Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Þriðjudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Heilsa veðrið í dag 28. september 2010 227. tölublað 10. árgangur ÉG ER OG BRAGÐGÓÐ JÓGÚRT SEM KEMUR Á ÓVART Kauptu mig! LARSSON • ASAÞessi rígheldur! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 6 0 8 Uppskriftin að mánudags- fisknum er á gottimatinn.is 28. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Flugfreyjan Kristjana Þráinsdóttir hefur verið fastagestur í Baðhúsinu í sextán ár og er í fantaformiRæktin h ld Kristjana fer aðallega í body balance-tíma en þeir byggjast á vandlega útfærðum teygjum sem tengja líkama og sál. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kópavogur er næstfjölmennasta sveitarfélag Íslands með rúmlega þrjátíu þúsund íbúa. Allt fram á 20. öld voru einungis nokkrir bústaðir og býli í Kópavogi en undir lok 20. aldar og í byrjun þeirrar 21. hefur orðin mikil uppbygging í bænum. Íbúa- fjöldi hefur aukist í takt við aukna atvinnuþróun og þar er nú Smáralind, sem er stærsta verslunarmiðstöð landsins og Smáratorg 3, hæsta bygging landsins. Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettum 149.900 kr Leður só fasett 3+1+1 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Laug. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.misty.is Hugsaðu vel um fæturna. Í meira en hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað Birkenstock sér til heilsubótar. Hvað um þig? Teg: ArisonaStærðir: 36 - 48Verð: 12.885.- heilsaÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2010 Aukinn dansáhugi Drengir flykkjast í breikdans og hipp hopp. SÍÐA 2 Alltaf á hlaupum Íris Anna Skúladóttir sigr- aði í tíu kílómetra hlaupi á alþjóðlegum hjartadegi. SÍÐA 4 Anna sigraði í Elite Anna Jia sigraði í glæsilegri Elite-keppni um helgina. fólk 24 FÓLK Kvikmyndafélag Íslands hyggst ráðast í gerð kvikmyndar í fullri lengd um morðið á leigu- bílstjóranum Gunnari Sigurði Tryggvasyni sem var myrtur í Reykjavík árið 1968 með einu skoti í hnakkann. Myndin verð- ur gerð eftir handriti Lars Emils Árnasonar sem byggir meðal annars á tilgátum úr bók Þor- steins B. Einarssonar, „Morðið á Laugalæk“, sem kom út á vegum Skruddu árið 2007. Lars hefur viðað að sér efni um málið undanfarin ár. „Hvort ég er að fara að upplýsa það verður bara að koma í ljós,“ segir hann. - fgg/ sjá síðu 30 Morðið á Laugalæk myndað: Kvikmynd um leigubílamorðið Lét drauminn rætast Bragi Björnsson opnaði Leiksport í Hólagarði fyrir 20 árum. tímamót 18 DÝRAHALD „Ég missti þarna mjög fallegt folald, sem hugsað var sem reiðhestsefni,“ segir Sigurður Grímsson í Fossmúla, sem varð fyrir þeim skaða að missa vel ættað folald úr hestahóstanum á laug- ardaginn. Sigurður segir öruggt að folaldið hafi drepist úr veikinni sem herjað hefur á hestastofninn frá því snemma í vor. Folaldið var grafið strax í samráði við dýralækni sem ekki taldi stætt á því að geyma það yfir helgina til að geta sent það í krufningu á Keldum. „Móðir folaldsins var með hósta þegar hún kom úr stóðhestagirðingu,“ segir Sigurður. „Ég hafði hins vegar ekki heyrt folaldið hósta. Svo tók ég eftir því að það var einhver deyfð komin yfir það. Þegar ég fór að skoða það betur sá ég að það var með öran andardrátt og kviðdrátt, sem kallað er, en þá herpist kviðurinn saman. Einnig sá ég að það var komið með grænt hor og svo þornað slím í kringum nasirnar.