Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 46
26 27. september 2010 MÁNUDAGURSJÓNVARPSÞÁTTURINN „Þetta eru poppstjörnur sem þurfa að halda feisi út á við, en þeir eru algjörir ljúflingar,“ segir hljóðmað- urinn Finnur Ragnarsson um bresku hljómsveitina Placebo. Finnur kom nýlega heim eftir að hafa ferðast um heiminn með Placebo í eitt og hálft ár, með stutt- um hléum. Finnur var í hljóðmanna- teymi hljómsveitarinnar og ferðaðist til Japan, Kóreu, Ástralíu, Austur- Evrópu og víðar. „Við vorum yfirleitt úti í fjórar til sex vikur og svo heima í tíu daga,“ segir hann. Framleiðslustjóri ferðalagsins var sá sami og hjá Sigur Rós á ferðalagi fyrir tveimur árum, en þar sá Finn- ur einnig um sviðshljóð. Þeir héldu samstarfinu áfram fyrir Placebo. „Þetta er svo lítill heimur,“ segir Finnur. „Þegar maður er búinn að fara nokkra festival-rúnta þá er maður alltaf að sjá sömu tækni- mennina sem eru þá að vinna fyrir aðrar hljómsveitir.“ Þannig að þetta er svipað og hérna heima? „Já, nema við hittumst á furðu- legri stöðum úti.“ Margir tengja sukk og svínarí við lífið on the road og Finnur seg- ist alltaf vera spurður hvort partí- stand með frægu fólki fylgi ferða- lögunum. „Það er ótrúlega fljótt að fara úr því og verða venjuleg vinna,“ segir hann. „Ef maður væri alltaf í partíum á kvöldin gæti maður ekk- ert vaknað á morgnana og myndi ekkert endast í þessu.“ Aðeins viku eftir að Finnur kom heim eignaðist hann tvíbura með kærustunni sinni. „Þetta var allt planað,“ segir Finnur í léttum dúr og bætir við að það taki sérstak- lega á að vera fjarri fjölskyldunni á löngum tónleikaferðum. „Skype er besti vinur rótarans. Þegar búið er að stilla upp og gera klárt, þá sér maður alla í tölvunum á Skypinu heima.“ atlifannar@frettabladid.is FINNUR RAGNARSSON: SKYPE ER BESTI VINUR RÓTARANS Á LÖNGUM TÓNLEIKAFERÐALÖGUM Túraði með Placebo um allan heim Elite skrifstofan á Íslandi stund- aði nýverið mikla leit hér á landi að næsta andliti bandaríska tísku- merkisins Calvin Klein. Leitað var af íslenskum karlmönnum á aldr- inum 16 til 30 ára og að sögn Ingi- bjargar Finnbogadóttur, fram- kvæmdastjóra Elite skrifstofunnar á Íslandi, sóttu tæplega tvöhundr- að manns prufuna. „Við vorum mjög vongóðar í upp- hafi leitarinnar og bjuggumst við hátt í fjörtíu manns. Raunin varð aftur á móti önnur því fimm mínút- um fyrir auglýstan tíma var stiga- gangurinn troðfullur af strákum og náði röðin alla leið út á götu,“ segir Ingibjörg og bætir við að hálftíma síðar hafi um hundrað manns beðið í röðinni. Ingibjörg rekur Elite skrifstof- una ásamt Tinnu Aðalbjörnsdótt- ur og unnu þær stöllur langt fram- eftir kvöldi við að mynda alla þá myndarlegu pilta sem mættu í prufurnar. „Við vorum að mynda þá til klukkan tíu um kvöldið og erum núna að klára að vinna úr umsóknunum eftir fyrirmæl- um frá Calvin Klein,“ segir Ingi- björg sem bjóst við að ljúka því verkefni í gær. Sérstakur útsend- ari á vegum Calvin Klein aðstoð- ar stúlkurnar við valið. Sú heitir Barbara Pfister og hefur meðal annars séð um að velja fyrirsæt- ur handa íþróttavöruframleiðand- anum Adidas, Levi‘s, tölvufyrir- tækinu IBM, tískuhúsinu Fendi og Vogue tímaritinu. Aðspurð segir Ingibjörg þær hættar að taka á móti umsóknum í þetta umrædda verkefni en seg- ist taka á móti karlmönnum sem hafa áhuga á að komast á skrá hjá fyrirtækinu strax eftir helgi. „Það er enn verið að hringja í okkur út af þessu verkefni en við erum hætt að taka á móti umsóknum í það. Eftir helgi tökum við á móti öllum þeim sem hafa áhuga á að komast á skrá hjá okkur, þeir eiga þá séns á að komast að í öðrum verkefnum,“ segir hún að lokum. -sm Vongóðir karlmenn biðu í röð út á götu MIKILL ÁHUGI Ingibjörg Finnbogadóttir og Tinna Aðalbjörnsdóttir leituðu að næsta andliti tískumerkisins Calvin Klein. Mun fleiri sóttu um en von var á. