Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 12
12 28. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR GOÐSAGNIR UM SPARPERUR „... eru of lengi að ná fullu birtustigi“ Þessi staðhæfing á ekki við um OSRAM perur. OSRAM DULUX® perur sem merktar eru með einkaleyfisverndaðri QUICK START tækni, verða bjartar allt að tvöfalt hraðar en venjulegar sparperur.1 Endursöluaðilar um land allt osram.is Jóh an n Ó laf sso n & C o 1 Osram (2007) Seven myths about energy-saving lamps Aðild að Evrópusamband- inu þýddi umtalsverðar hagsbætur fyrir Ísland og það gæti haft meiri áhrif á ESB-lög. EES veit- ir ekki sömu efnahagslegu og pólitísku kosti. Þjóðar- framleiðsla yrði sex til sjö prósentum meiri innan sambands en utan. En það má alls ekki leyfa rányrkju ESB á íslenskum miðum. Þetta segir í nýútkominni bók um kosti Íslands á 21. öld. Þrátt fyrir að íslenska ríkið myndi leggja um 0,25 prósent- um meira til sameiginlegra sjóða Evrópusambandsins en ESB legði til Íslands, yrði þjóðarframleiðsla Íslands um sex til sjö prósentum meiri innan ESB en utan, eftir einn til tvo áratugi. Þetta er að því gefnu að góðir samningar náist um nauðsynlega vernd fiski- stofna Íslands, en í væntanlegum aðildarsamningi þurfa að vera skýr ákvæði gegn rányrkju þeirri sem verið hefur innan ESB. Þetta kemur fram í nýútkom- inni bók dr. Magnúsar Bjarna- sonar, sem Háskólinn í Amster- dam gefur út, en þar má lesa doktorsvörn Magnúsar, sem er stjórnmálahagfræðileg greining á kostum og göllum hugsanlegrar aðildar landsins að ESB. „Þessar tölur eru háðar því skil- yrði að fiskveiðimálunum sé ekki klúðrað. Þetta er sambærilegt við Icesave-málið. Ef það liggur svo mikið á að semja að við semjum um hvað sem er getum við farið jafn illa út úr því og á að standa fyrir utan bandalagið,“ segir Magnús. Ekki verði gengið á auðlindina Hann segir að sjávarútvegsmál- in snúist ekki fyrst og fremst um hverrar þjóðar þeir eru sem veiða fiskinn heldur fyrst og fremst að ekki sé gengið á auðlindina. „Á meðan fiskinum er land- að á Íslandi skapar það íslenska atvinnu en vandamálið er að hjá ESB hafa þeir veitt meira en stofnarnir þola og þeir eru að eyðileggja auðlindina,“ segir hann. Framkvæmdastjórn ESB viti vel að innan ESB sé rányrkja í sjávarútvegi. En ákvörðunin sé pólitísk. „Þetta þarf því að negla niður í aðildarsamningi, ekki „þegar þar að kemur“, því lausnin er alltaf sú að það er veitt meira en stofnarn- ir þola. Þetta er ekki bara efna- hagsmál heldur umhverfismál líka,“ segir Magnús og bendir á að afli ESB-landa hafi rýrnað síðustu ár, um leið og bandalagið hafi stækkað og tækni til að finna fiskinn hafi batnað. Kveða þurfi á um að tillögum vísindamanna um hámarksafla verði fylgt. Magnús hefur ekki áhyggj- ur af því að aðrir en Íslendingar færu að veiða innan lög- sögunnar, svo lengi sem kvót- inn væri full- nýttur af Íslend- ingum. Öðrum kosti gæti komið þrýstingur um að hleypa öðrum að. „Þess vegna er mikið atriði fyr i r smárí k i að þetta sé neglt niður nákvæm- lega,“ segir hann. Þetta verði erfitt úrlausnarefni. Hagkvæmari landbúnaður Langur kafli er í bók Magnúsar um landbúnað- armál og kemst hann að þeirri niðurstöðu að innganga myndi lækka matvælaverð á Íslandi, en