Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 14
14 28. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Á fimmtudaginn birtist rannsóknargrein í hinu virta læknatímariti New Eng- land Journal of Medicine um árangur hóp- leitar að brjóstakrabbameinum í Noregi. Samkvæmt niðurstöðum á hópleitin minni þátt í lækkun dánartíðni en áður hefur verið talið. Í tíufréttum Ríkissjónvarpsins var þeirri spurningu varpað fram, hvort endurskoða þyrfti fjárframlög til hópleitar- innar hér á landi þar sem fjármunum væri e.t.v. betur varið með öðrum hætti. Greinin er einn biti í hinni flóknu púsl- mynd um brjóstakrabbamein og ber að skoða hana sem slíka. Hún er ekki öll myndin. Aðrir góðir bitar í púslið eru m.a. merkar niðurstöður rannsókna á vegum Krabbameinsfélagsins, sem vakið hafa mikla athygli. En myndin er samt ófull- gerð. Stöðugt þarf að endurskoða áherslur í krabbameinsleitinni. Krabbameinsfélag Íslands hefur beint því til heilbrigðisyfir- valda að myndað verði sérstakt ráð sem meti hagkvæmni leitar að krabbameinum á frumstigi og veiti yfirvöldum ráðgjöf þar að lútandi. Leitin hér hefur verið talin til fyrirmyndar, en hún er framkvæmd sam- kvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið. Krabbameinsfélagið fagnar rannsóknum á krabbameinum og hefur stutt vísinda- starfið með ráðum og dáð í bráðum sextíu ár. Krabbameinsleitin er byggð á gagn- reyndri þekkingu og viðamiklum vísinda- rannsóknum. Engin hópleit er eins vel rannsökuð og leitin að brjóstakrabbamein- um. Skemmst er að minnast umfjöllunar í British Medical Journal nú síðsumars um mikla lækkun dánartíðni hér. Viðbrögð við greininni í New England Journal of Medicine hafa verið áhugaverð. Fjöldi fræðimanna, meðferðaraðila og sam- taka nota tækifærið til að benda á mikil- vægi hópleitarinnar. Einn höfunda greinar- innar segist myndi fara í hópleit, væri hann kona. Greinin er innlegg í umræðuna, en ákvarðanir um að leggja niður mikilvæga þjónustu má ekki taka á grundvelli hennar. Öll samanburðarlönd okkar halda áfram að leggja mikla áherslu á þennan þátt þjónust- unnar. Krabbameinsfélag Íslands býr yfir mik- illi þekkingu á hópleit að krabbameinum, og er reiðubúið að miðla henni og taka þátt í umræðunni. Á næstunni munum við kynna áherslur okkar varðandi krabba- meinsvarnir kvenna í hinum hefðbundna bleika októbermánuði. Hvetjum við lands- menn til að tileinka sér þá fræðslu sem við bjóðum og leggja okkur lið við árangursrík verkefni. Púslmynd af brjóstakrabbameini Brjósta- krabbamein Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfél- ags Íslands Óskar eftir hressum söngfélögum í allar raddir. Sópran, Alt, Bassa og Tenó. Í amstri lífsins er svo gott að gleyma sér og vera glaður vinhópi í HRE. Markmið kórsins er að skemmta sér og öðrum með söng og gleði ásamt ferðalögum innanland sem utanlands. Stjórnandi Kórsins er Magnús Kjartansson hljómlistamaður. Komið í kaffisopa og spjall í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ miðvikudaginn 29. september nk. kl: 20.00. Upplýsingar í síma 862 1600 Hjördís og 898 9998 Ásgeir Æskan á Alþingi Víðir Smári Petersen, þriðji varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi, settist á Alþingi og er yngsti maðurinn sem gegnt hefur starfi þingmanns, tæplega 22 ára gamall. Víðir Smári virðist maður ekki einhamur, hann varð stúdent 17 ára, er að ljúka meistaraprófi í lögfræði og er útskrifaður frá tónlistarskóla í klarinettleik. Þá hefur hann sinnt ýmsum trúnaðarstörfum í stjórnmálum og félagslífi, auk þess að vinna tvö sumur á Fréttablaðinu. Ungir og efnilegir Með þingsetu sinni er Víðir Smári kominn í athyglisverðan og býsna breiðan hóp manna sem sest hafa á þing liðlega tvítugir. Yngsti maðurinn sem hefur náð kjöri sem þingmað- ur er Gunnar Thoroddsen, sem