“ Sigurður kvaðst hafa haft samband við dýra- lækni síðastliðið miðvikudagskvöld. Hann hefði tjáð sér að veikin væri að hellast í folöld um þess- ar mundir og því skyldi hann fylgjast vel með litla folanum. Það dugði ekki til og telur Sigurður fol- aldið hafa drepist úr lungnabólgu. Eitt dæmi er þekkt um að hestaveikin hafi greinst í manni. Haraldur Briem sóttvarnalækn- ir segir við Fréttablaðið að kona hafi greinst með sama bakteríustofn og veldur veikinni. - jss FOLALDIÐ GRAFIÐ Ægir Sigurðsson aðstoðaði Sigurð Grímsson við að grafa folaldið. Hryssan Brá, móðir folaldsins, stóð hjá þeim og horfði á. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Enn veikjast hestar af hestaveikinni sem geisað hefur síðan í vor: Missti öndvegisfolald úr hóstapest VOTVIÐRI SA TIL Í dag verða víðast 8-13 m/s og rigning með köflum, en hægara og úrkomulítið norðan til. Allhvasst suðvestan til í kvöld. Hiti 8-15 stig. VEÐUR 4 11 13 11 13 12 KÖNNUN Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í skoðana- könnun Fréttablaðsins vilja frekar ljúka aðildarviðræðunum við Evr- ópusambandið en að draga umsókn Íslands til baka. Þessi niðurstaða gengur þvert á niðurstöðu Mark- aðs- og miðlunarrannsókna (MMR) frá því í byrjun júní. Alls vildu 64,2 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins ljúka viðræðunum og halda þjóðar- atkvæðagreiðslu um aðildarsamn- inginn í kjölfarið. Um 35,8 prósent voru þeirrar skoðunar að frekar ætti að draga umsóknina til baka. Samkvæmt sambærilegri könn- un MMR fyrir vefsíðuna andríki. is 8. til 10. júní voru 57,6 prósent aðspurðra fylgjandi því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn sína til baka. Þar af sögðust 45,9 prósent því mjög fylgjandi og 11,7 prósent frek- ar fylgjandi. 24,3 prósent voru mjög eða frekar andvíg því að umsóknin yrði dregin til baka. Þar af eru 15,2 prósent mjög andvíg og 9,1 prósent frekar andvíg. Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka? Grétar Þór Eyþórsson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskól- ann á Akureyri, sér ekkert eitt sem getur skýrt þessa sveiflu sem hann segir þó allrar athygli verða. „Kannski sýnir þetta hvað viðhorf fólks í allri þessari Evrópuumræðu virðast vera flöktandi. Kannski er þetta vísbending um það frekar en að einhver kúvending hafi orðið eða að fólk hefur áttað sig á því að það er ekki valkostur að bakka út úr við- ræðunum þegar þessi ferð er hafin og engin áhætta fólgin í því að halda viðræðum áfram.“ - bj, shá / sjá síðu 6 Viðhorfið gjörbreytt Skoðun landsmanna á aðildarviðræðum við ESB sveiflast mjög í tveimur skoð- anakönnunum. Nú vilja tveir af hverjum þrem ljúka viðræðum. Samkvæmt könnun í júní var meirihluti fyrir því að draga aðildarumsóknina tilbaka. landsmanna vilja ljúka að- ildarviðræðum við ESB og kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins. 64% SAMGÖNGUR Strandaglópar í Þórs- mörk komust allir til síns heima í gær eftir að sljákkaði í ám á svæðinu. Eins og komið hefur fram voru 120 manns fastir í Þórsmörk eftir að ár flæddu yfir bakka sína í úrhellisrigningum. Smári Sigurgrímsson var einn þeirra sem urðu innlyksa í Langadal. En fólk var einnig veðurteppt í Básum og Húsa- dal. Hann sagði alla hafa tekið því með ró að komast ekki leiðar sinnar. Allir hafi háttað snemma og beðið næsta dags. Smári segir að ár sem vart runnu í sumar hafi verið orðnar 100 metra breið fljót sem runnu í mörgum kvíslum þegar verst lét. - shá Flóð á Suðurlandi í rénun: Strandaglópar komnir heim Á HEIMLEIÐ Breyttir jeppar komu ferða- fólki frá Þórsmörk. MYND/SMÁRI SIGURGRÍMSSON Feitir bitar á lausu Fjölmargir sterkir leikmenn í Pepsi-deildinni verða með lausan samning á næstu dögum. sport 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.