bændur á óhagkvæmum býlum þyrftu að fara í arðbærari rekst- ur. „Landbúnaðurinn er lítill hluti af þjóðarframleiðslunni en engu að síður er þetta matur, og hann má ekki bregðast. Það er oft talað um matvælaöryggi en á móti kemur að innlend fram- leiðsla er gjörsamlega háð innflutningi. Öll olía og allir traktorar og annað er innflutt. Það er alveg útilokað að segja að við ætlum að skerma okkur frá umheiminum og vera sjálfum okkur nóg,“ segir hann. Aðild krefst endur- skipulagningar og hag- ræðingar í landbún- aði, segir í bókinni, og Magnús telur að bændur þurfi að taka sig á. Þróunin í ESB hafi verið að býlin stækki þegar ríki ganga inn. „Í staðinn fyrir að þetta séu svona hokurkarlar, bændur með nokkrar kindur, þá stækka búgarðarnir, eins og var hjá okkur á landnámsöld, og eru jafnvel með menn í vinnu til að plægja akra og slíkt,“ segir Magnús. Landbúnaðarstefna í ESB og á Íslandi sé svipuð, að því leyti að í hana sé dælt almannafé og verði haldið uppi með tollamúrum. Hér séu 2/3 hlutar framleiðslunn- ar styrktir en í ESB þriðjungur. Magnús segir þetta réttlætanlegt, enda verði að tryggja landbúnaðarframleiðslu af öryggisástæðum. Gott væri til örygg- is að hafa heimild, eins og Finnar, um að styðja við landbúnað umfram það sem ESB gerir, en ekki endi- lega skynsamlegt að nýta heimildina. Ekki hlaupið í mynt- bandalag Um aðild að evru skrifar Magnús að hún yrði land- inu mjög jákvæð. Efnahags- og myntbandalag við ESB geti skilað umtalsverðri aukningu þjóðarframleiðslu. „En efnahagsmálin á Íslandi þurfa fyrst að vera í lagi. Við þurfum að uppfylla skilyrði um að verðbólgan sé í lagi, að vaxta- stig og ríkisfjármál séu í lagi. En þetta er allt í ólagi sem stendur,“ segir hann. Ekki sé hægt að taka evru upp einhliða. Ábyrgð stjórnmálamanna mikil Í bókinni reifar Magnús að smá- ríkið Ísland geti í samvinnu við önnur smáríki aukið samnings- getu sína innan ESB. Núverandi ástand, þar sem fulltrúar lands- ins hafa lítið um nýja ESB-lög- gjöf að segja, áður en hún tekur gildi í landinu, sé verra en að taka fullan þátt í samningu laganna eins og ESB-ríki gera. Magnús telur að það væru mistök að hætta við aðildarviðræðurn- ar. „Ég er þeirrar skoð- unar að það skuli full- reyna hvort hægt sé að ná viðunandi samningi um sjávarútvegsmál- in. En ekki skrifa undir hvað sem er. Það liggur ekki svo mikið á. Frekar að nota tvö til þrjú ár í viðbót til að semja en að kom- ast að því eftir tuttugu ár að við séum búin að rústa fiskimiðin,“ segir hann. Fólki hafi ekki órað fyrir því á sínum tíma að frjálst flæði fjármagns í EES-samningnum gæti þýtt að allt yrði mjólkað út úr bönkunum og yfirvöld skilin eftir með ábyrgðina. Því þurfi að gaumgæfa vel öll hugsanleg göt í samningnum. Verði reynsla Íslendinga af inn- göngunni slæm sé þó alltaf hægt að ganga úr Evrópusambandinu aftur, og í góðu. „Það er alveg ljóst að það er hægt að ganga úr sambandinu aftur og það var neglt í Lissa- bonsamningnum skýrar en áður. Þar er gert ráð fyrir því að ef ríki fari úr því verði gerðir vinveittir samningar við það, ríkið fari ekki á kaldan klaka,“ segir Magnús að lokum. Hins vegar sé ekki full- komlega ljóst hvort hægt yrði að taka aftur upp óbreyttan EES- samninginn. Þjóðarframleiðsla