUR1 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Knitting Iceland hefur gefið út fyrsta íslenska vefritið um prjón en þar eru birtar uppskriftir frá sjálfstætt starfandi hönnuðum og höfundum ásamt viðtöl- um og greinum. Vefrit Knitting Iceland er gefið út á íslensku, ensku og frönsku en prjónauppskriftirn- ar eru seldar stakar sem PDF skjöl. Slóðin er www. knittingiceland.com. „Ég var að rölta um á laugardags- markaði í Berlín með manninum mínum í sumar og held við höfum örugglega staðið í klukkutíma í bás sem seldi pólsk leikhúsplak- öt frá ýmsum tímum. Sölumaður- inn sýndi okkur hvert og eitt með miklum tilburðum og fleiri komu til að fylgjast með. Við misstum okkur alveg. Ætluðum að kaupa eitt en á endanum tókum við mörg frá og urðum svo að velja úr.“ Auður segir merka hefð í Pól- landi fyrir leikhúsplakötum, enda séu þau listgripur í sjálfu sér. „Plakötin eru tjáningarrík og í alls konar stíl. Sum svolítið brjáluð og abstrakt,“ segir hún og bendir á eitt af fljúgandi svíni. Hún kveðst hlakka til að fara með þau í innrömmun. „Tengdafor- eldrar systur minnar eiga inn- römmunarverkstæði á Rauðarár- stígnum og það er mikið ævintýri að fara með plaköt til þeirra því þau nostra við að finna ramma sem passar.“ Auður getur þess að eigin- manni sínum, Þórarni Böðvari Leifssyni rithöfundi, hafi verið gefin pólsk plaköt í Berlín fyrir tuttugu árum en þau hafi tap- ast. „Hann hafði þau svo sterkt í minningunni og þessi eru í svip- uðum stíl svo nú má segja að hann hafi fundið þau aftur,“ segir hún ánægð. En er eitthvert pláss fyrir þau á veggjunum? „Það er smá höfuðverkur. Ætli stíllinn á heimilinu verði ekki sá að allir veggir verði betrekktir.“ gun@frettabladid.is Betrekkir með svínum Auður með leikhúsplakötin. „Ég verð bara að setja mig í stellingar eins og sölumaðurinn og sýna ykkur þetta,“ segir hún glaðlega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gerið gæða- og verðsamanburð 6 mán aða vaxtal ausar greiðs lur SAGA Queen rúm, nú aðeins 129.900 ÞÓR Queen rúm, nú aðeins 149.900 SAGA OG ÞÓR Hágæða heilsudýnur Queen rúm nú aðeins kr. 179.900 ÚRVAL STILLANLEGRA HEILSURÚMA 2x90x200 og 2x90x210 Nú aðeins 349.900 með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnum SVEFNSÓFAR Hágæða svefnsófar. Íslensk framleiðsla. Heilsudýna úr þrýstijöfnunarefni. Svefnflötur 140x200. Nú aðeins kr. 264.900 Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Mynda-upphengibrautir sem hafa þann kost að ekki þarf að negla í veggi og er mjög auðvelt að breyta uppröðun eða bæta við myndum. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Það sem Auður Jónsdóttir rithöfundur keypti síðast til að prýða heimilið eru gömul, pólsk plaköt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.