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Safnplata með Bang Gang, hljómsveit Barða Jóhannssonar, kemur í búðir eftir mánuð. Með henni fylgir aukadiskur þar sem lög sveitarinnar verða í nýjum útgáfum Páls Óskars, Diktu, Daníels Ágústs og fleiri flytjenda. „Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta er eiginlega samansafn af þeim sem mér finnst skemmtilegir hérna heima,“ segir Barði um þá sem koma við sögu á aukadisknum. Aðrir sem eiga þar lög eru Mammút, Eberg, Arnar úr Leaves, Singapore Sling, Bjarni úr Cliff Clavin, Bloodgroup og Ourlives. Barði hefur áður unnið með Páli Óskari við gerð plötunnar Deep Inside sem kom út 1999. Dikta, Ourlives og Cliff Clavin eru síðan allar á mála hjá útgáfufyrirtæk- inu Kölska þar sem Barði heldur um stjórnartaumana. Tvö lög koma tvisvar fyrir á ábreið- uplötunni, eða One More Trip í flutn- ingi Singapore Sling og Diktu og Sacred Things sem Páll Óskar og Bloodgroup flytja. „Það er bara gaman því þau eru í gjörsamlega ólíkum útgáfum,“ segir Barði. Bang Gang hefur verið starfandi í tólf ár og Barða fannst kominn tími á safn- plötu fyrir íslenskan markað. Upphaf- lega áttu þó lög sem ekki komust á plöt- ur hans að vera á aukadisknum. „Ég átti svo mikið af aukaefni og mig langaði að hafa það með. Síðan fór ég að hugsa: „Af hverju að gefa út „best of“ og setja svo „worst of“ með. Mér fannst það ekkert spennandi,“ segir hann. Plata með nýjum lögum frá Bang Gang er síðan væntanleg næsta vor. -fb Palli á ábreiðuplötu Barða ■ Placebo var stofnuð í London árið 1994 og hefur selt meira en tíu millj- ón plötur um allan heim. ■ Hljómsveitin spilaði í Laugardalshöll árið 2004 og hefur notið talsverðra vinsælda hér á landi. ■ Kynhneigð meðlima Placebo hefur lengi verið í umræðunni, en gagn-, sam- og tvíkynhneigðir menn skipa hljómsveitina. Aðspurður segir Finnur að karlmenn séu ekki endilega í meirihluta grúppía. „Nei, það er allur gang- ur á því,“ segir hann. „Oft þegar við mættum á morgnana voru biðraðir fyrir utan tónleikastaðina. Fólk gisti fyrir utan til að ná bestu stæðunum.“ PLACEBO HEFUR SELT MILLJÓNIR PLATNA „Það er White Collar. Þetta eru fínir þættir sem ég horfi oft á.“ Erla Bjarney Árnadóttir, formaður Félags íslenskra tölvuleikjaframleiðenda. PÁLL ÓSKAR Palli kemur við sögu á nýrri plötu Bang Gang. BARÐI JÓHANNSSON Safnplata með bestu lögum Bang Gang kemur í búðir eftir mánuð. Pósthúsið | Suðurhraun 1 | S: 585 8300 | www.posthusid.is Nú þegar farið er að dimma úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín á næturnar til að auðvelda blaðberum Pósthússins aðgengi að póstlúgu. Með fyrirfram þökk, Pósthúsið dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra dreifinga Blöð og tímarit Bréfasendingar Markpóstur Fjölpóstur Vörudreifing Plöstun blaða og nafnamerking Munum eftir að kveikja útiljósin! Við látum það berast NÝBAKAÐUR FAÐIR Finnur eignaðist tvíbura með kærustunni sinni stuttu eftir að hann kom heim úr 18 mánaða tónleikaferðalagi með Placebo. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gunnar Nelson, bardagakappi Íslands númer eitt. mætti sínum erfiðasta andstæðingi á laugardag- inn þegar hann mætti Eugene Fadi- ora í NIA-höllinni í Birmingham. Íslendingurinn, sem hefur vakið mikla athygli, gerði sér lítið fyrir og vann Fadiora með einstöku bragði sem sjónvarpsþulir þess- arar erfiðu og hörðu íþróttar áttu fullt í fangi með að lýsa. DV.is greindi síðan frá því að Egill „Gillz“ og Auðunn Blöndal væru að gera þátt um þennan magnaða kappa, enda þar á ferð- inni „tveir harðir“. Bardaginn í Birm- ingham er sennilega einn mest auglýsti slagur Gunnars því aðal- viðburður kvöldsins fór fram milli Alex Reid og Tom Watson. Reid þessi er heimsfrægur í Bretlandi enda giftur frægustu glamúrpíu Breta, sjálfri Jordan. Hún var að sjálfsögðu í salnum og studdi sinn mann. Rétt er að færa það til bókar að Reid stóð uppi í hár- inu á Watson í fimm lotur en varð loks að játa sig sigraðan. -fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er stór hluti af leikhópnum Vesturporti nú staddur í London við æfingar á Faust sem verður afmælissýning hins virta leikhúss Young Vic. Fjörtíu ár eru liðin frá stofnun leikhússins og því þykir þetta mikill heiður fyrir íslensku listamenn- ina með Gísla Örn í broddi fylkingar. Breskir fjölmiðlar eru smám saman að kveikja á því hvar þeir hafa séð Gísla áður því í sumum umfjöllunum er hann kallaður „The Prince of Persia“-leikar- inn. Þetta á meðal annars við um nokk- uð ítarlegt viðtal við Gísla Örn sem birtist á vef hins víðfræga tónlistar- tímarits NME. En það verður að teljast afrek útaf fyrir sig hjá leikara frá Íslandi að komast í slíkt viðtal. Það snýst hins vegar að mestu leyti um tónlist sýningarinnar sem er samin af þeim Warren Ellis og Nick Cave. Gísli lætur þess getið í viðtalinu að Cave verði væntanlega á tónleikaferð um Bretlandseyjar á svipuðum tíma og leiksýningin er í gangi og því muni hann von- andi láta sjá sig. -fgg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.