Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 4
4 28. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að verslanir Bónuss, í eigu Haga, hafi átt í samráði við átta kjötframleið- endur um verðlagningu á kjötvör- um. Hagar hafa viðurkennt sinn þátt í brotinu og gert sátt við Samkeppn- iseftirlitið, sem felur í sér greiðslu 270 milljóna króna sektar og loforð um að láta af athæfinu. Málið snýst um svokallaðar for- verðmerkingar, þegar vörur koma verðmerktar frá framleiðendum til smásala á borð við Bónus. Samráð- ið fólst einkum í samningum um að kjötframleiðendurnir merktu vörur sínar með hærra verði en neytend- um stóð nokkru sinni til boða, svo Bónusverslanirnar gætu boðið þær á miklum afsláttarkjörum. Samkeppniseftirlitið tilkynnti Högum og kjötvinnslufyrirtækjun- um um þá frumniðurstöðu í júlí að samkeppnislög hefðu verið brotin, eftir umfangsmikla athugun, meðal annars á tölvupóstsamskiptum. Hagar leituðu eftir sátt í kjölfarið. Þrátt fyrir að Hagar hafi geng- ist við samráðinu og samið um að greiða fyrir það háa sekt stendur rannsókn enn yfir á þætti fyrir- tækjanna á hinum enda samráðs- ins – kjötframleiðendanna. Þeir eru Kjarnafæði, Síld og fiskur, Sláturfé- lag Suðurlands, Norðlenska, Kaup- félag Skagfirðinga, Kjötbankinn, Reykjagarður og Matfugl. Í tilkynningu frá Samkeppniseft- irlitinu segir að niðurstaðan auð- veldi þá rannsókn og hafi breyting- ar á markaðnum í för með sér mun fyrr en annars hefði verið. Hagar Hagar játa samráð og sættast á risasekt Hagar játa samráð um verðmerkingar og afsláttarkjör af kjötvörum. Sættast á 270 milljóna króna sekt og að láta af athæfinu. Segja samráðið hafa tíðkast í áratugi og ekki hækkað verð. Þáttur kjötframleiðendanna enn til rannsóknar. KJÖTÁLEGG Áleggið kemur verðmerkt í verslanir frá framleiðendum. Verslanirnar hafa síðan veitt afslátt af verðinu. Niður- staða Samkeppn- iseftirlitsins er að Bónus hafi haft ólögmætt samráð við framleiðend- urna um þetta fyrirkomulag. Þetta er ekki fyrsta háa sektin sem Högum er gert að greiða vegna brota á samkeppnislögum. Í desember 2008 sektaði Samkeppniseftirlitið Haga um 315 milljónir fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu á matvörumarkaði með því að selja mjólk á eina krónu í verðstríði við Krónuna í lok árs 2005. Það var þá hæsta sekt sem lögð hafði verið á fyrirtæki fyrir slíkt brot. Sektin hefur verið staðfest af áfrýjunarnefnd samkeppnismála og Héraðsdómi Reykjavíkur, en málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar sem á eftir að kveða upp dóm í málinu. Bíða Hæstaréttardóms í öðru máli VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 15° 13° 12° 13° 14° 11° 11° 24° 19° 28° 26° 32° 12° 18° 25° 11°Á MORGUN 8-18 m/s. FIMMTUDAGUR Stíf sunnanátt syðra annars hægari. 13 12 12 12 12 13 13 12 11 11 7 15 8 9 8 7 5 7 10 13 7 8 12 14 11 12 12 1210 10 11 11 VÆTUSAMT eink- um um sunnan og vestanvert landið næstu daga en norðan til verður yfi rleitt úrkomu- lítið. Það hvessir heldur suðvestan til er líður á kvöldið og má víða búast við allhvössum eða hvössum vindi í nótt og fyrri part- inn á morgun. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður hafi alltaf lagt á það áherslu að eng- inn ásetningur hafi staðið til þess að raska samkeppni. Í tilkynningu frá Högum er fullyrt að þetta vinnulag hafi tíðkast í sam- skiptum kjötframleiðenda og smá- sala frá sjöunda áratug síðustu aldar og hafi ekki leitt til hærra verðlags fyrir neytendur. Þvert á móti hafi Bónus til dæmis veitt viðskiptavin- um afslátt af smásöluverði sem nam 1.900 milljónum árið 2009. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir aðspurður að þessi rannsókn nái ekki til annarra smásala en Bónuss- verslananna. „Það verður svo bara að koma í ljós síðar hvort þörf sé á frekari aðgerðum af þessu tagi. stigur@frettabladid.is HAFNARFJÖRÐUR Rekstur Hafnar- fjarðarbæjar var jákvæður um 441 milljón króna á fyrri helm- ingi ársins þegar litið er til bæði A- og B-hluta og 168 milljónir þegar aðeins er horft til A-hluta. Í tilkynningu frá Hafnarfirði segir að þessa jákvæðu niður- stöðu megi rekja til hagstæðrar gengisþróunar á tímabilinu. Séu fjármagnsliðir undanskild- ir var rekstur A-hluta neikvæður um 301 milljón og rekstur sam- stæðu A- og B-hluta jákvæður um 25 milljónir króna. Heildartekjur voru í samræmi við áætlanir, en laun voru hærri en ráðgert var. - þj Jákvæður rekstur í Hafnarfirði: Hagstætt gengi skapaði afgang HAFNARFJÖRÐUR Rekstur Hafnarfjarðar var jákvæður um 441 milljón á fyrri helmingi ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSMÁL Verðbólga lækkar úr 4,5 prósentum í 4,0 prósent í mánuðinum, gangi verðbólguspá IFS greiningar eftir. Til saman- burðar mældist 9,75 prósenta verðbólga fyrir ári. Síðast mæld- ist sambærileg tólf mánaða verð- bólga í september 2007. Í verðbólguspá IFS segir að gert sé ráð fyrir að verð á fatn- aði hækki minna en alla jafna í september, eða um fimm prósent í stað 8,3. Þá er reiknað með að skóverð hækki um eitt prósent í stað 2,2. Munar þar um að útsölu- áhrif fjöruðu út í ágúst. Hagstofan birtir tölur um vísi- tölu neysluverðs í dag. - jab Spá 4,0 prósenta verðbólgu: Gæti orðið jafn- lág og árið 2007 LEITAÐ Í ÓDÝR FÖT Áhrif af útsölum á fatnaði lita ekki verðbólgutölur nú, að mati IFS Greiningar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í frétt blaðsins af niðurstöðu skoð- anakönnunar um fylgi flokka í gær var ranglega fullyrt að 33 þingmenn þyrfti til að hafa meirihluta á Alþingi Íslendinga. Hið rétta er að 32 þing- menn þarf til að mynda meirihluta. Ríkisstjórnin héldi því velli samkvæmt skoðanakönnuninni ef gengið yrði til kosninga nú. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING UMHVERFISMÁL Í stað þess að henda gömlum eða ónothæfum farsímum í ruslið geta eig- endur þeirra nú skilað þeim í söfnunarkassa sem komið hefur verið fyrir í verslunum Vodafone. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Vodafone og Grænnar framtíðar, sem hefur umhverfisvernd að markmiði. Í stað þess að tækin endi á sorphaugum landsins eru þau flutt utan til fyrirtækja sem lag- færa þau, eða búa til nýja síma með því að sameina íhluti úr nokkrum tækjum í eitt. Endurnýtingarfyrirtækin greiða fyrir tækin og rennur allur ávinningur til SAFT, vakningarátaks um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Græn framtíð er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í endurnýtingu á raftækjum og mun flytja símana út. Hrannar Pétursson, talsmaður Voda- fone, segist vonast til þess að viðskipta- vinir og starfsfólk muni taka virkan þátt í verkefninu. „Með því getur fólk látið gott af sér leiða í tvennum skilningi. Annars vegar til hagsbóta fyrir umhverfið og hins vegar með því að styðja frábært starf SAFT.“ - þj Vodafone og Græn framtíð styrkja SAFT með endurvinnsluátaki: Senda farsíma í endurvinnslu FARSÍMI Vodafone og Græn Fram- tíð standa að söfnun og endur- nýtingu gamalla símtækja. DÓMSMÁL Karlmaður á sextugs- aldri hefur verið dæmdur í fjög- urra mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði á skilorði, fyrir að slá konu og brjóta bein í andliti hennar. Var honum gert að greiða henni 400 þúsund í skaðabætur. Atvikið átti sér stað í sumarbú- stað. Ofbeldismaðurinn gerðist nærgöngull við konur í bústaðn- um. Hann reiddist þegar gerðar voru athugasemdir við hegðun hans og sló eina konuna tvívegis í andlitið með krepptum hnefa. - jss Skal greiða skaðabætur: Braut bein í andliti konu VIÐSKIPTI Plastverksmiðjan Sigur- plast í Mosfellsbæ er gjaldþrota. Sautján störfuðu hjá fyrirtækinu, sem er fimmtíu ára gamalt og einn stærsti framleiðandi plast- umbúða á landinu. Fyrirtækið skuldar Arion banka 1,1 milljarð króna vegna gengisláns sem upphaflega var 334 milljónir. Lögmaður Sigurplasts gagn- rýndi bankann í fréttum Ríkis- útvarpsins í gær og sagði fyrir- tækið hafa mætt þar annarlegum sjónarmiðum. - sh Sigurplast leggur upp laupana: 17 missa vinnu við gjaldþrotið AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 27. 9. 2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 195,8967 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,12 114,66 180,72 181,6 153,52 154,38 20,604 20,724 19,404 19,518 16,758 16,856 1,3538 1,3618 176,22 177,28 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.