ykist um 6 til 7% innan ESB MAGNÚS BJARNASON FRÉTTAVIÐTAL: Hvaða þýðir innganga Íslands í Evrópusambandið? Klemens Ólafur Þrastarson klemens@frettabladid.is Það er alveg ljóst að það er hægt að ganga úr bandalaginu aftur MATVÆLAÖRYGGI Dr. Magnús Bjarnason segir að aðild að ESB þýði að bændur þurfi að hagræða. Stóra málið sé sjávarútvegurinn. Í aðildarviðræðum þurfi að loka fyrir alla möguleika á mistökum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Arion banki hefur ekki afskrifað neinar skuldir Haga- samstæðunnar né stendur til að gera það, að sögn Finns Árnason- ar, forstjóra Haga. Fréttablaðið greindi frá því í síð- ustu viku að skuldsetning Haga væri slík að Arion banki gæti ýmist þurft að afskrifa eitthvað af skuldum eða breyta þeim í hlutafé eigi að gera félagið álitlegan kost í augum fjárfesta. Finnur segir það einfaldlega rangt. Í Fréttablaðinu var stuðst við óformlegt verðmat greiningar- fyrirtækisins IFS. Þá var bent á að Hagar eru með þrettán milljarða lán á gjalddaga eftir tvö ár og eig- infjárhlutfallið 10,3 prósent, sem sé mjög lágt. Finnur segir skuldsetninguna viðráðanlega miðað við afkomu félagsins og umsvif. Lánið sé til sex ára og skiptist í þrjá hluta. Þá sé ljóst að þær skipulagsbreyting- ar, sem ráðist hafi verið í undan- farið, bæti eiginfjárstöðuna. „Hagar eru eina fyrirtækið sem var með skráð skuldabréf í Kaup- höllinni og stóð við allar skuld- bindingar á gjalddaga. Félagið hefur staðið við allar sínar skuld- bindingar og ekki verið í vanskil- um,“ segir hann og reiknar með að Arion banki muni innan þriggja vikna greina frá tilhögun við skráningu félagsins á markað. - jab FINNUR ÁRNASON Forstjóri Haga segir skuldsetningu fyrirtækisins vel viðráðan- lega. Ekki standi til að afskrifa skuldir. Forstjóri Haga segir Arion banka ekki ætla að afskrifa: Segir skuldsetningu vera viðráðanlega NORÐUR-KÓREA, AP Félagar í Komm- únistaflokki Norður-Kóreu komu saman í gær í höfuðborginni Pjongjang til að undirbúa lands- þing flokksins, sem hefst í dag. Almennt er reiknað með að Kim Jong-Il, leiðtogi flokksins, muni kynna þar yngsta son sinn, Kim Jong Un, sem arftaka sinn. Kim er talinn þjást af ýmiss konar kvillum. Hann hafi nýlega veikst alvarlega og þótt hann hafi náð sér á strik eftir það sé nauð- synlegt að fara að huga að arftaka hans og búa þjóðina undir manna- skiptin. Kommúnistaflokkur Norður- Kóreu hefur að venju fátt látið uppi um áform sín, þannig að í sjálfu sér er ekki vitað hvort Kim hyggst kynna arftaka sinn eða hver hann verður. Landsþing Kommúnistaflokks- ins hefur hins vegar ekki verið kallað saman síðan 1980, þegar Kim var sjálfur fyrst kynntur til sögunnar sem arftaki föður síns, Kim Il-sung. Hann tók þó ekki við völdum fyrr en faðir hans lést árið 1994. Sumir sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu telja hugsanlegt að Kim Kyong Hui, systir núverandi leiðtoga, verði fengin til að vera bróðursyni sínum innanhandar þangað til hann tekur við. - gb Landsþing Kommúnistaflokks N-Kóreu kemur saman: Arftaki Kim Jong-Il líklega kynntur LANDSFUNDARFULLTRÚAR HITTAST Í PJONGJANG Þrjátíu ár eru liðin frá síðasta lands- þingi Kommúnistaflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.