var 23 ára gamall þegar hann settist á þing með fullt umboð. Þetta met Gunnars stendur óhaggað. Gunnar átti síðan einstæðan feril í opinberu lífi á Íslandi, varð borg- arstjóri, hæstaréttardómari, fjármálaráðherra, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins og svo forsætisráðherra. Breiður hópur Metið sem Víðir Smári sló í gær átti hins vegar sem yngsti varaþingmaður- inn Sigurður Magnússon. Hann settist á þing árið 1971 sem varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík, um 23 ára gamall, og var varaþingmað- ur af og til næstu ár en haslaði sér svo völl sem myndlistarmaður. Sigurður sneri aftur í stjórnmálin á sextugsaldri og var bæjarstjóri Álftaness framan af síðasta kjörtímabili. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga tók yfir ábyrgð á rekstri sveitarfélagsins áður en kjörtímabilinu lauk. peturg@frettabladid.is Ý msar ályktanir er hægt að draga af niðurstöðum skoðana- könnunar Fréttablaðsins á fylgi flokkanna, sem sagt var frá í gær. Í fyrsta lagi vekur það athygli að þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu ósammála um mörg stærstu málin í íslenzkri pólitík, hver uppákoman reki aðra í stjórnar- samstarfinu og ýmis mikilvæg mál sitji föst vegna þess að ríkis- stjórnin hefur í raun ekki þingmeirihluta fyrir þeim, styður áfram um helmingur þeirra sem afstöðu taka stjórnarflokkana. Þetta bendir til að stjórnarandstöðunni hafi mistekizt að nýta sér veik- leikana í stjórnarsamstarfinu og bjóða upp á trúverðugan valkost. Þetta er ekki gæfulegt ástand, allra sízt þegar þjóðin þarf svo sárlega á því að halda að haldið sé af festu um stjórnartaumana og framtíðarsýnin sé skýr. Í öðru lagi kemur vantrúin á flokkunum fram í því að nærri annar hver kjósandi hefur ekki þá trú á neinum flokki, að hann treysti sér til að nefna hann. Um helmingur svarenda tók þannig ekki afstöðu. Líkast til er óþolið gagnvart hinum hefðbundnu flokkum líka ástæðan fyrir því að fylgi Hreyfingarinnar tekur skyndilegan kipp, eftir að litið hafði út fyrir að flokkurinn væri að deyja út. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir í Frétta- blaðinu í gær að niðurstöður könnunarinnar sýni meðal annars að jarðvegur geti verið fyrir nýtt framboð á borð við Bezta flokkinn, sem vann ótrúlegan kosningasigur í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík síðastliðið vor. Sigur Bezta flokksins sýnir þeim sem gætu viljað ögra gamla fjórflokkakerfinu hverju er hægt að áorka, jafnvel án pólitískrar reynslu, efnismikillar stefnu eða mikilla fjármuna. Kjósendur eru einfaldlega opnir fyrir nýjungum. Grundvöllur nýrra framboða getur verið margs konar. Flokkur, sem byði fram hæft fólk undir merkjum siðbótar í stjórnmálum gæti líkast til náð árangri. Sama má segja um framboð, sem nýtti sér að ýmis stór mál kljúfa einn eða fleiri flokka. Niðurstöður úr könnun Fréttablaðsins, sem birtar eru í dag, sýna til dæmis að Framsókn- arflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru klofnir nokkurn veginn til helminga um afstöðuna til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Miðju-hægriflokkur sem hefði á dagskrá að ljúka aðildarviðræðum og ná fram góðri niðurstöðu fyrir Ísland gæti nýtt sér það. Sama má segja um Evrópusinnaðan umhverfisflokk, sem miðað við nið- urstöðu könnunarinnar gæti náð fylgi af Vinstri grænum. Allt gefur þetta hefðbundnu flokkunum ástæðu til að forðast þing- kosningar eins og heitan eldinn. En hvað geta þeir gert til að vinna traust kjósenda á ný? Benda umræðurnar á Alþingi, ekki aðeins um Landsdómsmálið heldur ýmis önnur mál, til að flokkarnir séu þess trausts verðir? Gömlu flokkarnir njóta ekki trausts og hafa ástæðu til að óttast kosningar. Kjósendur opnir fyrir nýjungum Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.